Stingur upp á fimm ára fríi frá lífeyrissjóðsgreiðslum fyrir íbúðarkaupendur Birgir Örn Steinarsson skrifar 29. mars 2016 15:13 Kristófer segist hafa áhuga á að kaupa sér íbúð en að það sé erfitt miðað við hvernig kerfið sé í dag. Visir/Hákon Broder Lund Með fyrstu íbúðarkaupum ættu lífeyrisgreiðslur hvers mánaðar að greiðast beint inn á húsnæðislánið í fimm ár. Þetta er hugmynd sem Kristófer Már Maronsson, hagfræðinemi og framkvæmdarstjóri Stúdentaráðs, kastar fram í pistli sínum „Má ég bjóða þér fasteign fyrir þrítugt?“ á Rómur.is sem er nýstofnaður vefur ungs frjálslynds fólks. Með þessu gætu þeir sem væru að kaupa sínar fyrstu fasteignir sloppið við himinháa vexti og borgað hraðar niður lán sín. „Hugmyndin er í raun sprottin á þeirri löngun minni að geta sleppt því að borga vaxtargjöld á ævinni því mér finnst þau vera svolítið eins og að henda pening,“ útskýrir Kristófer Már sem er 22 ára hagfræðinemi, hálfnaður með BS-námið og byrjaður að íhuga hvernig best sé að koma sér út á fasteignamarkaðinn. „Mig langar til þess að kaupa íbúð en ég sé bara ekki fram á að geta það. Fyrsta hindrun er að þurfa að safna fyrir útborgun en svo þegar hún er komin þá taka vaxtargjöldin við. Þegar maður byrjar að borga af láninu sínu eru vextirnir himinháir sama hvora leiðina þú ferð. Annað hvort eru þetta vextir í formi almenna vaxtagjalda eða í formi verðtryggingar. Þetta er raunveruleikinn sem foreldrar mínir búa við. Þetta er ekki raunveruleiki sem mig langar að búa við“.Kristófer trúir því að það myndi hafa góðar afleiðingar fyrir einstaklinga ef það fengi 5 ára frí frá Lífeyrissjóðsgreiðslum við fyrstu íbúðarkaup.Gætu eignast húsnæðið 10 árum fyrrÍ pistli sínum tekur Kristófer dæmi þar sem par kaupir íbúð að verðmæti 30 milljónir króna og fái lán til 25,5 milljónir króna til 25 ára. Fari þau þessa leið gæti parið parið greitt rétt rúmlega 10 milljónir aukalega inn á lánið miðað við 15,5% iðgjald og fullnýttan séreignarsparnað. Þannig myndu þau spara um 1,8 milljónir króna í vaxtakostnað miðað við 7,23% fasta vexti. Þá myndu þau spara rúmar 13 milljónir í vaxtakostnað þar sem þau greiddur hratt inn á lánið og eignast húsnæðið 10 árum fyrr. Þau myndu þá safna lífeyri seinna á ævinni en á sama tíma yrðu þau líklegast tekjuhærri og kaupmáttur þeirra meiri. Helsta gagnrýni sem Kristófer hefur fengið á hugmyndina er að hugsanlega yrði þetta til þess að verð á minni íbúðum myndi rjúka upp. Hann segir margar leiðir til þess að koma í veg fyrir það og bendir á nýlega skýrslu Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagræðing hjá Viðskiptaráði Íslands, þar sem kynntar eru hugmyndir til þess að ná húsnæðisverði niður.Guðlaugur er hrifinn af hugmynd Kristófers.Visir/Vilhelm„Sitt hvor hliðin á sama peningnum" Greinin hefur þegar vakið athygli þingmannanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hjá Sjálfstæðisflokk og Frosta Sigurjónssonar hjá Framsóknarflokk. Guðlaugur segir hugmyndina vera í anda þeirra sem hann sjálfur hafi nú lagt áherslu á í um áratug. „Það hefur svo sem alltaf verið þörf á því að stilla saman lífeyrismálin og húsnæðismálin,“ segir Guðlaugur Þór. „Það er sitthvort hliðin á sama peningnum, eign í húsnæði og sparnaður. Fólk er svo miklu betur sett ef það er skuldlágu eða skuldlausu húsnæði þegar það kemur á lífeyrisaldurinn“. Guðlaugur segir að eins og kerfið sé í dag fái fólk ekki full lífeyrisréttindi fyrr en það er búið að greiða í sjóðina í ákveðinn tíma. „Okkar hugmynd hefur verið sú að þú gætir nýtt þær greiðslur, sem fylgja sumarvinnu og öðru slíku, beint í greiðslur á húsnæði“. Hugmynd Kristófers er ólík að því leiti að þar er miðað við fimm ára „frest“ á því að greiða í lífeyrissjóðina