Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. mars 2016 11:00 Stefán Haukur Tryggvason er framkvæmdastjóri matvælavinnsluvélafyrirtækisins Martaks. Fyrirtækið leitar nú fanga á stærri mörkuðum og þróar tækni til að nýta betur hráefni og spara bæði vatn og orku. Matvælavinnsluvélafyrirtækið Martak stefnir á stórsókn utan landsteinanna. „Við ætlum að efla fyrirtækið til muna á næstu þremur árum og leitum nú allra leiða til að fá til okkar öflugt starfsfólk. Markaðurinn kallar á lausnir sem við erum með,“ segir Stefán Haukur Tryggvason, framkvæmdastjóri Martaks. Stefán Haukur segir að efla þurfi bæði tæknideild og framleiðslu og leggja í framhaldinu aukna áherslu á sölu og markaðssetningu. Til lengri tíma setji menn sér engar skorður varðandi mögulegan vöxt. „En við stefnum á tvö til þreföldun á veltu fyrirtækisins innan þriggja til fjögurra ára. Það er markmiðið. Tækifærin í þessum geira eru óþrjótandi, verkefnin eru mörg sem eftir er að leysa og fjöldi þátta sem við getum nýtt úr kaldsjávarrækjunni yfir í heitsjávarrækjuna.“Ný pillunarvél á leið á markaðStöðu fyrirtækisins hefur verið líkt við þá sem Marel var í áður en kom að útrás og vexti. Fyrirtækið hafi byggt upp þekkingu og tækni í þjónustu við kröfuharðan heimamarkað og nú sé færi á að sækja fram. „Við erum bara tvö fyrirtæki í heiminum sem bjóðum upp á heildarlausnir í rækjuiðnaði,“ segir Stefán Haukur, þótt Martak sé lítið miðað við keppinautinn, sem sé um fimmtán hundruð manna fyrirtæki. Fyrirtækið sjái þó íslenska rækjuiðnaðinum alveg fyrir tækjum til pillunar á rækju. Þá sýni prófanir á nýrri pillunarvél, sem ekki hafi verið endurhönnuð í nærri 60 ár og Martak sé við að setja á markað, að hún eyði allt að 58 prósent minna rafmagni en eldri vélar. „Svo gerum við ráð fyrir að hún minnki vatnsnotkun um allt að 20 prósent.“ Martak starfar að langstærstum hluta á markaði fyrir kaldsjávarrækju, en Stefán segir sóknarfæri mikil þegar horft sé til heitsjávarrækju líka. „Kaldsjávariðnaðurinn er í kring um 650 þúsund tonn á móti eldis- og heitsjávarrækjunni sem eru í kring um 7,4 milljónir tonna. Svo er það sem menn átta sig ekki á, að rækja er tuttugu prósent af öllu sjávarfangi á alþjóðamarkaði. Það er ótrúlegt magn.“ Risaverkefni í Sádi-Arabíu Stefán Haukur segir ríka áherslu lagða á rækjuna og þar ætli fyrirtækið sér að vera í fararbroddi. „Þetta er auðvitað mikil þróunarvinna, sem er afar kostnaðarsöm, en ef þú ætlar að vera með þá þarftu að vera tilbúinn til að fjárfesta í þróunarvinnunni.“ Hraður vöxtur kostar líka peninga, en Stefán Haukur telur fyrirtækið nú þannig statt að vel verði undir því staðið. Verkefnastaða sé mjög góð og svo hafi nýlega verið samið við Matís um samstarf til að auka þekkingu við vinnslu sjávarafurða, svo sem við nýtingu hráefnis sem til fellur og við að draga úr orku og vatnsþörf, sem hjálpi fyrirtækinu. „Þeir munu hjálpa okkur að finna aukið fjármagn í þessa þróunarvinnu.“ Þar fyrir utan vinni fyrirtækið með styrkjakerfinu í Kanada og eigi í samstarfi við stærstu fyrirtækin í geiranum, svo sem Clearwater, Barry Group og Quinlan Brothers. Af ellefu rækjuverksmiðjum sem eru í Kanada þjónustar Martak níu. Um leið er ekki alveg hlaupið að því að útvíkka starfsemina, því vinnsla heitsjávarrækju er um margt ólík kaldsjávarrækjunni. „Eldisrækjan er venjulega afgreidd í skelinni að hluta,“ segir Stefán Haukur. Fyrirtækið sé hins vegar að feta þessa slóð og vinni, í samstarfi við danskt fyrirtæki, að mjög stóru verkefni í Sádi-Arabíu þar sem verið sé að setja upp nýtt eldi sem með fullum afköstum eigi að geta unnið 30 tonn af rækju á klukkutíma. „Við erum einmitt búin að skila tillögum að fyrsta hluta, tveimur línum af sex.