Foreldrar tala frekar við börn um kynlíf en fjármál Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. mars 2016 10:00 Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Vísir/Vilhelm Stofnun um fjármálalæsi fer fyrir hópi stofnana og fyrirtækja sem standa fyrir viðburðum til að kynna alþjóðlega fjármálalæsisviku 2016. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin á Íslandi en yfir 100 lönd í öllum heimsálfum taka þátt í henni. Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, heldur utan um verkefnið hér á Íslandi. „Við náum til barnanna í gegnum skólana og svo erum við í samstarfi við BarnaRÚV um Tíkallinn sem eru tíu innslög um fjármál fyrir krakka. Þar er ýmislegt í hagkerfinu útskýrt fyrir krökkum, til dæmis hvernig bankar virka, hvað Seðlabankinn gerir og hvað verðbólga er. Svo eru samtök fjármálafyrirtækja með heimsóknir í skóla þar sem er verið að leggja áherslu á eflingu fjármálalæsis,“ segir Breki. Stofnun um fjármálalæsi var stofnuð 2005 og er því rúmlega tíu ára. „Til að byrja með var orðið fjármálalæsi ekki til í íslenskri tungu. Ég gerði rannsókn á fjármálalæsi framhaldsskólanema og líklega var það notað í fyrsta skipti þá. Ég þurfti alltaf að útskýra hvað það þýddi og meira að segja útskýra af hverju það þurfti að efla fjármálalæsi.“ Breki minnir á að Íslendingar töldu sig á árinu 2005 ekki þurfa að læra neitt um fjármál. „Við vorum á leiðinni að verða fjármálamiðstöð alheimsins. Síðan breyttist það. Snemma árs 2008 var ég beðinn um að gera rannsókn á fjármálalæsi Íslendinga fyrir menntamálaráðuneytið,“ segir Breki. Síðan þá hefur hann gert rannsóknir á þriggja ára fresti. Breki hefur meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að það eru tengsl milli viðhorfa og hegðunar, fremur en milli þekkingar og hegðunar. „Leiðin til að bæta hegðun fólks í fjármálum er að bæta viðhorfið,“ segir Breki. Hann vill breyta viðhorfum fólks varðandi fjármálalæsi með herferð og minnist smokkaherferðar sem farið var í á níunda áratugnum. „Allt í einu var það gert töff að nota getnaðarvarnir. Hið sama var gert með reykingar. Það náðist mikill árangur í forvarnarstarfi þegar menn fóru að beina sjónum að viðhorfum um að það væri ekki töff að reykja,“ segir Breki og vill svipað átak tengt fjármálalæsi. „Vel á minnst, smokkanotkun. Þá sýna mínar rannsóknir fram á að 2/3 foreldra tala við börnin sín um kynlíf en einungis þriðjungur talar við þau um fjármál,“ segir Breki og telur að þarna þurfi að bæta úr. Breki er viðskiptafræðingur að mennt, lærði fyrst í Háskólanum í Reykjavík en tók síðar framhaldsnám í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Hann lætur vel af dvölinni í Kaupmannahöfn. „Þetta er frábær staður og ég fór út með fjölskylduna. Við vorum með tvö börn á þeim tíma. Það var skemmtilegur tími og okkur leið svo vel að við ákváðum að skella í þriðja barnið. Það er frábært að vera í Kaupmannahöfn með fjölskyldu,“ segir Breki. Frítímann nýtir Breki við lestur og er virkur félagi í lestrarklúbbnum Krumma. „Ég stunda líka snjóbretti af mikilli hörku,“ segir Breki en bætir því við að hann sé nýbúinn að detta illilega og enn að ná sér eftir það. Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Stofnun um fjármálalæsi fer fyrir hópi stofnana og fyrirtækja sem standa fyrir viðburðum til að kynna alþjóðlega fjármálalæsisviku 2016. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin á Íslandi en yfir 100 lönd í öllum heimsálfum taka þátt í henni. Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, heldur utan um verkefnið hér á Íslandi. „Við náum til barnanna í gegnum skólana og svo erum við í samstarfi við BarnaRÚV um Tíkallinn sem eru tíu innslög um fjármál fyrir krakka. Þar er ýmislegt í hagkerfinu útskýrt fyrir krökkum, til dæmis hvernig bankar virka, hvað Seðlabankinn gerir og hvað verðbólga er. Svo eru samtök fjármálafyrirtækja með heimsóknir í skóla þar sem er verið að leggja áherslu á eflingu fjármálalæsis,“ segir Breki. Stofnun um fjármálalæsi var stofnuð 2005 og er því rúmlega tíu ára. „Til að byrja með var orðið fjármálalæsi ekki til í íslenskri tungu. Ég gerði rannsókn á fjármálalæsi framhaldsskólanema og líklega var það notað í fyrsta skipti þá. Ég þurfti alltaf að útskýra hvað það þýddi og meira að segja útskýra af hverju það þurfti að efla fjármálalæsi.“ Breki minnir á að Íslendingar töldu sig á árinu 2005 ekki þurfa að læra neitt um fjármál. „Við vorum á leiðinni að verða fjármálamiðstöð alheimsins. Síðan breyttist það. Snemma árs 2008 var ég beðinn um að gera rannsókn á fjármálalæsi Íslendinga fyrir menntamálaráðuneytið,“ segir Breki. Síðan þá hefur hann gert rannsóknir á þriggja ára fresti. Breki hefur meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að það eru tengsl milli viðhorfa og hegðunar, fremur en milli þekkingar og hegðunar. „Leiðin til að bæta hegðun fólks í fjármálum er að bæta viðhorfið,“ segir Breki. Hann vill breyta viðhorfum fólks varðandi fjármálalæsi með herferð og minnist smokkaherferðar sem farið var í á níunda áratugnum. „Allt í einu var það gert töff að nota getnaðarvarnir. Hið sama var gert með reykingar. Það náðist mikill árangur í forvarnarstarfi þegar menn fóru að beina sjónum að viðhorfum um að það væri ekki töff að reykja,“ segir Breki og vill svipað átak tengt fjármálalæsi. „Vel á minnst, smokkanotkun. Þá sýna mínar rannsóknir fram á að 2/3 foreldra tala við börnin sín um kynlíf en einungis þriðjungur talar við þau um fjármál,“ segir Breki og telur að þarna þurfi að bæta úr. Breki er viðskiptafræðingur að mennt, lærði fyrst í Háskólanum í Reykjavík en tók síðar framhaldsnám í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Hann lætur vel af dvölinni í Kaupmannahöfn. „Þetta er frábær staður og ég fór út með fjölskylduna. Við vorum með tvö börn á þeim tíma. Það var skemmtilegur tími og okkur leið svo vel að við ákváðum að skella í þriðja barnið. Það er frábært að vera í Kaupmannahöfn með fjölskyldu,“ segir Breki. Frítímann nýtir Breki við lestur og er virkur félagi í lestrarklúbbnum Krumma. „Ég stunda líka snjóbretti af mikilli hörku,“ segir Breki en bætir því við að hann sé nýbúinn að detta illilega og enn að ná sér eftir það.
Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent