Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Höskuldur Kári Schram skrifar 1. mars 2016 12:09 Daði Már Kristófersson. Vísir Nýju búvörusamningarnir þjóna ekki hagsmunum neytenda og endurspegla ekki þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla hér á landi. Þetta segir Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Þá sé afar óljóst hvort þeir nái uppfylla markmið varðandi byggðasjónarmið. Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, stóðu í morgun að fundi þar sem ný undirritaðir búvörusamningar voru til umræðu. Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Daði segir að samningarnir þjóni ekki hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti. „Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði. Hann segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. „Aðstæður landbúnaðarins hafa breyst mjög mikið á þessum árum frá því fyrsti samningurinn var gerður. Ég held að menn þurfi að horfast í augu við það. Það þarf að opna samninginn til að fleiri búgreinar njóti stuðnings. Það þarf að opna fyrir meira samkeppnisaðhald bæði frá innflutningi en líka að samkeppnislög nái t.d. til mjólkuriðnaðarins,“ segir Daði. „Ég held þetta hjálpi ekki greininni að þróast eðlilega. Það eru gríðarleg tækifæri í landbúnaðinum. Það eru miklar breytingar að eiga sér stað. Til dæmis þessi ferðamannastraumur hann sækir mjög mikið út á land. Það þarf að skapa tækifæri. Skapa möguleika fyrir bændur til að nýta þessar auðlindir sem þeir hafa aðgang að til þess að skapa sér ný tækifæri og nýjar tekjur.“ Þá sé óljóst hvernig menn geti réttlætt þessa samninga út frá byggðasjónarmiðum. „Skoði menn þróun í landbúnaðinum á Íslandi síðastliðna áratugi þá er ekki hægt að sjá að byggðasjónarmiðanna hafi verið sérstaklega gætt. Til dæmis hefur mjólkurframleiðslan verið að þjappast á fá svæði. Auðvitað er það hagkvæmt en það svarar varla ákalli um sterkari jaðarbyggðir. Þannig að það er ekki hægt að sjá í þessum samningi að það sé sérstaklega verið að taka á því,“ segir Daði Búvörusamningar Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Sjá meira
Nýju búvörusamningarnir þjóna ekki hagsmunum neytenda og endurspegla ekki þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla hér á landi. Þetta segir Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Þá sé afar óljóst hvort þeir nái uppfylla markmið varðandi byggðasjónarmið. Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, stóðu í morgun að fundi þar sem ný undirritaðir búvörusamningar voru til umræðu. Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Daði segir að samningarnir þjóni ekki hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti. „Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði. Hann segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. „Aðstæður landbúnaðarins hafa breyst mjög mikið á þessum árum frá því fyrsti samningurinn var gerður. Ég held að menn þurfi að horfast í augu við það. Það þarf að opna samninginn til að fleiri búgreinar njóti stuðnings. Það þarf að opna fyrir meira samkeppnisaðhald bæði frá innflutningi en líka að samkeppnislög nái t.d. til mjólkuriðnaðarins,“ segir Daði. „Ég held þetta hjálpi ekki greininni að þróast eðlilega. Það eru gríðarleg tækifæri í landbúnaðinum. Það eru miklar breytingar að eiga sér stað. Til dæmis þessi ferðamannastraumur hann sækir mjög mikið út á land. Það þarf að skapa tækifæri. Skapa möguleika fyrir bændur til að nýta þessar auðlindir sem þeir hafa aðgang að til þess að skapa sér ný tækifæri og nýjar tekjur.“ Þá sé óljóst hvernig menn geti réttlætt þessa samninga út frá byggðasjónarmiðum. „Skoði menn þróun í landbúnaðinum á Íslandi síðastliðna áratugi þá er ekki hægt að sjá að byggðasjónarmiðanna hafi verið sérstaklega gætt. Til dæmis hefur mjólkurframleiðslan verið að þjappast á fá svæði. Auðvitað er það hagkvæmt en það svarar varla ákalli um sterkari jaðarbyggðir. Þannig að það er ekki hægt að sjá í þessum samningi að það sé sérstaklega verið að taka á því,“ segir Daði
Búvörusamningar Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Sjá meira