Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2016 20:54 Svona var umhorft á Patreksfirði í dag. Möguleiki er á að krapaflóð falli í bænum. mynd/helga gísladóttir Hættustigi hefur verið lýst yfir á Patreksfirði vegna ofanflóða. Talið er að vatn hafi safnast fyrir í snjónum í Geirseyrargili, fyrir ofan byggðina í bænum, og að krapi gæti hlaupið fram. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að rýma hús í bænum. „Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í hóteli bæjarins en á níunda tímanum voru 23 íbúar komnir í hana. „Einhverjir fóru til vina og ættingja og verða þar í nótt.“ Helga segir að hún viti einnig af fjórum fjölskyldum á Bíldudal sem hafa yfirgefið hús sín vegna ofanflóðahættu. Þau gerðu það hins vegar sjálf en ekki í samráði við almannavarnir. Tíu metra breitt krapaflóð féll í Bíldudal í dag og laskaði hús í bænum. Húsið er í eigu bæjarfélagsins en það var keypt upp af sveitarfélaginu þegar varnargarður var reistur þar árið 2009. „Veðrið á hér í dag hefur ekki verið ómögulegt en það er alltaf betra að hafa varann á,“ segir Helga. Fylgst verður náðið með stöðunni í nótt og á morgun. Mikil hætta á ofanflóðum er á norðanverðum Vestfjörðum en á utanverðum Tröllaskaga og Austfjörðum er talsverð hætta. Á vefsíðu Veðurstofunnar kemur fram að Norðurland virðist að mestu leiti sleppa við úrkomu í veðrinu sem nú gengur yfir landið en mikil hlýindi og hvassviðri gætu skapað krapaflóða- og jafnvel skriðuhættu. Veður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Hættustigi hefur verið lýst yfir á Patreksfirði vegna ofanflóða. Talið er að vatn hafi safnast fyrir í snjónum í Geirseyrargili, fyrir ofan byggðina í bænum, og að krapi gæti hlaupið fram. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að rýma hús í bænum. „Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í hóteli bæjarins en á níunda tímanum voru 23 íbúar komnir í hana. „Einhverjir fóru til vina og ættingja og verða þar í nótt.“ Helga segir að hún viti einnig af fjórum fjölskyldum á Bíldudal sem hafa yfirgefið hús sín vegna ofanflóðahættu. Þau gerðu það hins vegar sjálf en ekki í samráði við almannavarnir. Tíu metra breitt krapaflóð féll í Bíldudal í dag og laskaði hús í bænum. Húsið er í eigu bæjarfélagsins en það var keypt upp af sveitarfélaginu þegar varnargarður var reistur þar árið 2009. „Veðrið á hér í dag hefur ekki verið ómögulegt en það er alltaf betra að hafa varann á,“ segir Helga. Fylgst verður náðið með stöðunni í nótt og á morgun. Mikil hætta á ofanflóðum er á norðanverðum Vestfjörðum en á utanverðum Tröllaskaga og Austfjörðum er talsverð hætta. Á vefsíðu Veðurstofunnar kemur fram að Norðurland virðist að mestu leiti sleppa við úrkomu í veðrinu sem nú gengur yfir landið en mikil hlýindi og hvassviðri gætu skapað krapaflóða- og jafnvel skriðuhættu.
Veður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira