Halla vill að á Bessastöðum verði opinn umræðuvettvangur fyrir þjóðina Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2016 19:14 Halla Tómasdóttir sem býður sig fram til embættis forseta íslands vill að á Bessastöðum verði opinn umræðugrundvöllur um framtíðarmál þjóðarinnar. Hún muni setja sér vinnureglur um beitingu synjunarvalds forseta á lögum frá Alþingi. „Ég heiti Halla Tómasdóttir og ég hef tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands,“ þannig hóf Halla Tómasdóttir ávarp sitt til stuðningsmanna á heimili sínu í da, hundrað dögum áður en kosið verður til embættis forseta Íslands. Á sama degi og Kristján Eldjárn tilkynnti um framboð sitt árið 1968. Hvort það er táknrænt, skal ósagt látið. Halla Tómasdóttir kynnti framboð sitt á heimili sínu með Birni Skúlasyni eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra og stuðningsfólki í dag. Hún verður fjörtíu og átta ára í nóvember á þessu ári. Hún er rekstrarhagfræðingur og starfar í dag sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna, var annar stofnenda Auðar Capital og einn af stofnendum Mauraþúfunnar sem kom á Þjóðfundinum árið 2009.Hvers vegna ætti fólk að kjósa þig á Bessastaði? „Vegna þess að það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem heiðarleiki, hlýja, réttlæti og jafnrétti ráða för. Ég vil gera gagn og leiða okkur þangað,“ segir Halla. Þeir fimm einstaklingar sem gengt hafa embætti forseta hafa hver um sig sett sinn svip á embættið. Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrstur til að beita 26. grein stjórnarskrárinnar um að synja lögum staðfestingar og senda þau þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu.Munt þú beita henni? „Ég er hlynnt því að við hlustum á vilja þjóðarinnar og ég vil jafnvel ganga lengra en aðrir hafa gert í því. Auðvitað fylgi ég núverandi stjórnarskrá ef ég verð forseti en ég mun setja mér vinnureglur til að setja hluti í þjóðaratkvæðagreiðslu náist atkvæðamagn á bilinu 10 til 15% eins og nú er verið að ræða í breytingunum,“ segir forsetaframbjóðandinn. Þá vilji hún opna Bessastaði til að vera vettvangur umræðu um þau stóru mál sem varði þjóðina alla. „Horfa til þess að þarna sé farvegur fyrir vilja þjóðarinnar allrar. Það skipta allir máli á íslandi. Í dag eru svo mörg áríðandi mál sem þjóðin er að ræða. kannski oft með skammtíma hugsjónir að leiðarljósi. Þarna er hægt að horfa til lengri tíma og taka samtalið um hvers konar samfélagi við viljum búa í,“ segir Halla Tómasdóttir. Forsetakjör Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir býður sig fram Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. 17. mars 2016 06:00 Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Halla Tómasdóttir sem býður sig fram til embættis forseta íslands vill að á Bessastöðum verði opinn umræðugrundvöllur um framtíðarmál þjóðarinnar. Hún muni setja sér vinnureglur um beitingu synjunarvalds forseta á lögum frá Alþingi. „Ég heiti Halla Tómasdóttir og ég hef tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands,“ þannig hóf Halla Tómasdóttir ávarp sitt til stuðningsmanna á heimili sínu í da, hundrað dögum áður en kosið verður til embættis forseta Íslands. Á sama degi og Kristján Eldjárn tilkynnti um framboð sitt árið 1968. Hvort það er táknrænt, skal ósagt látið. Halla Tómasdóttir kynnti framboð sitt á heimili sínu með Birni Skúlasyni eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra og stuðningsfólki í dag. Hún verður fjörtíu og átta ára í nóvember á þessu ári. Hún er rekstrarhagfræðingur og starfar í dag sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna, var annar stofnenda Auðar Capital og einn af stofnendum Mauraþúfunnar sem kom á Þjóðfundinum árið 2009.Hvers vegna ætti fólk að kjósa þig á Bessastaði? „Vegna þess að það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem heiðarleiki, hlýja, réttlæti og jafnrétti ráða för. Ég vil gera gagn og leiða okkur þangað,“ segir Halla. Þeir fimm einstaklingar sem gengt hafa embætti forseta hafa hver um sig sett sinn svip á embættið. Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrstur til að beita 26. grein stjórnarskrárinnar um að synja lögum staðfestingar og senda þau þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu.Munt þú beita henni? „Ég er hlynnt því að við hlustum á vilja þjóðarinnar og ég vil jafnvel ganga lengra en aðrir hafa gert í því. Auðvitað fylgi ég núverandi stjórnarskrá ef ég verð forseti en ég mun setja mér vinnureglur til að setja hluti í þjóðaratkvæðagreiðslu náist atkvæðamagn á bilinu 10 til 15% eins og nú er verið að ræða í breytingunum,“ segir forsetaframbjóðandinn. Þá vilji hún opna Bessastaði til að vera vettvangur umræðu um þau stóru mál sem varði þjóðina alla. „Horfa til þess að þarna sé farvegur fyrir vilja þjóðarinnar allrar. Það skipta allir máli á íslandi. Í dag eru svo mörg áríðandi mál sem þjóðin er að ræða. kannski oft með skammtíma hugsjónir að leiðarljósi. Þarna er hægt að horfa til lengri tíma og taka samtalið um hvers konar samfélagi við viljum búa í,“ segir Halla Tómasdóttir.
Forsetakjör Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir býður sig fram Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. 17. mars 2016 06:00 Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Halla Tómasdóttir býður sig fram Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. 17. mars 2016 06:00
Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08