“ Vinnslan sé hins vegar öðruvísi, allt hráefni berist í körum og sé pakkað í kassa sem kalli á sérstök þvottakerfi. „Við sjáum um alla innmötun, flokkun og pökkun á afurðinni í þessu verkefni en danska fyrirtækið Semi Staal sér um allan þvott á körum og kössum.“Tvö tonn af próteini á tímannÞá séu aðstæður víða þannig í heiminum að vatn sé af skornum skammti og þar þurfi lausnir sem ekki endilega sé kallað eftir hér heima. Þarna séu um leið sóknarfæri í að nýta efni sem annars hverfi með skolvatninu. „Rækjuiðnaður notar mikið vatn, venjuleg rækjuverksmiðja, með kannski átta pillunarvélar, notar núna á bilinu 130 til 150 tonn af vatni á klukkustund.“ Fyrirtækið vinni hörðum höndum að gerð hreinsibúnaðar sem líka hreinsi prótein úr vatninu. Rannsókn, sem gerð hafi verið með háskólanum á Keili í fyrra, bendi til að ná megi allt að tveimur prósentum af próteinmassa úr frárennslisvatninu frá rækjuvinnslunni. „Það þýðir eitt og hálft til tvö tonn af próteinmassa á klukkutíma.“ Magnið er töluvert, en yrði komið slíkum búnaði á allar verksmiðjur sem Martak þjónustar í Kandada yrðu þar til um 360 tonn af próteinmassa á dag. Slíkt magn þýði að finna verði því markað, en efnið segir Stefán Haukur að geti nýst víða. „Þetta er hægt að nýta beint inn í matvælavinnslur, inn í heilsuiðnaðinn, lyfjaiðnað, fæðubótarefni og þar fram eftir götunum.“ Stefán Haukur segir þegar hafið markvisst starf í átt að útvíkkun á starfsemi fyrirtækisins, en það tók meðal annars þátt í nýafstaðinni sjávarútvegssýningu í Boston í Bandaríkjunum, 6. til 8. mars. „Þar hittum við eiginlega alla okkar viðskiptavini og funduðum sérstaklega með Bandaríkjamönnum og Kanadamönnum, auk funda til að koma af stað verkefnum í fiskinum í Kanada,“ segir hann, en þeir séu nú að fara af stað í fiskveiðar á ný eftir 28 ára hlé. „Og erum nú þegar komnir með samninga við stærstu kanadísku fyrirtækin um þróun og hönnun á nýjum fiskvinnslum í Kanada.“ Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Matvælavinnsluvélafyrirtækið Martak stefnir á stórsókn utan landsteinanna. „Við ætlum að efla fyrirtækið til muna á næstu þremur árum og leitum nú allra leiða til að fá til okkar öflugt starfsfólk. Markaðurinn kallar á lausnir sem við erum með,“ segir Stefán Haukur Tryggvason, framkvæmdastjóri Martaks. Stefán Haukur segir að efla þurfi bæði tæknideild og framleiðslu og leggja í framhaldinu aukna áherslu á sölu og markaðssetningu. Til lengri tíma setji menn sér engar skorður varðandi mögulegan vöxt. „En við stefnum á tvö til þreföldun á veltu fyrirtækisins innan þriggja til fjögurra ára. Það er markmiðið. Tækifærin í þessum geira eru óþrjótandi, verkefnin eru mörg sem eftir er að leysa og fjöldi þátta sem við getum nýtt úr kaldsjávarrækjunni yfir í heitsjávarrækjuna.“Ný pillunarvél á leið á markaðStöðu fyrirtækisins hefur verið líkt við þá sem Marel var í áður en kom að útrás og vexti. Fyrirtækið hafi byggt upp þekkingu og tækni í þjónustu við kröfuharðan heimamarkað og nú sé færi á að sækja fram. „Við erum bara tvö fyrirtæki í heiminum sem bjóðum upp á heildarlausnir í rækjuiðnaði,“ segir Stefán Haukur, þótt Martak sé lítið miðað við keppinautinn, sem sé um fimmtán hundruð manna fyrirtæki. Fyrirtækið sjái þó íslenska rækjuiðnaðinum alveg fyrir tækjum til pillunar á rækju. Þá sýni prófanir á nýrri pillunarvél, sem ekki hafi verið endurhönnuð í nærri 60 ár og Martak sé við að setja á markað, að hún eyði allt að 58 prósent minna rafmagni en eldri vélar. „Svo gerum við ráð fyrir að hún minnki vatnsnotkun um allt að 20 prósent.“ Martak starfar að langstærstum hluta á markaði fyrir kaldsjávarrækju, en Stefán segir sóknarfæri mikil þegar horft sé til heitsjávarrækju líka. „Kaldsjávariðnaðurinn er í kring um 650 þúsund tonn á móti eldis- og heitsjávarrækjunni sem eru í kring um 7,4 milljónir tonna. Svo er það sem menn átta sig ekki á, að rækja er tuttugu prósent af öllu sjávarfangi á alþjóðamarkaði. Það er ótrúlegt magn.“ Risaverkefni í Sádi-Arabíu Stefán Haukur segir ríka áherslu lagða á rækjuna og þar ætli fyrirtækið sér að vera í fararbroddi. „Þetta er auðvitað mikil þróunarvinna, sem er afar kostnaðarsöm, en ef þú ætlar að vera með þá þarftu að vera tilbúinn til að fjárfesta í þróunarvinnunni.“ Hraður vöxtur kostar líka peninga, en Stefán Haukur telur fyrirtækið nú þannig statt að vel verði undir því staðið. Verkefnastaða sé mjög góð og svo hafi nýlega verið samið við Matís um samstarf til að auka þekkingu við vinnslu sjávarafurða, svo sem við nýtingu hráefnis sem til fellur og við að draga úr orku og vatnsþörf, sem hjálpi fyrirtækinu. „Þeir munu hjálpa okkur að finna aukið fjármagn í þessa þróunarvinnu.“ Þar fyrir utan vinni fyrirtækið með styrkjakerfinu í Kanada og eigi í samstarfi við stærstu fyrirtækin í geiranum, svo sem Clearwater, Barry Group og Quinlan Brothers. Af ellefu rækjuverksmiðjum sem eru í Kanada þjónustar Martak níu. Um leið er ekki alveg hlaupið að því að útvíkka starfsemina, því vinnsla heitsjávarrækju er um margt ólík kaldsjávarrækjunni. „Eldisrækjan er venjulega afgreidd í skelinni að hluta,“ segir Stefán Haukur. Fyrirtækið sé hins vegar að feta þessa slóð og vinni, í samstarfi við danskt fyrirtæki, að mjög stóru verkefni í Sádi-Arabíu þar sem verið sé að setja upp nýtt eldi sem með fullum afköstum eigi að geta unnið 30 tonn af rækju á klukkutíma. „Við erum einmitt búin að skila tillögum að fyrsta hluta, tveimur línum af sex.“ Vinnslan sé hins vegar öðruvísi, allt hráefni berist í körum og sé pakkað í kassa sem kalli á sérstök þvottakerfi. „Við sjáum um alla innmötun, flokkun og pökkun á afurðinni í þessu verkefni en danska fyrirtækið Semi Staal sér um allan þvott á körum og kössum.“Tvö tonn af próteini á tímannÞá séu aðstæður víða þannig í heiminum að vatn sé af skornum skammti og þar þurfi lausnir sem ekki endilega sé kallað eftir hér heima. Þarna séu um leið sóknarfæri í að nýta efni sem annars hverfi með skolvatninu. „Rækjuiðnaður notar mikið vatn, venjuleg rækjuverksmiðja, með kannski átta pillunarvélar, notar núna á bilinu 130 til 150 tonn af vatni á klukkustund.“ Fyrirtækið vinni hörðum höndum að gerð hreinsibúnaðar sem líka hreinsi prótein úr vatninu. Rannsókn, sem gerð hafi verið með háskólanum á Keili í fyrra, bendi til að ná megi allt að tveimur prósentum af próteinmassa úr frárennslisvatninu frá rækjuvinnslunni. „Það þýðir eitt og hálft til tvö tonn af próteinmassa á klukkutíma.“ Magnið er töluvert, en yrði komið slíkum búnaði á allar verksmiðjur sem Martak þjónustar í Kandada yrðu þar til um 360 tonn af próteinmassa á dag. Slíkt magn þýði að finna verði því markað, en efnið segir Stefán Haukur að geti nýst víða. „Þetta er hægt að nýta beint inn í matvælavinnslur, inn í heilsuiðnaðinn, lyfjaiðnað, fæðubótarefni og þar fram eftir götunum.“ Stefán Haukur segir þegar hafið markvisst starf í átt að útvíkkun á starfsemi fyrirtækisins, en það tók meðal annars þátt í nýafstaðinni sjávarútvegssýningu í Boston í Bandaríkjunum, 6. til 8. mars. „Þar hittum við eiginlega alla okkar viðskiptavini og funduðum sérstaklega með Bandaríkjamönnum og Kanadamönnum, auk funda til að koma af stað verkefnum í fiskinum í Kanada,“ segir hann, en þeir séu nú að fara af stað í fiskveiðar á ný eftir 28 ára hlé. „Og erum nú þegar komnir með samninga við stærstu kanadísku fyrirtækin um þróun og hönnun á nýjum fiskvinnslum í Kanada.“
Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent