Erlent

Enn slær í brýnu milli Trump og Fox

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump og Megyn Kelly.
Donald Trump og Megyn Kelly. Vísir/Getty
Deilurnar á milli Donald Trump og fréttastofu Fox News hafa kviknað upp aftur. Í harðorðri tilkynningu segir Fox að forsetaframbjóðandinn sé haldinn „ógeðfelldri þráhyggju“ gagnvart fréttakonunni Megyn Kelly. Sjálfur segir Trump að hún sé með þráhyggju gagnvart sér.

Upphaf deilnanna má rekja aftur til kappræðna Repúblikana á Fox í ágúst, sem Megyn Kelly stýrði. Þá brást Trump við erfiðum spurningum Kelly með því að segja að hún hefði verið ósanngjörn við sig þar sem hún hefði verið á blæðingum.

Síðan þá hefur Trump reglulega skammast yfir Kelly á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.

Tilefni tilkynningar Fox í gærkvöldi er þó að undanfarna daga hefur Trump margsinnis tíst um Megyn Kelly, þar sem hann skammast yfir þætti hennar og kallara hana „klikkaða“ í nánast öllum tístunumTístin má sjá hér að neðan.

Í tilkynningunni segir að hatursfullar árásir hans gegn Kelly séu fyrir neðan virðingu manns sem vilji verða forseti Bandaríkjanna. Kelly sé framúrskarandi fréttakona og ein af leiðandi þáttastjórnendum Bandaríkjanna.

„Við erum ákaflega stolt af vinnu hennar og höldum áfram að styðja hana gegn endalausum grófum og karlrembulegum árásum Trump.“


Tengdar fréttir

Trump og Fox í hár saman

Fox fréttastöðin bandaríska og auðkýfingurinn Donald Trump eru komin í hár saman eftir að Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að mæta í kappræðuþátt á stöðinni með öðrum frambjóðendum repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum.

Sanders leiðir naumlega í Iowa

Bernie Sanders mælist nú með fjögurra prósentustiga forskot á Hillary Clinton í Iowaríki. Íbúar Iowa kjósa á mánudag og er það fyrsta ríkið til að kjósa í forkosningum um hver verður forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×