Afkoma íslenskra knattspyrnuliða versnar Ingvar Haraldsson skrifar 16. mars 2016 11:00 Stjarnan mætti skoska stórveldinu Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðasta sumar. Þátttaka íslensku liðanna í Evrópukeppni getur verið afar ábatasöm. Vísir/Andri Marinó Afkoma knattspyrnuliða sem spiluðu í tveimur efstu deildum á Íslandi árið 2015 versnaði milli ára. Í þinggerð ársþings KSÍ kemur fram að afkoma liðanna 24 hafi verið neikvæð um 53 milljónir króna árið 2014 miðað við jákvæða afkomu um 65 milljónir árið 2013. „Þetta er þróun til þess að hafa áhyggjur af,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í ávarpi sínu á þinginu. Heildartekjur félaganna jukust um 60 milljónir króna og voru tæplega 2,6 milljarðar króna. Heildarútgjöld félaganna hækkuðu á móti um 130 milljónir króna á milli ára og voru alls 2,65 milljarðar króna. Þá kemur fram að KSÍ eigi von á að fá um átta milljónir evra, um 1,1 milljarð króna, frá Knattspyrnusambandi Evrópu, vegna þátttöku karlalandsliðsins í Evrópumótinu í knattspyrnu. Rekstraráætlun KSÍ gerir ráð fyrir rúmlega 600 milljóna hagnaði á þessu ári. Af því eiga um 300 milljónir króna að renna til aðildarfélaga KSÍ en ekki liggur fyrir með hvaða hætti greiðslunni verður skipt milli félaganna. Auk þess hækkar barna- og unglingastyrkur um þrjátíu prósent og styrkur vegna leyfiskerfis hækkar um fimmtán prósent. Fyrir leyfisferli ársins 2014 fyrir tvær efstu deildirnar voru teknar upp viðmiðunarreglur um jákvæða eiginfjárstöðu og að heildarskuldir og skuldbindingar væru ekki hærri en 50% af meðaltali rekstrartekna undanfarinna þriggja ára. Af þeim tólf félögum sem léku í efstu deild karla árið 2015 stóðust sjö þessar kröfur, tvö stóðust hvoruga kröfuna, tvö ekki kröfu um hámarksskuldabyrði og eitt ekki kröfuna um jákvætt eigið fé. Af tólf félögum sem léku í fyrstu deild í fyrra stóðust sex kröfurnar, tvö stóðust hvoruga kröfuna en fjögur ekki kröfuna um jákvætt eigið fé. Heildarskuldir félaganna 24 í árslok 2014 voru um 500 milljónir króna og hækkuðu um fjörutíu milljónir króna á milli ára. Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Afkoma knattspyrnuliða sem spiluðu í tveimur efstu deildum á Íslandi árið 2015 versnaði milli ára. Í þinggerð ársþings KSÍ kemur fram að afkoma liðanna 24 hafi verið neikvæð um 53 milljónir króna árið 2014 miðað við jákvæða afkomu um 65 milljónir árið 2013. „Þetta er þróun til þess að hafa áhyggjur af,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í ávarpi sínu á þinginu. Heildartekjur félaganna jukust um 60 milljónir króna og voru tæplega 2,6 milljarðar króna. Heildarútgjöld félaganna hækkuðu á móti um 130 milljónir króna á milli ára og voru alls 2,65 milljarðar króna. Þá kemur fram að KSÍ eigi von á að fá um átta milljónir evra, um 1,1 milljarð króna, frá Knattspyrnusambandi Evrópu, vegna þátttöku karlalandsliðsins í Evrópumótinu í knattspyrnu. Rekstraráætlun KSÍ gerir ráð fyrir rúmlega 600 milljóna hagnaði á þessu ári. Af því eiga um 300 milljónir króna að renna til aðildarfélaga KSÍ en ekki liggur fyrir með hvaða hætti greiðslunni verður skipt milli félaganna. Auk þess hækkar barna- og unglingastyrkur um þrjátíu prósent og styrkur vegna leyfiskerfis hækkar um fimmtán prósent. Fyrir leyfisferli ársins 2014 fyrir tvær efstu deildirnar voru teknar upp viðmiðunarreglur um jákvæða eiginfjárstöðu og að heildarskuldir og skuldbindingar væru ekki hærri en 50% af meðaltali rekstrartekna undanfarinna þriggja ára. Af þeim tólf félögum sem léku í efstu deild karla árið 2015 stóðust sjö þessar kröfur, tvö stóðust hvoruga kröfuna, tvö ekki kröfu um hámarksskuldabyrði og eitt ekki kröfuna um jákvætt eigið fé. Af tólf félögum sem léku í fyrstu deild í fyrra stóðust sex kröfurnar, tvö stóðust hvoruga kröfuna en fjögur ekki kröfuna um jákvætt eigið fé. Heildarskuldir félaganna 24 í árslok 2014 voru um 500 milljónir króna og hækkuðu um fjörutíu milljónir króna á milli ára.
Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent