Bónusgreiðslur til landsliðsmanna enn óákveðnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2016 13:24 Geir Þorsteinsson segir að það liggi enn ekki fyrir með hvaða hætti bónusgreiðslum verði háttað til landsliðsmanna. Samsett mynd/Vísir/Getty Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að það sé enn til skoðunar með hvaða hætti árangurstengdum greiðslum verður háttað til leikmanna íslenska karlalandsliðsins í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu í sumar. „Sumu er lokið og sumu ekki,“ sagði Geir en samkvæmt heimildum Vísis er búið að semja um þá upphæð rennur til leikmanna fyrir að komast í lokakeppni EM. Geir vildi hins vegar ekki staðfesta það. „Þessu ferli er ekki að öllu leyti lokið en það er alveg ljóst að leikmenn munu fá afreksgreiðslur fyrir að taka þátt í lokakeppni,“ segir Geir enn fremur. Eins og kom fram á ársþingi KSÍ í síðasta mánuði mun KSÍ fá átta milljónir evra, jafnvirði 1120 milljóna íslenskra króna. Áætlaður kostnaður KSÍ af þátttöku Íslands á EM er 600 milljónir króna. Geir staðfesti að leikmenn muni einnig fá árangurstengdar greiðslur á mótinu í sumar en vildi ekki upplýsa hvernig slíkt afrekskerfi yrði byggt upp eða hvaða fjárhæðir væru í spilinu. „Þetta er enn til skoðunar,“ sagði Geir. Ísland er í F-riðli á EM í Frakklandi sem hefst 10. júní. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Portúgal í St. Etienne fjórum dögum síðar en Austurríki og Ungverjaland eru einnig í sama riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í 16-liða úrslitin og fjögur af þeim sex liðum sem hafna í þriðja sæti riðlanna. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að það sé enn til skoðunar með hvaða hætti árangurstengdum greiðslum verður háttað til leikmanna íslenska karlalandsliðsins í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu í sumar. „Sumu er lokið og sumu ekki,“ sagði Geir en samkvæmt heimildum Vísis er búið að semja um þá upphæð rennur til leikmanna fyrir að komast í lokakeppni EM. Geir vildi hins vegar ekki staðfesta það. „Þessu ferli er ekki að öllu leyti lokið en það er alveg ljóst að leikmenn munu fá afreksgreiðslur fyrir að taka þátt í lokakeppni,“ segir Geir enn fremur. Eins og kom fram á ársþingi KSÍ í síðasta mánuði mun KSÍ fá átta milljónir evra, jafnvirði 1120 milljóna íslenskra króna. Áætlaður kostnaður KSÍ af þátttöku Íslands á EM er 600 milljónir króna. Geir staðfesti að leikmenn muni einnig fá árangurstengdar greiðslur á mótinu í sumar en vildi ekki upplýsa hvernig slíkt afrekskerfi yrði byggt upp eða hvaða fjárhæðir væru í spilinu. „Þetta er enn til skoðunar,“ sagði Geir. Ísland er í F-riðli á EM í Frakklandi sem hefst 10. júní. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Portúgal í St. Etienne fjórum dögum síðar en Austurríki og Ungverjaland eru einnig í sama riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í 16-liða úrslitin og fjögur af þeim sex liðum sem hafna í þriðja sæti riðlanna.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira