Erlent

Hætta við kappræður eftir að Trump neitaði að mæta

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump eftir sigurinn í gærkvöldi.
Donald Trump eftir sigurinn í gærkvöldi. Vísir/Getty
Fréttastofa Fox hefur hætt við fyrirhugaðar kappræður Repúblikana sem fram áttu að fara þann 21. mars. Það var gert eftir að forsetaframbjóðandinn Donald Trump afboðaði komu sína. Í kjölfar þess sagðist John Kasich ekki heldur ætla að koma.

„Augljóslega þurfa þátttakendur að vera fleiri en einn,“ sagði Michael Clemente frá Fox í yfirlýsingu.

Trump mun þess í stað halda ræðu á ráðstefnu American Israel Public Affairs Committee. Hann segist hafa fengið að vita af kappræðunum fyrir skömmu síðan og hann hafi þegar verið búinn að segjast ætla að halda ræðuna.

Þar að auki væri búið að halda nógu margar kappræður.

„Hve oft er hægt að svara sömu spurningunni?“ sagði Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×