Miklar tilfinningar í dómsal þegar hollenska parið var dæmt: Karlinn fékk átta ára dóm en konan sýknuð Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2016 10:03 Efnin sem fundust í húsbílnum. Vísir/GVA Miklar tilfinningar voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar dómur var kveðinn upp yfir hollensku pari sem ákært var fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins síðastliðið haust. Maðurinn var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsisvistar en konan var sýknuð. „Þetta er sanngjörn niðurstaða og í samræmi við væntingar,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi konunnar, um sýknudóminn yfir henni en konan brast í grát þegar niðurstaðan var ljós. Guðmundur segir miklar tilfinningar hafa verið í dómsal en konan hafi grátið af létti og einnig vegna þess að maðurinn hennar var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsisvistar. „Það er flókið og erfitt að vera eiginkona manns sem er að fá þetta þungan dóm og vera að fara úr landi á sama tíma fljótlega eftir að hafa verið hér saklaus í farbanni í sjö mánuði,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki ljóst hvort ákæruvaldið muni áfrýja dómnum en hann reiknar með að skaðabótakrafa gegn ríkinu verði tekin til skoðunar af hálfu konunnar. „Mér finnst þessi dómur vera mjög afdráttarlaus,“ segir Guðmundur. Fólkið var stöðvað við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA mulningi til viðbótar. Maðurinn játaði sök en konan hefur frá upphafi neitað að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar. Hún hafi einfaldlega talið sig vera í ferðalagi með manni sínum. Tók maðurinn undir með konu sinni. Ákæruvaldið taldi hins vegar frásögn þeirra ótrúverðuga og taldi ekki ganga upp að konan hafi ekki verið meðvituð um hvaða tilgangi förin til Íslands átti að þjóna. Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30 Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27 Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05 Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Fíkniefni fyrir tæpan milljarð: Maðurinn játar en konan neitar áfram sök Parið er á 45. aldursári og kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september síðastliðinn. 17. desember 2015 14:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Miklar tilfinningar voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar dómur var kveðinn upp yfir hollensku pari sem ákært var fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins síðastliðið haust. Maðurinn var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsisvistar en konan var sýknuð. „Þetta er sanngjörn niðurstaða og í samræmi við væntingar,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi konunnar, um sýknudóminn yfir henni en konan brast í grát þegar niðurstaðan var ljós. Guðmundur segir miklar tilfinningar hafa verið í dómsal en konan hafi grátið af létti og einnig vegna þess að maðurinn hennar var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsisvistar. „Það er flókið og erfitt að vera eiginkona manns sem er að fá þetta þungan dóm og vera að fara úr landi á sama tíma fljótlega eftir að hafa verið hér saklaus í farbanni í sjö mánuði,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki ljóst hvort ákæruvaldið muni áfrýja dómnum en hann reiknar með að skaðabótakrafa gegn ríkinu verði tekin til skoðunar af hálfu konunnar. „Mér finnst þessi dómur vera mjög afdráttarlaus,“ segir Guðmundur. Fólkið var stöðvað við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA mulningi til viðbótar. Maðurinn játaði sök en konan hefur frá upphafi neitað að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar. Hún hafi einfaldlega talið sig vera í ferðalagi með manni sínum. Tók maðurinn undir með konu sinni. Ákæruvaldið taldi hins vegar frásögn þeirra ótrúverðuga og taldi ekki ganga upp að konan hafi ekki verið meðvituð um hvaða tilgangi förin til Íslands átti að þjóna.
Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30 Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27 Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05 Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Fíkniefni fyrir tæpan milljarð: Maðurinn játar en konan neitar áfram sök Parið er á 45. aldursári og kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september síðastliðinn. 17. desember 2015 14:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30
Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27
Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05
Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31
Fíkniefni fyrir tæpan milljarð: Maðurinn játar en konan neitar áfram sök Parið er á 45. aldursári og kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september síðastliðinn. 17. desember 2015 14:00