„Líta allir á Sharapovu sem svindlara“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2016 15:30 Franska tenniskonan Kristina Mladenovic hefur ekki mikið álit á Maria Sharapovu miðað við ummæli sem birtust í breska blaðinu Le Parisien í dag. Sharapova greindi frá því í síðustu viku að hún hefði fallið á lyfjaprófi og viðurkenndi um leið að það hefði verið vegna notkun hennar á meldóníum, lyfi sem var bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, um áramótin. Sjá einnig: Hvað er meldóníum? Sharapova hélt því fram að hún hefði notað meldóníum af heilsufarsástæðum og samkvæmt læknisráði undanfarinn áratug. Mladenovic gaf lítið fyrir þær skýringar. „Það segja allir leikmenn [á atvinnumannatúrnum í tennis] að hún sé svindlari,“ sagði hún. „Maður efast um allt núna og hvort að hún eigi skilið allt það sem hún hefur unnið hingað til. Það er skelfilegt en það er gott að þetta er orðið opinbert.“ „Hvað mig varðar þá hef ég tífalt meiri áhyggjur ef ég fæ mér verkjalyf. Hún hefur verið að taka þessi lyf í tíu ár og þetta er alvöru lyf. Hún hefur leikið sér að reglunum og hugsað með sér að fyrst þetta er ekki bannað þá getur hún tekið þetta.“ Sjá einnig: Var Sharapova með kransæðasjúkdóm? „Það þykja mér mikil vonbrigði. Ég er ekki hrifin af því hugarfari að maður eigi að ná sem bestum árangri með því að fara í kringum reglurnar.“ „Hún getur sett þetta fram hvernig sem hún vill og fundið sér góðan lögfræðing. En í grunninn hafði hún rangt við. Hún hefur engar afsakanir fyrir hegðun sinni.“ Mladenovic bætti enn frekar í gagnrýni sína með því að segja að Sharapova væri almennt ekki vel liðin af öðrum tennisspilurum og að hún hefði lítinn áhuga haft af því að eiga samskipti við aðra leikmenn. Sjá einnig: Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Sharapova var sett í tímabundið bann núna um helgina og á von á þungri refsingu, allt frá sex mánaða til fjögurra ára keppnisbanns. Lyfjamisferli Rússa Tennis Tengdar fréttir „Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“ Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það. 9. mars 2016 08:44 Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00 „Íþróttamenn munu deyja vegna bannsins“ Maðurinn sem fann upp á lyfinu meldóníum segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar að banna það. 10. mars 2016 09:45 Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30 Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Tenniskonan Maria Sharapova segir í langri færslu á Facebook að hún ætli sér að koma til baka og sterkari en aldrei fyrr. 12. mars 2016 11:30 Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu Andy Murray segir ekkert annað koma til greina en að Maria Sharapova taki þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. 11. mars 2016 10:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Franska tenniskonan Kristina Mladenovic hefur ekki mikið álit á Maria Sharapovu miðað við ummæli sem birtust í breska blaðinu Le Parisien í dag. Sharapova greindi frá því í síðustu viku að hún hefði fallið á lyfjaprófi og viðurkenndi um leið að það hefði verið vegna notkun hennar á meldóníum, lyfi sem var bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, um áramótin. Sjá einnig: Hvað er meldóníum? Sharapova hélt því fram að hún hefði notað meldóníum af heilsufarsástæðum og samkvæmt læknisráði undanfarinn áratug. Mladenovic gaf lítið fyrir þær skýringar. „Það segja allir leikmenn [á atvinnumannatúrnum í tennis] að hún sé svindlari,“ sagði hún. „Maður efast um allt núna og hvort að hún eigi skilið allt það sem hún hefur unnið hingað til. Það er skelfilegt en það er gott að þetta er orðið opinbert.“ „Hvað mig varðar þá hef ég tífalt meiri áhyggjur ef ég fæ mér verkjalyf. Hún hefur verið að taka þessi lyf í tíu ár og þetta er alvöru lyf. Hún hefur leikið sér að reglunum og hugsað með sér að fyrst þetta er ekki bannað þá getur hún tekið þetta.“ Sjá einnig: Var Sharapova með kransæðasjúkdóm? „Það þykja mér mikil vonbrigði. Ég er ekki hrifin af því hugarfari að maður eigi að ná sem bestum árangri með því að fara í kringum reglurnar.“ „Hún getur sett þetta fram hvernig sem hún vill og fundið sér góðan lögfræðing. En í grunninn hafði hún rangt við. Hún hefur engar afsakanir fyrir hegðun sinni.“ Mladenovic bætti enn frekar í gagnrýni sína með því að segja að Sharapova væri almennt ekki vel liðin af öðrum tennisspilurum og að hún hefði lítinn áhuga haft af því að eiga samskipti við aðra leikmenn. Sjá einnig: Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Sharapova var sett í tímabundið bann núna um helgina og á von á þungri refsingu, allt frá sex mánaða til fjögurra ára keppnisbanns.
Lyfjamisferli Rússa Tennis Tengdar fréttir „Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“ Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það. 9. mars 2016 08:44 Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00 „Íþróttamenn munu deyja vegna bannsins“ Maðurinn sem fann upp á lyfinu meldóníum segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar að banna það. 10. mars 2016 09:45 Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30 Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Tenniskonan Maria Sharapova segir í langri færslu á Facebook að hún ætli sér að koma til baka og sterkari en aldrei fyrr. 12. mars 2016 11:30 Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu Andy Murray segir ekkert annað koma til greina en að Maria Sharapova taki þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. 11. mars 2016 10:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
„Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“ Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það. 9. mars 2016 08:44
Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00
„Íþróttamenn munu deyja vegna bannsins“ Maðurinn sem fann upp á lyfinu meldóníum segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar að banna það. 10. mars 2016 09:45
Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30
Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Tenniskonan Maria Sharapova segir í langri færslu á Facebook að hún ætli sér að koma til baka og sterkari en aldrei fyrr. 12. mars 2016 11:30
Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu Andy Murray segir ekkert annað koma til greina en að Maria Sharapova taki þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. 11. mars 2016 10:00