Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Bjarki Ármannsson skrifar 16. mars 2016 21:45 Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum siðareglum þingmanna í samhengi við mál dagsins í dag. Vísir Siðareglur Alþingismanna voru samþykktar á þingi í dag. Reglurnar hafa verið í vinnslu frá því fljótlega eftir að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við árið 2009 en voru lagðar fram á síðasta þingi.Reglurnar eru í tuttugu liðum en í þeim er meðal annars kveðið á um að þingmenn skuli við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra. Skipti þá engu hvort hagsmunirnir séu tengdir fjölskyldu þeirra eða persónulegir, raunverulegir eða hugsanlegir. Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi, skuli hann upplýsa um þá. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vekur sérstaklega athygli á 8. grein reglnanna, sem kveður á um þetta, á Facebook-síðu sinni í dag. Gera má því skóna að Svandís sé með því að vísa til máls Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, sem var mikið rætt á þingi í dag."8. gr. Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða...Posted by Svandís Svavarsdóttir on 16. mars 2016Anna Sigurlaug, sem jafnan er kölluð Anna Stella, greindi frá því í ítarlegri færslu um fjármál sín í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem héldi utan um fjölskylduarf hennar. Hún segir félagið alfarið í hennar eigu og að það hafi greitt alla skatta á Íslandi en aldrei fjárfest þar.Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vekur sérstaklega athygli á 8. grein reglnanna á Facebook-síðu sinni í dag.Vísir/GVAGreint var frá því í dag að félagið væri á Bresku Jómfrúareyjum, þar sem stærsta eyjan er hin fræga Tortola, og að það hefði gert kröfur í alla föllnu bankana, alls um 500 milljónir. Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna og varaþingmaður flokksins, gerði málið að umræðuefni á Alþingi í dag. „Á meðan íslenskur almenningur, fjölskyldur og heimili, þurftu í gegnum hrunið og í kjölfar þess að berjast frá degi til dags til að halda heimili sínu gangandi innan gjaldeyrishafta og fallinnar krónu og reyna að standa í skilum með skuldbindingar sínar; voru forsætisráðherrahjónin að höndla með fjölskylduauðinn í erlendum skattaskjólum,“ sagði Björn Valur. „Á sama tíma og forsætisráðherrann krafðist þess ítrekað úr þessum ræðustól á síðasta kjörtímabili að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, hverjir kröfuhafarnir væru, hrægammarnir, þá var hann einn af þeim.“ Ummæli Björns Vals vöktu mikla gremju stjórnarþingmanna, innan jafnt sem utan þingsals.Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er einn þeirra sem gagnrýnt hefur Björn Val fyrir ummælin.Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, hefur prívat og persónulega tekið að sér að losa VG við þau 2,9% sem...Posted by Karl Garðarsson on 16. mars 2016Orðrétt segir í 8. grein siðareglnanna: „Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir. Leysa skal úr slíkum málum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá.“Anna Sigurlaug, sem jafnan er kölluð Anna Stella, greindi frá því í ítarlegri færslu um fjármál sín í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem héldi utan um fjölskylduarf hennar. Vísir/ValliFram hefur komið á Kjarnanum í dag að sá miðill hafi ítrekað beint fyrirspurnum til upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, eða fjölskyldur þeirra, ættu eignir erlendis. Forsætisráðuneytið neitaði að svara fyrirspurnunum. Anna Stella Pálsdóttir er með ríkustu konum landsins. Hún segir í Facebook-færslunni frá í gær umræðu um persónuleg mál sín og fjölskyldu sinnar í samhengi við störf forsætisráðherra byrjaða „enn og aftur.“ Hún segist því vilja hafa „staðreyndirnar réttar,“ vilji fólk ræða mál hennar á annað borð. Í lok færslunnar kallar hún eftir því að fólk gefi „Gróu á Leiti smá frí.“ Fjármál Önnu Stellu hafa ekki verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu en samkvæmt heimildum Vísis er færslan sett inn nú til að bregðast við umræðu um félagið sem komið hefur upp allra síðustu daga. Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Siðareglur Alþingismanna voru samþykktar á þingi í dag. Reglurnar hafa verið í vinnslu frá því fljótlega eftir að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við árið 2009 en voru lagðar fram á síðasta þingi.Reglurnar eru í tuttugu liðum en í þeim er meðal annars kveðið á um að þingmenn skuli við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra. Skipti þá engu hvort hagsmunirnir séu tengdir fjölskyldu þeirra eða persónulegir, raunverulegir eða hugsanlegir. Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi, skuli hann upplýsa um þá. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vekur sérstaklega athygli á 8. grein reglnanna, sem kveður á um þetta, á Facebook-síðu sinni í dag. Gera má því skóna að Svandís sé með því að vísa til máls Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, sem var mikið rætt á þingi í dag."8. gr. Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða...Posted by Svandís Svavarsdóttir on 16. mars 2016Anna Sigurlaug, sem jafnan er kölluð Anna Stella, greindi frá því í ítarlegri færslu um fjármál sín í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem héldi utan um fjölskylduarf hennar. Hún segir félagið alfarið í hennar eigu og að það hafi greitt alla skatta á Íslandi en aldrei fjárfest þar.Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vekur sérstaklega athygli á 8. grein reglnanna á Facebook-síðu sinni í dag.Vísir/GVAGreint var frá því í dag að félagið væri á Bresku Jómfrúareyjum, þar sem stærsta eyjan er hin fræga Tortola, og að það hefði gert kröfur í alla föllnu bankana, alls um 500 milljónir. Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna og varaþingmaður flokksins, gerði málið að umræðuefni á Alþingi í dag. „Á meðan íslenskur almenningur, fjölskyldur og heimili, þurftu í gegnum hrunið og í kjölfar þess að berjast frá degi til dags til að halda heimili sínu gangandi innan gjaldeyrishafta og fallinnar krónu og reyna að standa í skilum með skuldbindingar sínar; voru forsætisráðherrahjónin að höndla með fjölskylduauðinn í erlendum skattaskjólum,“ sagði Björn Valur. „Á sama tíma og forsætisráðherrann krafðist þess ítrekað úr þessum ræðustól á síðasta kjörtímabili að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, hverjir kröfuhafarnir væru, hrægammarnir, þá var hann einn af þeim.“ Ummæli Björns Vals vöktu mikla gremju stjórnarþingmanna, innan jafnt sem utan þingsals.Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er einn þeirra sem gagnrýnt hefur Björn Val fyrir ummælin.Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, hefur prívat og persónulega tekið að sér að losa VG við þau 2,9% sem...Posted by Karl Garðarsson on 16. mars 2016Orðrétt segir í 8. grein siðareglnanna: „Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir. Leysa skal úr slíkum málum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá.“Anna Sigurlaug, sem jafnan er kölluð Anna Stella, greindi frá því í ítarlegri færslu um fjármál sín í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem héldi utan um fjölskylduarf hennar. Vísir/ValliFram hefur komið á Kjarnanum í dag að sá miðill hafi ítrekað beint fyrirspurnum til upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, eða fjölskyldur þeirra, ættu eignir erlendis. Forsætisráðuneytið neitaði að svara fyrirspurnunum. Anna Stella Pálsdóttir er með ríkustu konum landsins. Hún segir í Facebook-færslunni frá í gær umræðu um persónuleg mál sín og fjölskyldu sinnar í samhengi við störf forsætisráðherra byrjaða „enn og aftur.“ Hún segist því vilja hafa „staðreyndirnar réttar,“ vilji fólk ræða mál hennar á annað borð. Í lok færslunnar kallar hún eftir því að fólk gefi „Gróu á Leiti smá frí.“ Fjármál Önnu Stellu hafa ekki verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu en samkvæmt heimildum Vísis er færslan sett inn nú til að bregðast við umræðu um félagið sem komið hefur upp allra síðustu daga.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48