Obama hvetur frambjóðendur til hófstilltrar umræðu Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2016 22:56 Obama hvatti frambjóðendur til að láta af svívirðingum og að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir ofbeldi á meðal Bandaríkjamanna. Vísir/Getty Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varað frambjóðendur í forvalinu fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum við því að gera út á reiði kjósenda. Þetta sagði Obama á fjáröflunarviðburði Demókrata eftir að til átaka kom á milli stuðningsmanna og mótmælenda Donalds Trump fyrir baráttufund hans í Chicago á föstudag.Obama hvatti frambjóðendur til að láta af svívirðingum og að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir ofbeldi á meðal Bandaríkjamanna. „Það sem frambjóðendur ættu að einbeita sér að er hvernig við getum bætt hlutina. Þeir ættu að eyða minni orku í svívirðingar, barnslega stríðni og að búa til staðreyndir,“ sagði Obama og hvatti til þess að frambjóðendur létu af því að reyna að valda ósætti á milli kynþátta og trúarbragða.Donald Trump.Vísir/AFPTrump varð að hætta við baráttufundinn með stuðningsmönnum sínum í Chicago á föstudag eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og stuðningsmanna hans. Hann hélt kosningabaráttu sinni áfram í Ohio í gær þar sem leyniþjónustumenn umkringdu hann í borginni Daytona eftir að karlmaður reyndi að komast í gegnum öryggisgæsluna.Trump hefur tekið harða afstöðu gegn innflytjendum og lofað að reisa vegg við landamæri Mexíkó. Fyrr í vikunni sagði hann þá sem aðhyllast íslamstrú hata Bandaríkjamenn. Í viðtali við fréttastöðina Fox á föstudag sagðist hann ekki vera að etja stríðandi fylkingum saman. „Ég fulltrúi fólks sem býr yfir mikilli reiði. Það er töluverð reiði í báðum fylkingum.“Trump er með forystu í forvali Repúblikanaflokksins en helstu keppinautar hans, Marco Rubio og Ted Cruz, sögðu átökin á baráttufundi Trumps hafa verið sorgleg. Cruz sakaði Trump um að skapa andrúmsloft sem ýtir undir slíka hegðun. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kosningafundi Trump aflýst vegna mótmæla Andstæðingar Trump fjölmenntu á fundarstaðinn og kom til smávægilegra ryskinga milli þeirra og stuðningsmanna Trump. 12. mars 2016 10:33 Heilaskurðlæknirinn Carson styður Trump sem forsetaefni Á þriðjudaginn kemur, sem nefndur er "litli ofurþriðjudagurinn“, verða forkosningar haldnar í nokkrum mikilvægum ríkjum: Flórída, Illinois, Missouri, Norður-Karólínu og Ohio. 12. mars 2016 07:30 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varað frambjóðendur í forvalinu fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum við því að gera út á reiði kjósenda. Þetta sagði Obama á fjáröflunarviðburði Demókrata eftir að til átaka kom á milli stuðningsmanna og mótmælenda Donalds Trump fyrir baráttufund hans í Chicago á föstudag.Obama hvatti frambjóðendur til að láta af svívirðingum og að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir ofbeldi á meðal Bandaríkjamanna. „Það sem frambjóðendur ættu að einbeita sér að er hvernig við getum bætt hlutina. Þeir ættu að eyða minni orku í svívirðingar, barnslega stríðni og að búa til staðreyndir,“ sagði Obama og hvatti til þess að frambjóðendur létu af því að reyna að valda ósætti á milli kynþátta og trúarbragða.Donald Trump.Vísir/AFPTrump varð að hætta við baráttufundinn með stuðningsmönnum sínum í Chicago á föstudag eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og stuðningsmanna hans. Hann hélt kosningabaráttu sinni áfram í Ohio í gær þar sem leyniþjónustumenn umkringdu hann í borginni Daytona eftir að karlmaður reyndi að komast í gegnum öryggisgæsluna.Trump hefur tekið harða afstöðu gegn innflytjendum og lofað að reisa vegg við landamæri Mexíkó. Fyrr í vikunni sagði hann þá sem aðhyllast íslamstrú hata Bandaríkjamenn. Í viðtali við fréttastöðina Fox á föstudag sagðist hann ekki vera að etja stríðandi fylkingum saman. „Ég fulltrúi fólks sem býr yfir mikilli reiði. Það er töluverð reiði í báðum fylkingum.“Trump er með forystu í forvali Repúblikanaflokksins en helstu keppinautar hans, Marco Rubio og Ted Cruz, sögðu átökin á baráttufundi Trumps hafa verið sorgleg. Cruz sakaði Trump um að skapa andrúmsloft sem ýtir undir slíka hegðun.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kosningafundi Trump aflýst vegna mótmæla Andstæðingar Trump fjölmenntu á fundarstaðinn og kom til smávægilegra ryskinga milli þeirra og stuðningsmanna Trump. 12. mars 2016 10:33 Heilaskurðlæknirinn Carson styður Trump sem forsetaefni Á þriðjudaginn kemur, sem nefndur er "litli ofurþriðjudagurinn“, verða forkosningar haldnar í nokkrum mikilvægum ríkjum: Flórída, Illinois, Missouri, Norður-Karólínu og Ohio. 12. mars 2016 07:30 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Kosningafundi Trump aflýst vegna mótmæla Andstæðingar Trump fjölmenntu á fundarstaðinn og kom til smávægilegra ryskinga milli þeirra og stuðningsmanna Trump. 12. mars 2016 10:33
Heilaskurðlæknirinn Carson styður Trump sem forsetaefni Á þriðjudaginn kemur, sem nefndur er "litli ofurþriðjudagurinn“, verða forkosningar haldnar í nokkrum mikilvægum ríkjum: Flórída, Illinois, Missouri, Norður-Karólínu og Ohio. 12. mars 2016 07:30