Mjög slæmt veður um allt land á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2016 09:58 Það er spáð viðvarandi vatnsveðrið um helgina og nokkrum hlýindum. vísir/ernir Uppfært klukkan 10:35: Veðurstofan vekur athygli á því að spáð er mjög slæmu veðri um allt land á morgun, laugardaginn 12. mars. Í kvöld og nótt nálgast mjög kröpp og djúp lægð landið sunnan úr hafi, að því er segir í tilkynningu. Lægðinni fylgir suðaustanhvassviðri eða stormur með talsverðri slyddu eða rigningu í nótt og fyrramálið, einkum suðaustanlands. Síðan snýst í suðvestanstorm eða rok með éljagangi, jafnvel ofsaveðri norðvestan til. Vegfarendur eru beðnir um að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega á morgun. Veðurstofan varar við suðaustan stormi í nótt og í fyrramálið en suðvestan stormi eftir hádegi á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að hvöss suðvestanáttin sé enn við völd enn sem komið er og að búast megi við hryðjuveðri víða á sunnan og vestanverðu landinu fram eftir degi, en heldur hægari vindi og bjartviðri á Austurlandi og Austfjörðum. Þá lægir aðeins í kvöld en undir kvöld fer að blása af suðaustri og þá hlýnar lítillega einkum syðst á landinu. Í nótt er síðan spáð suðaustan hvassviðri eða stormi með slydduéljum og síðan éljum. Átökin í veðrinu halda síðan áfram fram á sunnudag þegar því er spáð að hlýni mikið og snúist enn og aftur til suðaustanáttar. Þá er búist við að hlýindunum fylgi talsverð rigning og afrennsli og því sé vissara að fylgjast með niðurföllum og gera viðeigandi ráðstafanir þar sem vatnsveðrið verður viðvarandi um helgina. Veðurhorfur á landinu:Suðvestan 13-20 metrar á sekúndu og él en 10-18 metrar og þurrt að kalla norðaustanlands. Kólnandi veður. Lægir og dregur heldur úr éljum síðdegis en snýst í suðaustan 8-15 metra á sekúndu með slyddu og síðan rigningu sunnan og suðaustantil í kvöld.Suðaustan 15-23 metrar á sekúndu og rigning í nótt og fyrramálið en snýst í suðvestan 15-25 metra á sekúndu með éljum síðdegis á morgun, hvassast vestanlands en þurrt að kalla á Norðurlandi. Dregur úr vindi sunnan til undir kvöld á morgun. Hiti um frostmark en hlýnar í nótt. Kólnar aftur seint á morgun.Á sunnudag:Sunnan 15-23 metrar á sekúndu með talsverðri eða mikilli rigningu og hlýindum, en áfram þurrt að kalla norðaustan til. Hiti 4 til 10 stig.Á mánudag:Sunnan hvassviðri en heldur hægari norðvestantil. Rigning sunnan og suðaustanlands en þurrt að mestu annars staðar. Bætir í úrkomu um kvöldið. Milt í veðri.Á þriðjudag:Sunnan strekkingur en snýst í suðvestanátt síðdegis, fyrst vestantil. Rigning sunnan - og suðaustanlands en slydda vestantil og bjartviðri norðaustanlands. Hiti 1 til 4 stig austast, en annars um frostmark.Á miðvikudag:Fremur hæg suðlæg átt, ksýjað með köflum og úrkoma vesatantil en léttir til þegar líður á daginn. Kólnandi veður.Á fimmtudag:Útlit fyrir suðlæga átt og milt veður. Veður Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Uppfært klukkan 10:35: Veðurstofan vekur athygli á því að spáð er mjög slæmu veðri um allt land á morgun, laugardaginn 12. mars. Í kvöld og nótt nálgast mjög kröpp og djúp lægð landið sunnan úr hafi, að því er segir í tilkynningu. Lægðinni fylgir suðaustanhvassviðri eða stormur með talsverðri slyddu eða rigningu í nótt og fyrramálið, einkum suðaustanlands. Síðan snýst í suðvestanstorm eða rok með éljagangi, jafnvel ofsaveðri norðvestan til. Vegfarendur eru beðnir um að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega á morgun. Veðurstofan varar við suðaustan stormi í nótt og í fyrramálið en suðvestan stormi eftir hádegi á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að hvöss suðvestanáttin sé enn við völd enn sem komið er og að búast megi við hryðjuveðri víða á sunnan og vestanverðu landinu fram eftir degi, en heldur hægari vindi og bjartviðri á Austurlandi og Austfjörðum. Þá lægir aðeins í kvöld en undir kvöld fer að blása af suðaustri og þá hlýnar lítillega einkum syðst á landinu. Í nótt er síðan spáð suðaustan hvassviðri eða stormi með slydduéljum og síðan éljum. Átökin í veðrinu halda síðan áfram fram á sunnudag þegar því er spáð að hlýni mikið og snúist enn og aftur til suðaustanáttar. Þá er búist við að hlýindunum fylgi talsverð rigning og afrennsli og því sé vissara að fylgjast með niðurföllum og gera viðeigandi ráðstafanir þar sem vatnsveðrið verður viðvarandi um helgina. Veðurhorfur á landinu:Suðvestan 13-20 metrar á sekúndu og él en 10-18 metrar og þurrt að kalla norðaustanlands. Kólnandi veður. Lægir og dregur heldur úr éljum síðdegis en snýst í suðaustan 8-15 metra á sekúndu með slyddu og síðan rigningu sunnan og suðaustantil í kvöld.Suðaustan 15-23 metrar á sekúndu og rigning í nótt og fyrramálið en snýst í suðvestan 15-25 metra á sekúndu með éljum síðdegis á morgun, hvassast vestanlands en þurrt að kalla á Norðurlandi. Dregur úr vindi sunnan til undir kvöld á morgun. Hiti um frostmark en hlýnar í nótt. Kólnar aftur seint á morgun.Á sunnudag:Sunnan 15-23 metrar á sekúndu með talsverðri eða mikilli rigningu og hlýindum, en áfram þurrt að kalla norðaustan til. Hiti 4 til 10 stig.Á mánudag:Sunnan hvassviðri en heldur hægari norðvestantil. Rigning sunnan og suðaustanlands en þurrt að mestu annars staðar. Bætir í úrkomu um kvöldið. Milt í veðri.Á þriðjudag:Sunnan strekkingur en snýst í suðvestanátt síðdegis, fyrst vestantil. Rigning sunnan - og suðaustanlands en slydda vestantil og bjartviðri norðaustanlands. Hiti 1 til 4 stig austast, en annars um frostmark.Á miðvikudag:Fremur hæg suðlæg átt, ksýjað með köflum og úrkoma vesatantil en léttir til þegar líður á daginn. Kólnandi veður.Á fimmtudag:Útlit fyrir suðlæga átt og milt veður.
Veður Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira