Gylfi Magnússon ber vitni í Aurum-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2016 18:05 Gylfi Magnússon er dósent við viðskipta-og hagfræðideild Háskóla Íslands en hann var um tíma efnahags-og viðskiptaráðherra. vísir/valli Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. Um er að ræða vitnin Bjarna Frímann Karlsson, Gylfa Magnússon, Bjarka Andrew Brynjarsson, Erlend Davíðsson og Smára Rúnar Þorvaldsson en þeir unnu matsgerðir á verðmæti Aurum í einkamáli sem slitastjórn Glitnis höfðaði. Í dómi Hæstaréttar er það rakið að Bjarni og Gylfi hafi vegna einkamálsins unnið matsgerð í mars 2011 þar sem þeir mátu markaðsvirði 25,7 prósent eignahlutar Fons í Aurum. Matsgerðin barst sérstökum saksóknara frá slitastjórn Glitnis þann 26. apríl 2012 en hún var á meðal þeirra gagna sem lágu til grundvallar ákæru í Aurum-málinu. Eftir að matsgerðin lá hins vegar fyrir var í einkamálinu óskað eftir yfirmati á því og voru Bjarki, Erlendur og Smári dómkvaddir til þess starfs. Að mati Hæstaréttar verður að skilja það sem svo að með undirmatsgerðinni hafi sérstökum saksóknara verið veitt sérfræðileg aðstoð við rannsókn málsins sem og ákvörðun um saksókn. Með yfirmatsgerðinni voru síðan endurmetin þau atriði sem undirmatsgerðin tók til og samkvæmt því kann framburður matsmannanna að skipta máli varðandi gildi matsgerðanna sem sönnunargagna. Fær héraðssaksóknari því að kalla mennina fimm fyrir dóm sem vitni. Þá fékkst jafnframt úr því skorið í dag að sérfróður meðdómandi í málinu, Hrefna Sigríður Briem, muni ekki víkja sæti en krafa varðandi það var lögð fram í héraði af hálfu Lárusar Welding. Héraðsdómur hafnaði kröfunni en sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar. Hæstiréttur vísaði málinu hins vegar frá og mun Hrefna Sigríður því sitja áfram í dómnum. Í Aurum-málinu eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Ákæran snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd, í júlí 2008. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Deilt um dómara og vitni í Aurum-málinu Fyrirtaka verður í Aurum-málinu á morgun en aðalmeðferð þess á að fara fram í apríl. Áður en til þess kemur þarf að leysa úr nokkrum ágreiningsefnum fyrir dómi en eitt þeirra snýr að setu Símons Sigvaldasonar í dómnum. 3. febrúar 2016 11:17 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Aðalmeðferð í Aurum-málinu í apríl Áætlað er að aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða fari fram í apríl á næsta ári. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu í morgun. 13. nóvember 2015 14:51 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. Um er að ræða vitnin Bjarna Frímann Karlsson, Gylfa Magnússon, Bjarka Andrew Brynjarsson, Erlend Davíðsson og Smára Rúnar Þorvaldsson en þeir unnu matsgerðir á verðmæti Aurum í einkamáli sem slitastjórn Glitnis höfðaði. Í dómi Hæstaréttar er það rakið að Bjarni og Gylfi hafi vegna einkamálsins unnið matsgerð í mars 2011 þar sem þeir mátu markaðsvirði 25,7 prósent eignahlutar Fons í Aurum. Matsgerðin barst sérstökum saksóknara frá slitastjórn Glitnis þann 26. apríl 2012 en hún var á meðal þeirra gagna sem lágu til grundvallar ákæru í Aurum-málinu. Eftir að matsgerðin lá hins vegar fyrir var í einkamálinu óskað eftir yfirmati á því og voru Bjarki, Erlendur og Smári dómkvaddir til þess starfs. Að mati Hæstaréttar verður að skilja það sem svo að með undirmatsgerðinni hafi sérstökum saksóknara verið veitt sérfræðileg aðstoð við rannsókn málsins sem og ákvörðun um saksókn. Með yfirmatsgerðinni voru síðan endurmetin þau atriði sem undirmatsgerðin tók til og samkvæmt því kann framburður matsmannanna að skipta máli varðandi gildi matsgerðanna sem sönnunargagna. Fær héraðssaksóknari því að kalla mennina fimm fyrir dóm sem vitni. Þá fékkst jafnframt úr því skorið í dag að sérfróður meðdómandi í málinu, Hrefna Sigríður Briem, muni ekki víkja sæti en krafa varðandi það var lögð fram í héraði af hálfu Lárusar Welding. Héraðsdómur hafnaði kröfunni en sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar. Hæstiréttur vísaði málinu hins vegar frá og mun Hrefna Sigríður því sitja áfram í dómnum. Í Aurum-málinu eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Ákæran snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd, í júlí 2008.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Deilt um dómara og vitni í Aurum-málinu Fyrirtaka verður í Aurum-málinu á morgun en aðalmeðferð þess á að fara fram í apríl. Áður en til þess kemur þarf að leysa úr nokkrum ágreiningsefnum fyrir dómi en eitt þeirra snýr að setu Símons Sigvaldasonar í dómnum. 3. febrúar 2016 11:17 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Aðalmeðferð í Aurum-málinu í apríl Áætlað er að aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða fari fram í apríl á næsta ári. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu í morgun. 13. nóvember 2015 14:51 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Deilt um dómara og vitni í Aurum-málinu Fyrirtaka verður í Aurum-málinu á morgun en aðalmeðferð þess á að fara fram í apríl. Áður en til þess kemur þarf að leysa úr nokkrum ágreiningsefnum fyrir dómi en eitt þeirra snýr að setu Símons Sigvaldasonar í dómnum. 3. febrúar 2016 11:17
Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30
Aðalmeðferð í Aurum-málinu í apríl Áætlað er að aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða fari fram í apríl á næsta ári. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu í morgun. 13. nóvember 2015 14:51
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10
Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15