Treystir að Landsbankinn grípi ráðstafana til að auka traust á bankanum Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2016 12:56 Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins treystir því að yfirstjórn Landsbankans kynni aðgerðir til að byggja upp traust á bankanum á nýjan leik fyrir aðalfund hans um miðjan næsta mánuð. Aðferðir við sölu bankans á hlutum í Borgun og Valitor hafi skaðað ímynd bankans. Bankasýsla ríkisins fer með hlut þess í fjármálastofnunum. Á föstudag sendi hún yfirstjórn Landsbankans bréf þar sem segir: Bankasýslan telji rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetiðþrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir hana ekki ánægða með stöðu mála. Fara hefði átt með söluna á hlutabréfum bankans í Borgun og Valitor í opið ferli en ekki lokað eins og gert hafi verið. Bankasýslan sé ekki ein um þessa skoðun þar sem bankaráð Landsbankans og stjórnendur hafi komist að sömu niðurstöðu eftir söluna og breytt reglum sínum. „En hins vegar hefur þetta valdiðákveðnum skaða. Það er að segja þessi neikvæða umræða sem verið hefur, sérstaklega núna undanfarnar vikur, hefur auðvitað gert það að verkum aðþaðþarf að grípa til einhverra ráðstafana til að byggja upp aftur traust. Það er það sem viðóskum eftir að bankaráðið geri tillögur um,“ segir Lárus. Aðalfundur Landsbankans fer fram hinn 14. apríl. Á heimasíðu bankans segir í yfirlýsingu frá stjórn hans að gert sé ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á hlutabréfunum í Borgun innan fárra daga. Bankaráðið muni svara Bankasýslunni innan þess frests sem tilgreindur sé og birta svarið opinberlega. Þá verði fjallað um málið á aðalfundi bankans. Liggur það í orðanna hljóðan að bankaráðið þurfi að hugsa sína stöðu, sem og bankastjórinn? „Það fylgja þessu engar frekari útskýringar. Við erum bara að óska eftir að til þessa verði horft. Við teljum að það sé nauðsynlegt, sérstaklega vegna þess að bankinn er í söluferli, hvort sem gengur hraðar eða hægar en áætlað var; að þá skiptir miklu máli að tryggja traust til bankans og trúverðugleika hans,“ segir Lárus. Bankasýslan hefur heimild frá Alþingi til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum á þessu ári en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að áður en til sölunnar komi þurfi Landsbankinn að endurheimta traust. „Það er auðvitað ljóst að bæði þetta mál og líka pólitíkin í landinu hefur örugglega áhrif. Það styttist í kosningar og það er kannski annarra en Bankasýslunnar að meta það hvort það sé pólitískur vilji til að ráðast í þessa sölu að svo stöddu,“ segir Lárus Pálsson stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Borgunarmálið Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins treystir því að yfirstjórn Landsbankans kynni aðgerðir til að byggja upp traust á bankanum á nýjan leik fyrir aðalfund hans um miðjan næsta mánuð. Aðferðir við sölu bankans á hlutum í Borgun og Valitor hafi skaðað ímynd bankans. Bankasýsla ríkisins fer með hlut þess í fjármálastofnunum. Á föstudag sendi hún yfirstjórn Landsbankans bréf þar sem segir: Bankasýslan telji rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetiðþrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir hana ekki ánægða með stöðu mála. Fara hefði átt með söluna á hlutabréfum bankans í Borgun og Valitor í opið ferli en ekki lokað eins og gert hafi verið. Bankasýslan sé ekki ein um þessa skoðun þar sem bankaráð Landsbankans og stjórnendur hafi komist að sömu niðurstöðu eftir söluna og breytt reglum sínum. „En hins vegar hefur þetta valdiðákveðnum skaða. Það er að segja þessi neikvæða umræða sem verið hefur, sérstaklega núna undanfarnar vikur, hefur auðvitað gert það að verkum aðþaðþarf að grípa til einhverra ráðstafana til að byggja upp aftur traust. Það er það sem viðóskum eftir að bankaráðið geri tillögur um,“ segir Lárus. Aðalfundur Landsbankans fer fram hinn 14. apríl. Á heimasíðu bankans segir í yfirlýsingu frá stjórn hans að gert sé ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á hlutabréfunum í Borgun innan fárra daga. Bankaráðið muni svara Bankasýslunni innan þess frests sem tilgreindur sé og birta svarið opinberlega. Þá verði fjallað um málið á aðalfundi bankans. Liggur það í orðanna hljóðan að bankaráðið þurfi að hugsa sína stöðu, sem og bankastjórinn? „Það fylgja þessu engar frekari útskýringar. Við erum bara að óska eftir að til þessa verði horft. Við teljum að það sé nauðsynlegt, sérstaklega vegna þess að bankinn er í söluferli, hvort sem gengur hraðar eða hægar en áætlað var; að þá skiptir miklu máli að tryggja traust til bankans og trúverðugleika hans,“ segir Lárus. Bankasýslan hefur heimild frá Alþingi til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum á þessu ári en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að áður en til sölunnar komi þurfi Landsbankinn að endurheimta traust. „Það er auðvitað ljóst að bæði þetta mál og líka pólitíkin í landinu hefur örugglega áhrif. Það styttist í kosningar og það er kannski annarra en Bankasýslunnar að meta það hvort það sé pólitískur vilji til að ráðast í þessa sölu að svo stöddu,“ segir Lárus Pálsson stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Borgunarmálið Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira