Lífið

Svíar senda Bieber-skotið lag í Eurovision

Birgir Olgeirsson skrifar
Frans verður fulltrúi Svía í Eurovision í ár.
Frans verður fulltrúi Svía í Eurovision í ár. Youtube.com
Sænski hjartaknúsarinn Frans verður fulltrúi Svía í Eurovision-keppninni í ár. Lagið sem hann flutti, If i were sorry, hlaut flest atkvæði í úrslitum Melodifestivalen í Svíþjóð í kvöld. Keppnin fer fram í Stokkhólmi dagana 10., 12. og 14. maí næstkomandi en Svíar unnu keppnina í fyrra með laginu Heroes.

Greta Salome verður fulltrúi Íslendinga í ár eftir að hafa unnið Söngvakeppni Sjónvarpsins í febrúar síðastliðnum með lagið Hear Them Calling. Fyrirkomulagið á Melodfestivalen var þannig að framlag Svía var valið með hjálp alþjóðlegrar dómnefndar og símaatkvæða áhorfenda.

Alþjóðlega dómnefndin samanstóð af fulltrúum frá Ástralíu, Hvíta-Rússlandi, Bosníu og Hersegóvínu, Kýpur, Eistlandi, Frakklandi, Ísrael, Ítalíu, Hollandi, Noregi og Slóveníu.

Oscar Zia, sem flutti lagið Human, hlaut flest atkvæði frá dómnefnd, 89 talsins, en hinn 17 ára gamli Frans fékk 88 atkvæði frá dómnefndinni. Frans hafði hins vegar mikla yfirburði í símakosningunni þar sem hann fékk 68 stig á móti 43 stigum sem fóru til Oscars Zia. 

Hér fyrir neðan má heyra lagið If i were sorry sem þykir vera ansi keimlíkt tónlistarstíl Justins Bieber.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×