Klopp: Liverpool-Manchester United er móðir allra leikja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2016 10:15 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallar eftir sérstökum stuðningi á Anfield í kvöld þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. „Það verða allir að vera í sínu besta formi og áhorfendurnir eru með í þessu. Ég trúi á áhrif frá áhorfendum," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skysports segir frá. „Við spilum þennan leik fyrir okkur sjálfa en líka fyrir þau. Við fáum núna tækifæri til að búa til flottara andrúmsloft hjá okkur í fyrri leiknum en það sem verður í seinni leiknum hjá þeim. Stemmningin á vellinum er stór hluti af fótboltanum og vonandi komum við henni í nýjar hæðir á morgun (í dag)," sagði Klopp. Klopp þekkir vel til klassískra derby-leikja enda vel kunnugur slag Borussia Dortmund og Schalke á tíma sínum í þýsku Bundesligunni. Hann tapaði fyrsta derby-leiknum á móti Manchester United í ensku deildinni í janúar. „Leikur eins og þessi er móðir allra fótboltaleikja og þú vilt fá að taka þátt í slíkum leikjum. Við elskum öll fótbolta og svona leikir fara fram út um allan heima en innihalda kannski ekki svona stór nöfn," sagði Klopp. „Liverpool á móti United er einn af þeim bestu og ég bara ekki fengið nóg af því að fá að taka þátt í honum. Þetta er það besta sem ég ímyndað mér," sagði Klopp. Manchester United hefur unnið Liverpool fjórum sinnum undir stjórn Louis van Gaal. „Ég tók bara þátt í einum þessara leikja. Við spiluðum þá ekki okkar besta leik en við áttum samt ekki skilið að tapa. Þetta var mjög jafnt og bæði lið erum í góðum gír þessa dagana," sagði Klopp. „Ég trúi ekki á óvini í fótbolta en ég trúi á alvöru, alvöru, alvöru mótherja. Ég hef ekkert á móti Van Gaal en ég vil alls ekki að hann vinni," sagði Klopp. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 20.05 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Klopp vildi mæta Man Utd Jürgen Klopp varð að ósk sinni þegar Liverpool og Manchester United drógust saman í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 26. febrúar 2016 15:30 Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30 Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30 Klopp neitaði að svara spurningum blaðamanna á ensku "Ég er í Þýskalandi og þá tala ég á þýsku.“ 18. febrúar 2016 11:30 Klopp: Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu Knattspyrnustjóri Liverpool var skiljanlega svekktur eftir að hafa horft upp á lærisveina sína tapa í vítaspyrnukeppni í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. 28. febrúar 2016 20:20 Klopp hefur ekki áhuga á toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi með semingi að hann og aðrir hjá Liverpool hafi engan áhuga á titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. 1. mars 2016 17:17 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallar eftir sérstökum stuðningi á Anfield í kvöld þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. „Það verða allir að vera í sínu besta formi og áhorfendurnir eru með í þessu. Ég trúi á áhrif frá áhorfendum," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skysports segir frá. „Við spilum þennan leik fyrir okkur sjálfa en líka fyrir þau. Við fáum núna tækifæri til að búa til flottara andrúmsloft hjá okkur í fyrri leiknum en það sem verður í seinni leiknum hjá þeim. Stemmningin á vellinum er stór hluti af fótboltanum og vonandi komum við henni í nýjar hæðir á morgun (í dag)," sagði Klopp. Klopp þekkir vel til klassískra derby-leikja enda vel kunnugur slag Borussia Dortmund og Schalke á tíma sínum í þýsku Bundesligunni. Hann tapaði fyrsta derby-leiknum á móti Manchester United í ensku deildinni í janúar. „Leikur eins og þessi er móðir allra fótboltaleikja og þú vilt fá að taka þátt í slíkum leikjum. Við elskum öll fótbolta og svona leikir fara fram út um allan heima en innihalda kannski ekki svona stór nöfn," sagði Klopp. „Liverpool á móti United er einn af þeim bestu og ég bara ekki fengið nóg af því að fá að taka þátt í honum. Þetta er það besta sem ég ímyndað mér," sagði Klopp. Manchester United hefur unnið Liverpool fjórum sinnum undir stjórn Louis van Gaal. „Ég tók bara þátt í einum þessara leikja. Við spiluðum þá ekki okkar besta leik en við áttum samt ekki skilið að tapa. Þetta var mjög jafnt og bæði lið erum í góðum gír þessa dagana," sagði Klopp. „Ég trúi ekki á óvini í fótbolta en ég trúi á alvöru, alvöru, alvöru mótherja. Ég hef ekkert á móti Van Gaal en ég vil alls ekki að hann vinni," sagði Klopp. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 20.05 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Klopp vildi mæta Man Utd Jürgen Klopp varð að ósk sinni þegar Liverpool og Manchester United drógust saman í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 26. febrúar 2016 15:30 Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30 Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30 Klopp neitaði að svara spurningum blaðamanna á ensku "Ég er í Þýskalandi og þá tala ég á þýsku.“ 18. febrúar 2016 11:30 Klopp: Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu Knattspyrnustjóri Liverpool var skiljanlega svekktur eftir að hafa horft upp á lærisveina sína tapa í vítaspyrnukeppni í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. 28. febrúar 2016 20:20 Klopp hefur ekki áhuga á toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi með semingi að hann og aðrir hjá Liverpool hafi engan áhuga á titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. 1. mars 2016 17:17 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Klopp vildi mæta Man Utd Jürgen Klopp varð að ósk sinni þegar Liverpool og Manchester United drógust saman í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 26. febrúar 2016 15:30
Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30
Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30
Klopp neitaði að svara spurningum blaðamanna á ensku "Ég er í Þýskalandi og þá tala ég á þýsku.“ 18. febrúar 2016 11:30
Klopp: Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu Knattspyrnustjóri Liverpool var skiljanlega svekktur eftir að hafa horft upp á lærisveina sína tapa í vítaspyrnukeppni í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. 28. febrúar 2016 20:20
Klopp hefur ekki áhuga á toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi með semingi að hann og aðrir hjá Liverpool hafi engan áhuga á titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. 1. mars 2016 17:17