Bankasýslan segist hafa staðið faglega að verki í Borgunarmálinu ingvar haraldsson skrifar 17. mars 2016 14:04 Lárus Blöndal formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins. 365/ÞÞ „Af gefnu tilefni vill Bankasýsla ríkisins undirstrika að í samskiptum sínum við Landsbankann vegna Borgunarmálsins hefur hún staðið faglega að verki,“ segir í yfirlýsingu á vef Bankasýslu ríkisins.Fimm bankaráðsmenn Landsbankans, þar á meðal Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins lýstu því yfir í gær að þeir myndu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráðinu á aðalfundi Landsbankans sem fer fram 14. apríl.Í yfirlýsingu fimmmenninganna var fullyrt að Tryggvi hefði verið boðaður á fund Lárusar Blöndal, stjórnarformanns Bankasýslunnar og Jóns G. Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar fyrir helgi þar sem farið hefði verið fram á að Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans yrði sagt upp og Tryggvi og varaformaður bankaráðs vikju sæti. „Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum,“ sagði í yfirlýsingu bankaráðsmannanna.Lárus sagði við Vísi á mánudaginn að ekki verið skoðað hvort tilefni væri til að gera breytingar á bankaráðinu eða æðstu stjórnendum Landsbankans. „Stofnunin stendur við allar athugasemdir sínar og yfirlýsingar fyrirsvarsmanna hennar í fjölmiðlum vegna málsins,“ segir í yfirlýsingu Bankasýslunnar. Þá bíði Bankasýslan enn efnislegra svara við bréfi sem sent var bankaráði Landsbankans vegna Borgunarmálsins þar sem m.a. kom fram að Bankasýslan teldi allar skýringar Landsbankans fyrir því að selja hlut í Borgun ekki í opnu söluferli ófullnægjandi. Í kjölfar yfirlýsingar fimmmenninganna mun Bankasýslan nú formlega óska eftir tilnefningu valnefndar um nýja bankaráðsmenn og á næstu dögum auglýsa eftir einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. „Stefnt er að kosningu bankaráðsmanna á fyrirhuguðum aðalfundi Landsbankans sem haldinn verður þann 14. apríl,“ segir á vef bankasýslunnar. Borgunarmálið Tengdar fréttir Bankasýslan sagði uppsögn Steinþórs ekki til skoðunar Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans ekki sammála um hvort stofnunin hafi viljað segja upp bankastjóranum. 17. mars 2016 07:00 Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53 Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
„Af gefnu tilefni vill Bankasýsla ríkisins undirstrika að í samskiptum sínum við Landsbankann vegna Borgunarmálsins hefur hún staðið faglega að verki,“ segir í yfirlýsingu á vef Bankasýslu ríkisins.Fimm bankaráðsmenn Landsbankans, þar á meðal Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins lýstu því yfir í gær að þeir myndu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráðinu á aðalfundi Landsbankans sem fer fram 14. apríl.Í yfirlýsingu fimmmenninganna var fullyrt að Tryggvi hefði verið boðaður á fund Lárusar Blöndal, stjórnarformanns Bankasýslunnar og Jóns G. Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar fyrir helgi þar sem farið hefði verið fram á að Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans yrði sagt upp og Tryggvi og varaformaður bankaráðs vikju sæti. „Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum,“ sagði í yfirlýsingu bankaráðsmannanna.Lárus sagði við Vísi á mánudaginn að ekki verið skoðað hvort tilefni væri til að gera breytingar á bankaráðinu eða æðstu stjórnendum Landsbankans. „Stofnunin stendur við allar athugasemdir sínar og yfirlýsingar fyrirsvarsmanna hennar í fjölmiðlum vegna málsins,“ segir í yfirlýsingu Bankasýslunnar. Þá bíði Bankasýslan enn efnislegra svara við bréfi sem sent var bankaráði Landsbankans vegna Borgunarmálsins þar sem m.a. kom fram að Bankasýslan teldi allar skýringar Landsbankans fyrir því að selja hlut í Borgun ekki í opnu söluferli ófullnægjandi. Í kjölfar yfirlýsingar fimmmenninganna mun Bankasýslan nú formlega óska eftir tilnefningu valnefndar um nýja bankaráðsmenn og á næstu dögum auglýsa eftir einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. „Stefnt er að kosningu bankaráðsmanna á fyrirhuguðum aðalfundi Landsbankans sem haldinn verður þann 14. apríl,“ segir á vef bankasýslunnar.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Bankasýslan sagði uppsögn Steinþórs ekki til skoðunar Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans ekki sammála um hvort stofnunin hafi viljað segja upp bankastjóranum. 17. mars 2016 07:00 Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53 Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Bankasýslan sagði uppsögn Steinþórs ekki til skoðunar Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans ekki sammála um hvort stofnunin hafi viljað segja upp bankastjóranum. 17. mars 2016 07:00
Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53
Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12