Væri að ljúga ef ég segðist ekki vera pínu stressaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2016 06:30 Magnús Þór Gunnarsson er vanur því að heyra ýmislegt frá áhorfendum. Hann brotnaði niður eftir særandi orð áhorfenda í hans garð í upphitun fyrir leik gegn Stjörnunni árið 2012. vísir/stefán Í kvöld fer fram lokaumferð í deildarkeppni Domino’s-deildar karla og ræðst þá hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast í fyrstu umferð hennar. Ein stærsta spurningin fyrir leiki kvöldsins er hvort Keflavík eða Stjarnan nái öðru sæti deildarinnar en liðin mætast í Ásgarði í Garðabæ í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið og heimavallarrétt í að minnsta kosti 8-liða úrslitum og undanúrslitum, fari liðið langt í úrslitakeppninni. Leikurinn er einnig áhugaverður fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson mætir Stjörnunni í Ásgarði eftir að hann veitti Vísi viðtal síðastliðið sumar um afdrifaríkan atburð sem átti sér stað fyrir leik liðanna þar í úrslitakeppninni vorið 2012.Brotnaði niður í klefanum Í viðtalinu lýsti Magnús því hvernig stuðningsmenn Stjörnunnar lásu honum pistilinn þegar hann var að teygja fyrir leik. „Þetta voru öll verstu orð sem maður hafði heyrt lengi. Það er hvorki hægt að skrifa né segja hvað þeir sögðu,“ sagði Magnús í viðtalinu þá. Í búningsklefanum rétt fyrir leik brotnaði Magnús niður. Það hafði áhrif á frammistöðu hans í leiknum og raunar í öllum leikjum hans gegn Stjörnunni eftir það. Þetta hafði einnig áhrif á líf hans utan vallar og fann Magnús bæði fyrir þunglyndi og kvíða næstu árin.Létt mikið á mér „Ég fékk mjög sterk viðbrögð við viðtalinu og sjálfum leið mér vel eftir það. Ég var mjög ánægður með að hafa gert þetta,“ sagði Magnús Þór í samtali við Fréttablaðið í gær. Honum var létt eftir viðtalið. „Mér finnst að hellingur hafi farið af öxlunum og bakinu.“Hann viðurkennir fúslega að hann sé taugaóstyrkur fyrir leikinn í Ásgarði á morgun vegna þess sem á undan er gengið. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki pínu stressaður. En ég ætla að nota þetta jákvætt og hlakka mikið til að spila í Ásgarði aftur.“ Magnús Þór hefur lítið heyrt í Stjörnumönnum út af þessu máli og veit ekki við hverju hann á að búast í kvöld. „Ég er viðbúinn hverju sem er. Ég bý mig alltaf undir það í leikjum að fá hitt og þetta á mig. Þessi leikur verður ekkert öðruvísi að því leyti þó svo að það sé mikill spenningur fyrir honum.“Æðislegt að vera kominn heim Hann telur að viðtalið hafi ekki breytt áliti manna á honum þó svo að hann segist finna fyrir ögn meiri virðingu í sinn garð. En sjálfum líður honum vel, ekki síst með að vera kominn aftur heim í Keflavík eftir stutt stopp í bæði Grindavík og Skallagrími. „Það er bara æðislegt að vera kominn aftur heim og að spila í mínu liði. Þessi vetur er líka eins og við ætluðum að hafa hann. Við erum á góðum stað í deildinni og tilhlökkunin mikil fyrir úrslitakeppninni.“ Keflavík var á toppnum framan af vetri en hefur gefið eftir síðustu vikurnar. Engum dylst mikilvægi leiksins í kvöld og Magnús segist líta á hann eins og bikarúrslitaleik. En hann hefur engar áhyggjur af stöðu Keflavíkurliðsins. „Öll lið hafa dalað á tímabilinu og nú kom að okkur. Fólk er því að gera svolítið mikið úr þessu finnst mér. Við ætluðum aldrei að fara í gegnum heilt tímabil og vinna alla leiki.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍR | Mikilvægur leikur fyrir bæði lið Í beinni: KR - Höttur | Síðasti séns fyrir Hattarmenn Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Sjá meira
Í kvöld fer fram lokaumferð í deildarkeppni Domino’s-deildar karla og ræðst þá hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast í fyrstu umferð hennar. Ein stærsta spurningin fyrir leiki kvöldsins er hvort Keflavík eða Stjarnan nái öðru sæti deildarinnar en liðin mætast í Ásgarði í Garðabæ í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið og heimavallarrétt í að minnsta kosti 8-liða úrslitum og undanúrslitum, fari liðið langt í úrslitakeppninni. Leikurinn er einnig áhugaverður fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson mætir Stjörnunni í Ásgarði eftir að hann veitti Vísi viðtal síðastliðið sumar um afdrifaríkan atburð sem átti sér stað fyrir leik liðanna þar í úrslitakeppninni vorið 2012.Brotnaði niður í klefanum Í viðtalinu lýsti Magnús því hvernig stuðningsmenn Stjörnunnar lásu honum pistilinn þegar hann var að teygja fyrir leik. „Þetta voru öll verstu orð sem maður hafði heyrt lengi. Það er hvorki hægt að skrifa né segja hvað þeir sögðu,“ sagði Magnús í viðtalinu þá. Í búningsklefanum rétt fyrir leik brotnaði Magnús niður. Það hafði áhrif á frammistöðu hans í leiknum og raunar í öllum leikjum hans gegn Stjörnunni eftir það. Þetta hafði einnig áhrif á líf hans utan vallar og fann Magnús bæði fyrir þunglyndi og kvíða næstu árin.Létt mikið á mér „Ég fékk mjög sterk viðbrögð við viðtalinu og sjálfum leið mér vel eftir það. Ég var mjög ánægður með að hafa gert þetta,“ sagði Magnús Þór í samtali við Fréttablaðið í gær. Honum var létt eftir viðtalið. „Mér finnst að hellingur hafi farið af öxlunum og bakinu.“Hann viðurkennir fúslega að hann sé taugaóstyrkur fyrir leikinn í Ásgarði á morgun vegna þess sem á undan er gengið. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki pínu stressaður. En ég ætla að nota þetta jákvætt og hlakka mikið til að spila í Ásgarði aftur.“ Magnús Þór hefur lítið heyrt í Stjörnumönnum út af þessu máli og veit ekki við hverju hann á að búast í kvöld. „Ég er viðbúinn hverju sem er. Ég bý mig alltaf undir það í leikjum að fá hitt og þetta á mig. Þessi leikur verður ekkert öðruvísi að því leyti þó svo að það sé mikill spenningur fyrir honum.“Æðislegt að vera kominn heim Hann telur að viðtalið hafi ekki breytt áliti manna á honum þó svo að hann segist finna fyrir ögn meiri virðingu í sinn garð. En sjálfum líður honum vel, ekki síst með að vera kominn aftur heim í Keflavík eftir stutt stopp í bæði Grindavík og Skallagrími. „Það er bara æðislegt að vera kominn aftur heim og að spila í mínu liði. Þessi vetur er líka eins og við ætluðum að hafa hann. Við erum á góðum stað í deildinni og tilhlökkunin mikil fyrir úrslitakeppninni.“ Keflavík var á toppnum framan af vetri en hefur gefið eftir síðustu vikurnar. Engum dylst mikilvægi leiksins í kvöld og Magnús segist líta á hann eins og bikarúrslitaleik. En hann hefur engar áhyggjur af stöðu Keflavíkurliðsins. „Öll lið hafa dalað á tímabilinu og nú kom að okkur. Fólk er því að gera svolítið mikið úr þessu finnst mér. Við ætluðum aldrei að fara í gegnum heilt tímabil og vinna alla leiki.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍR | Mikilvægur leikur fyrir bæði lið Í beinni: KR - Höttur | Síðasti séns fyrir Hattarmenn Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli