Boltinn er hjá bankaráðinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. mars 2016 14:10 Fulltrúar Bankasýslu ríkisins sóttu fund fjárlaganefndar í morgun. Fréttablaðið/Stefán Bankasýsla ríkisins telur að sölumeðferð Landsbankans hlut sínum í Borgun hafi varpað verulegum skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd bankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. Þetta kemur fram í bréfi sem Bankasýsla ríksins sendi á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í morgun.Þá sendi Bankasýslan bréf til bankaráðs Landsbankans á föstudaginn þar sem fram kemur að Bankasýsla ríkisins telji að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun sína um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. Bankasýslan segir að margt hafi verið ábótavant í samningagerð Landsbankans í söluferlinu og gagnrýnivert að eini viðsemjandinn hafi verið hópur fjárfesta sem innihélt meðal annars stjórnendur Borgunar. Bankasýslan fer fram á að hluthöfum í Landsbankanum verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti bankaráðið telur rétt að bregðast við. það verði gert ekki síður en tveimur vikum fyrir aðalfund sem fram fer þann 14. apríl en í fréttatilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að Bankaráð bankans muni svara Bankasýslunni innan þessa frests og svarið birt opinberlega.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmÞá er gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á allra næstu dögum.Fulltrúar Bankasýslu ríkisins mættu fyrir fund Fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að greina frá afstöðu sinni í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar segir boltan vera hjá bankaráðinu. Hann er sannfærður um að málið undirstriki nauðsyn þess að selja eignir af þessum toga í opnu ferli. „Bankasýslan telur að svör bankans varðandi söluna á Borgun séu algerlega ófullnægjandi,“ segir Guðlaugur. „Þetta snýr að Borgun en síðan á eftir að fara í gegn um tölu á öðrum eignarhlutum. Einnig eru menn að skoða það að kalla eftir sambærilegum upplýsingum frá öðrum bönkum.“Í hverskonar stöðu telur þú þetta setja bankaráð Landsbankans? „Boltinn er hjá þeim. Þetta bréf frá Bankasýslunni er mjög ákveðið en mér finnst það mjög rökrétt,“ segir hann. „Ég hef verið sannfærður fram til þessa og ekki minnkar sannfæring mín því sem fram líður á að það á að selja allar eignir í opnu söluferli nema að það séu einhverjar mjög sérstakar ástæður eða aðstæður, helst bara í neyð.“ Guðlaugur segir málið þó vera stærra en bara vandamál Landsbankans. „Þetta mál er mjög stórt, ekki bara það sem snýr að þessu fyrirtæki. Heldur snýr þetta að því að endurheimta traust á þessum markaði. Ríkið situr uppi með margar eignir sem það þarf að selja en það er ekki hægt að gera það nema að almenningur getur verið viss um það að það sé opið og gagnsætt söluferli og hlutlægar reglur sem að gildi,“ segir Guðlaugur. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Bankasýsla ríkisins telur að sölumeðferð Landsbankans hlut sínum í Borgun hafi varpað verulegum skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd bankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. Þetta kemur fram í bréfi sem Bankasýsla ríksins sendi á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í morgun.Þá sendi Bankasýslan bréf til bankaráðs Landsbankans á föstudaginn þar sem fram kemur að Bankasýsla ríkisins telji að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun sína um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. Bankasýslan segir að margt hafi verið ábótavant í samningagerð Landsbankans í söluferlinu og gagnrýnivert að eini viðsemjandinn hafi verið hópur fjárfesta sem innihélt meðal annars stjórnendur Borgunar. Bankasýslan fer fram á að hluthöfum í Landsbankanum verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti bankaráðið telur rétt að bregðast við. það verði gert ekki síður en tveimur vikum fyrir aðalfund sem fram fer þann 14. apríl en í fréttatilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að Bankaráð bankans muni svara Bankasýslunni innan þessa frests og svarið birt opinberlega.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmÞá er gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á allra næstu dögum.Fulltrúar Bankasýslu ríkisins mættu fyrir fund Fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að greina frá afstöðu sinni í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar segir boltan vera hjá bankaráðinu. Hann er sannfærður um að málið undirstriki nauðsyn þess að selja eignir af þessum toga í opnu ferli. „Bankasýslan telur að svör bankans varðandi söluna á Borgun séu algerlega ófullnægjandi,“ segir Guðlaugur. „Þetta snýr að Borgun en síðan á eftir að fara í gegn um tölu á öðrum eignarhlutum. Einnig eru menn að skoða það að kalla eftir sambærilegum upplýsingum frá öðrum bönkum.“Í hverskonar stöðu telur þú þetta setja bankaráð Landsbankans? „Boltinn er hjá þeim. Þetta bréf frá Bankasýslunni er mjög ákveðið en mér finnst það mjög rökrétt,“ segir hann. „Ég hef verið sannfærður fram til þessa og ekki minnkar sannfæring mín því sem fram líður á að það á að selja allar eignir í opnu söluferli nema að það séu einhverjar mjög sérstakar ástæður eða aðstæður, helst bara í neyð.“ Guðlaugur segir málið þó vera stærra en bara vandamál Landsbankans. „Þetta mál er mjög stórt, ekki bara það sem snýr að þessu fyrirtæki. Heldur snýr þetta að því að endurheimta traust á þessum markaði. Ríkið situr uppi með margar eignir sem það þarf að selja en það er ekki hægt að gera það nema að almenningur getur verið viss um það að það sé opið og gagnsætt söluferli og hlutlægar reglur sem að gildi,“ segir Guðlaugur.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira