„Breski bransinn eins og House of Cards“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 10. mars 2016 15:45 Dream Wife eru (f.v.) Bella, Alice og Rakel. Visir/Saga Sig Rokksveitin Dream Wife er bresk/íslensk sveit sem þegar er farin að vekja þó nokkra athygli í bresku pressunni. Fyrr á árinu jós The Guardian yfir sveitina lofi og valdi síðustu lagaútgáfu þeirra, „Hey Heartbreaker“, besta nýja lag vikunnar sem það kom út. Breska tónlistarflaggskipið NME hefur einnig fjallað töluvert um sveitina. Dream Wife er stúlknatríó sem stofnað var í listaháskóla í Brighton á síðasta ári. Tvær stelpnanna eru breskar en söngkonan heitir Rakel Mjöll og hefur áður starfað hér á landi með hljómsveitunum Halleluwah og Útidúr. Dream Wife gefur út á morgun fyrstu þröngskífu sína, EP01, út í Bretlandi og víðar á vegum fyrirtækisins Cannibal Hymns. Þar af leiðandi á að á að blása til heljarinnar útgáfuveislu annað kvöld þar sem Reykjavíkurdætur hita upp. „Við höfum á stuttum tíma verið að vinna með tveimur öðrum útgáfufyrirtækjum... þetta hefur verið svolítið eins og Runaway Bride. Höfum alltaf verið að trúlofa okkur en aldrei svo gifst,“ segir Rakel um forsögu þess að hljómsveitin gerði plötusamning við útgáfufyrirtækið. „Þetta er búið að gerast mjög hratt. Fyrstu London tónleikarnir voru fyrir ári síðan og eftir það var bara búið að bóka okkur á hrúgu af fundum með alls konar umboðsskrifstofum og útgáfum. Við fórum á svo marga fundi að ég lærði að þetta er allt annar leikur í London en á Íslandi. Þetta er svona House of Cards. Það vilja allir hitta þig og bjóða þér eitthvað – en aldrei allan pakkann. Menn vildu bara geta sagt við yfirmenn sína að þeir hefðu hitt okkur. Þetta var brjáluð athygli en svo kemur alltaf að því að maður vill bara vinna með fólki sem maður treystir.“Reykjavíkur dætur hita upp.Vísir/ErnirÍslenskar kvennasveitir... já, takk!Annaðkvöld heldur Dream Wife útgáfutónleika á skemmtistaðnum Birthday‘s í Dalston í austurhluta London og er upphitunarsveitin ekki af verri endanum, sjálfar Reykjavíkurdætur. Íslenskar stúlkur munu því ráða ríkjum í stórborginni annað kvöld. Stemningin fyrir tónleikunum er það mikil að uppselt varð fyrir mánuði síðan. „Umboðsmaður okkar sá Reykjavíkurdætur á Airwaves og varð svona dolfallinn. Við buðum þeim að spila með okkur og svo bókaði hún tvenna aðra tónleika fyrir þær hér í borginni. Þær ætla svo að koma á svið með okkur í lokalaginu og svona. Þetta verður æðislegt“. Á EP01 er að finna fjögur lög. Þar á meðal dúettinn Everything sem Rakel syngur ásamt Karin úr hljómsveitinni Young Karin. Platan kemur aðeins út segulbandi og vínýl. „Það gefur enginn út á geisladisk lengur hér í London. Ekki einu sinni Kanye West,“ segir Rakel. Airwaves Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Rokksveitin Dream Wife er bresk/íslensk sveit sem þegar er farin að vekja þó nokkra athygli í bresku pressunni. Fyrr á árinu jós The Guardian yfir sveitina lofi og valdi síðustu lagaútgáfu þeirra, „Hey Heartbreaker“, besta nýja lag vikunnar sem það kom út. Breska tónlistarflaggskipið NME hefur einnig fjallað töluvert um sveitina. Dream Wife er stúlknatríó sem stofnað var í listaháskóla í Brighton á síðasta ári. Tvær stelpnanna eru breskar en söngkonan heitir Rakel Mjöll og hefur áður starfað hér á landi með hljómsveitunum Halleluwah og Útidúr. Dream Wife gefur út á morgun fyrstu þröngskífu sína, EP01, út í Bretlandi og víðar á vegum fyrirtækisins Cannibal Hymns. Þar af leiðandi á að á að blása til heljarinnar útgáfuveislu annað kvöld þar sem Reykjavíkurdætur hita upp. „Við höfum á stuttum tíma verið að vinna með tveimur öðrum útgáfufyrirtækjum... þetta hefur verið svolítið eins og Runaway Bride. Höfum alltaf verið að trúlofa okkur en aldrei svo gifst,“ segir Rakel um forsögu þess að hljómsveitin gerði plötusamning við útgáfufyrirtækið. „Þetta er búið að gerast mjög hratt. Fyrstu London tónleikarnir voru fyrir ári síðan og eftir það var bara búið að bóka okkur á hrúgu af fundum með alls konar umboðsskrifstofum og útgáfum. Við fórum á svo marga fundi að ég lærði að þetta er allt annar leikur í London en á Íslandi. Þetta er svona House of Cards. Það vilja allir hitta þig og bjóða þér eitthvað – en aldrei allan pakkann. Menn vildu bara geta sagt við yfirmenn sína að þeir hefðu hitt okkur. Þetta var brjáluð athygli en svo kemur alltaf að því að maður vill bara vinna með fólki sem maður treystir.“Reykjavíkur dætur hita upp.Vísir/ErnirÍslenskar kvennasveitir... já, takk!Annaðkvöld heldur Dream Wife útgáfutónleika á skemmtistaðnum Birthday‘s í Dalston í austurhluta London og er upphitunarsveitin ekki af verri endanum, sjálfar Reykjavíkurdætur. Íslenskar stúlkur munu því ráða ríkjum í stórborginni annað kvöld. Stemningin fyrir tónleikunum er það mikil að uppselt varð fyrir mánuði síðan. „Umboðsmaður okkar sá Reykjavíkurdætur á Airwaves og varð svona dolfallinn. Við buðum þeim að spila með okkur og svo bókaði hún tvenna aðra tónleika fyrir þær hér í borginni. Þær ætla svo að koma á svið með okkur í lokalaginu og svona. Þetta verður æðislegt“. Á EP01 er að finna fjögur lög. Þar á meðal dúettinn Everything sem Rakel syngur ásamt Karin úr hljómsveitinni Young Karin. Platan kemur aðeins út segulbandi og vínýl. „Það gefur enginn út á geisladisk lengur hér í London. Ekki einu sinni Kanye West,“ segir Rakel.
Airwaves Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira