„Líta allir á Sharapovu sem svindlara“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2016 15:30 Franska tenniskonan Kristina Mladenovic hefur ekki mikið álit á Maria Sharapovu miðað við ummæli sem birtust í breska blaðinu Le Parisien í dag. Sharapova greindi frá því í síðustu viku að hún hefði fallið á lyfjaprófi og viðurkenndi um leið að það hefði verið vegna notkun hennar á meldóníum, lyfi sem var bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, um áramótin. Sjá einnig: Hvað er meldóníum? Sharapova hélt því fram að hún hefði notað meldóníum af heilsufarsástæðum og samkvæmt læknisráði undanfarinn áratug. Mladenovic gaf lítið fyrir þær skýringar. „Það segja allir leikmenn [á atvinnumannatúrnum í tennis] að hún sé svindlari,“ sagði hún. „Maður efast um allt núna og hvort að hún eigi skilið allt það sem hún hefur unnið hingað til. Það er skelfilegt en það er gott að þetta er orðið opinbert.“ „Hvað mig varðar þá hef ég tífalt meiri áhyggjur ef ég fæ mér verkjalyf. Hún hefur verið að taka þessi lyf í tíu ár og þetta er alvöru lyf. Hún hefur leikið sér að reglunum og hugsað með sér að fyrst þetta er ekki bannað þá getur hún tekið þetta.“ Sjá einnig: Var Sharapova með kransæðasjúkdóm? „Það þykja mér mikil vonbrigði. Ég er ekki hrifin af því hugarfari að maður eigi að ná sem bestum árangri með því að fara í kringum reglurnar.“ „Hún getur sett þetta fram hvernig sem hún vill og fundið sér góðan lögfræðing. En í grunninn hafði hún rangt við. Hún hefur engar afsakanir fyrir hegðun sinni.“ Mladenovic bætti enn frekar í gagnrýni sína með því að segja að Sharapova væri almennt ekki vel liðin af öðrum tennisspilurum og að hún hefði lítinn áhuga haft af því að eiga samskipti við aðra leikmenn. Sjá einnig: Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Sharapova var sett í tímabundið bann núna um helgina og á von á þungri refsingu, allt frá sex mánaða til fjögurra ára keppnisbanns. Lyfjamisferli Rússa Tennis Tengdar fréttir „Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“ Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það. 9. mars 2016 08:44 Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00 „Íþróttamenn munu deyja vegna bannsins“ Maðurinn sem fann upp á lyfinu meldóníum segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar að banna það. 10. mars 2016 09:45 Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30 Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Tenniskonan Maria Sharapova segir í langri færslu á Facebook að hún ætli sér að koma til baka og sterkari en aldrei fyrr. 12. mars 2016 11:30 Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu Andy Murray segir ekkert annað koma til greina en að Maria Sharapova taki þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. 11. mars 2016 10:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira
Franska tenniskonan Kristina Mladenovic hefur ekki mikið álit á Maria Sharapovu miðað við ummæli sem birtust í breska blaðinu Le Parisien í dag. Sharapova greindi frá því í síðustu viku að hún hefði fallið á lyfjaprófi og viðurkenndi um leið að það hefði verið vegna notkun hennar á meldóníum, lyfi sem var bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, um áramótin. Sjá einnig: Hvað er meldóníum? Sharapova hélt því fram að hún hefði notað meldóníum af heilsufarsástæðum og samkvæmt læknisráði undanfarinn áratug. Mladenovic gaf lítið fyrir þær skýringar. „Það segja allir leikmenn [á atvinnumannatúrnum í tennis] að hún sé svindlari,“ sagði hún. „Maður efast um allt núna og hvort að hún eigi skilið allt það sem hún hefur unnið hingað til. Það er skelfilegt en það er gott að þetta er orðið opinbert.“ „Hvað mig varðar þá hef ég tífalt meiri áhyggjur ef ég fæ mér verkjalyf. Hún hefur verið að taka þessi lyf í tíu ár og þetta er alvöru lyf. Hún hefur leikið sér að reglunum og hugsað með sér að fyrst þetta er ekki bannað þá getur hún tekið þetta.“ Sjá einnig: Var Sharapova með kransæðasjúkdóm? „Það þykja mér mikil vonbrigði. Ég er ekki hrifin af því hugarfari að maður eigi að ná sem bestum árangri með því að fara í kringum reglurnar.“ „Hún getur sett þetta fram hvernig sem hún vill og fundið sér góðan lögfræðing. En í grunninn hafði hún rangt við. Hún hefur engar afsakanir fyrir hegðun sinni.“ Mladenovic bætti enn frekar í gagnrýni sína með því að segja að Sharapova væri almennt ekki vel liðin af öðrum tennisspilurum og að hún hefði lítinn áhuga haft af því að eiga samskipti við aðra leikmenn. Sjá einnig: Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Sharapova var sett í tímabundið bann núna um helgina og á von á þungri refsingu, allt frá sex mánaða til fjögurra ára keppnisbanns.
Lyfjamisferli Rússa Tennis Tengdar fréttir „Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“ Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það. 9. mars 2016 08:44 Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00 „Íþróttamenn munu deyja vegna bannsins“ Maðurinn sem fann upp á lyfinu meldóníum segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar að banna það. 10. mars 2016 09:45 Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30 Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Tenniskonan Maria Sharapova segir í langri færslu á Facebook að hún ætli sér að koma til baka og sterkari en aldrei fyrr. 12. mars 2016 11:30 Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu Andy Murray segir ekkert annað koma til greina en að Maria Sharapova taki þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. 11. mars 2016 10:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira
„Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“ Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það. 9. mars 2016 08:44
Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00
„Íþróttamenn munu deyja vegna bannsins“ Maðurinn sem fann upp á lyfinu meldóníum segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar að banna það. 10. mars 2016 09:45
Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30
Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Tenniskonan Maria Sharapova segir í langri færslu á Facebook að hún ætli sér að koma til baka og sterkari en aldrei fyrr. 12. mars 2016 11:30
Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu Andy Murray segir ekkert annað koma til greina en að Maria Sharapova taki þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. 11. mars 2016 10:00