sem hefjist við fyrstu íbúðarkaup, sama hvenær á æviskeiðinu þau fari fram. Hann segir það skrítna hugmynd að ef það eigi að vera samspil á milli lífeyrissjóðs og húsnæðiskaupa að það sé tengt einhverju tilteknu æviskeiði. „Fólk á að geta gert þetta á sínum forsendum,“ segir Kristófer. „Það er skrítið að vera binda við aldur eða að ungt fólk verði að stóla á foreldrahjálp. Það geta komið upp aðstæður þegar maður er ungur sem valda því að þú ferð aðeins seinna inn á húsnæðismarkaðinn. Þú átt ekki að þurfa gjalda fyrir það. Við getum ekki öll lifað alveg eins lífi“. Guðlaugur Þór segir hugmynd Kristófers vera stærra skref áfram en eldri hugmyndir og vill skoða hana af fullri alvöru. Hann segist ætla nýta sér hugmyndina að einhverju leyti í formi þingmáls og að hann hafi áhuga á því að koma henni á dagskrá þingsins með einhverjum hætti í vor. Tengdar fréttir Ungt fólk geti lent í fátækragildru Hækkun skyldulífeyrisgreiðslna með SALEK-samkomulaginu gætu stuðlað að því að fólk lendi í fátæktrargildru að sögn Ásgeirs Jónssonar hagfræðings. 19. mars 2016 07:00 Sparnaður landsmanna fer í lífeyrissjóði og fasteignir Óvíst er að ráðlegging sérfræðings New York Times um að hlutabréf séu besti fjárfestingarkosturinn eigi við hér. Samantekt Vísbendingar sýnir að fasteignir eru slakur kostur í samanburði við aðra. 22. febrúar 2016 10:30 Mörg úrræði stjórnvalda í húsnæðismálum „útþynnt“ Þörf á hnitmiðaðri aðgerðum til afmarkaðri hópa, segja þátttakendur í pallborðsumræðum VÍB. 10. mars 2016 13:30 Tvöfalt fleiri að kaupa fyrstu íbúð Kaup fyrirtækja á íbúðum af einstaklingum jukust milli áranna 2010 og 2013 en hafa verið nokkuð stöðug seinustu tvö ár. 3. febrúar 2016 11:19 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Með fyrstu íbúðarkaupum ættu lífeyrisgreiðslur hvers mánaðar að greiðast beint inn á húsnæðislánið í fimm ár. Þetta er hugmynd sem Kristófer Már Maronsson, hagfræðinemi og framkvæmdarstjóri Stúdentaráðs, kastar fram í pistli sínum „Má ég bjóða þér fasteign fyrir þrítugt?“ á Rómur.is sem er nýstofnaður vefur ungs frjálslynds fólks. Með þessu gætu þeir sem væru að kaupa sínar fyrstu fasteignir sloppið við himinháa vexti og borgað hraðar niður lán sín. „Hugmyndin er í raun sprottin á þeirri löngun minni að geta sleppt því að borga vaxtargjöld á ævinni því mér finnst þau vera svolítið eins og að henda pening,“ útskýrir Kristófer Már sem er 22 ára hagfræðinemi, hálfnaður með BS-námið og byrjaður að íhuga hvernig best sé að koma sér út á fasteignamarkaðinn. „Mig langar til þess að kaupa íbúð en ég sé bara ekki fram á að geta það. Fyrsta hindrun er að þurfa að safna fyrir útborgun en svo þegar hún er komin þá taka vaxtargjöldin við. Þegar maður byrjar að borga af láninu sínu eru vextirnir himinháir sama hvora leiðina þú ferð. Annað hvort eru þetta vextir í formi almenna vaxtagjalda eða í formi verðtryggingar. Þetta er raunveruleikinn sem foreldrar mínir búa við. Þetta er ekki raunveruleiki sem mig langar að búa við“.Kristófer trúir því að það myndi hafa góðar afleiðingar fyrir einstaklinga ef það fengi 5 ára frí frá Lífeyrissjóðsgreiðslum við fyrstu íbúðarkaup.Gætu eignast húsnæðið 10 árum fyrrÍ pistli sínum tekur Kristófer dæmi þar sem par kaupir íbúð að verðmæti 30 milljónir króna og fái lán til 25,5 milljónir króna til 25 ára. Fari þau þessa leið gæti parið parið greitt rétt rúmlega 10 milljónir aukalega inn á lánið miðað við 15,5% iðgjald og fullnýttan séreignarsparnað. Þannig myndu þau spara um 1,8 milljónir króna í vaxtakostnað miðað við 7,23% fasta vexti. Þá myndu þau spara rúmar 13 milljónir í vaxtakostnað þar sem þau greiddur hratt inn á lánið og eignast húsnæðið 10 árum fyrr. Þau myndu þá safna lífeyri seinna á ævinni en á sama tíma yrðu þau líklegast tekjuhærri og kaupmáttur þeirra meiri. Helsta gagnrýni sem Kristófer hefur fengið á hugmyndina er að hugsanlega yrði þetta til þess að verð á minni íbúðum myndi rjúka upp. Hann segir margar leiðir til þess að koma í veg fyrir það og bendir á nýlega skýrslu Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagræðing hjá Viðskiptaráði Íslands, þar sem kynntar eru hugmyndir til þess að ná húsnæðisverði niður.Guðlaugur er hrifinn af hugmynd Kristófers.Visir/Vilhelm„Sitt hvor hliðin á sama peningnum" Greinin hefur þegar vakið athygli þingmannanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hjá Sjálfstæðisflokk og Frosta Sigurjónssonar hjá Framsóknarflokk. Guðlaugur segir hugmyndina vera í anda þeirra sem hann sjálfur hafi nú lagt áherslu á í um áratug. „Það hefur svo sem alltaf verið þörf á því að stilla saman lífeyrismálin og húsnæðismálin,“ segir Guðlaugur Þór. „Það er sitthvort hliðin á sama peningnum, eign í húsnæði og sparnaður. Fólk er svo miklu betur sett ef það er skuldlágu eða skuldlausu húsnæði þegar það kemur á lífeyrisaldurinn“. Guðlaugur segir að eins og kerfið sé í dag fái fólk ekki full lífeyrisréttindi fyrr en það er búið að greiða í sjóðina í ákveðinn tíma. „Okkar hugmynd hefur verið sú að þú gætir nýtt þær greiðslur, sem fylgja sumarvinnu og öðru slíku, beint í greiðslur á húsnæði“. Hugmynd Kristófers er ólík að því leiti að þar er miðað við fimm ára „frest“ á því að greiða í lífeyrissjóðina sem hefjist við fyrstu íbúðarkaup, sama hvenær á æviskeiðinu þau fari fram. Hann segir það skrítna hugmynd að ef það eigi að vera samspil á milli lífeyrissjóðs og húsnæðiskaupa að það sé tengt einhverju tilteknu æviskeiði. „Fólk á að geta gert þetta á sínum forsendum,“ segir Kristófer. „Það er skrítið að vera binda við aldur eða að ungt fólk verði að stóla á foreldrahjálp. Það geta komið upp aðstæður þegar maður er ungur sem valda því að þú ferð aðeins seinna inn á húsnæðismarkaðinn. Þú átt ekki að þurfa gjalda fyrir það. Við getum ekki öll lifað alveg eins lífi“. Guðlaugur Þór segir hugmynd Kristófers vera stærra skref áfram en eldri hugmyndir og vill skoða hana af fullri alvöru. Hann segist ætla nýta sér hugmyndina að einhverju leyti í formi þingmáls og að hann hafi áhuga á því að koma henni á dagskrá þingsins með einhverjum hætti í vor.
Tengdar fréttir Ungt fólk geti lent í fátækragildru Hækkun skyldulífeyrisgreiðslna með SALEK-samkomulaginu gætu stuðlað að því að fólk lendi í fátæktrargildru að sögn Ásgeirs Jónssonar hagfræðings. 19. mars 2016 07:00 Sparnaður landsmanna fer í lífeyrissjóði og fasteignir Óvíst er að ráðlegging sérfræðings New York Times um að hlutabréf séu besti fjárfestingarkosturinn eigi við hér. Samantekt Vísbendingar sýnir að fasteignir eru slakur kostur í samanburði við aðra. 22. febrúar 2016 10:30 Mörg úrræði stjórnvalda í húsnæðismálum „útþynnt“ Þörf á hnitmiðaðri aðgerðum til afmarkaðri hópa, segja þátttakendur í pallborðsumræðum VÍB. 10. mars 2016 13:30 Tvöfalt fleiri að kaupa fyrstu íbúð Kaup fyrirtækja á íbúðum af einstaklingum jukust milli áranna 2010 og 2013 en hafa verið nokkuð stöðug seinustu tvö ár. 3. febrúar 2016 11:19 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Ungt fólk geti lent í fátækragildru Hækkun skyldulífeyrisgreiðslna með SALEK-samkomulaginu gætu stuðlað að því að fólk lendi í fátæktrargildru að sögn Ásgeirs Jónssonar hagfræðings. 19. mars 2016 07:00
Sparnaður landsmanna fer í lífeyrissjóði og fasteignir Óvíst er að ráðlegging sérfræðings New York Times um að hlutabréf séu besti fjárfestingarkosturinn eigi við hér. Samantekt Vísbendingar sýnir að fasteignir eru slakur kostur í samanburði við aðra. 22. febrúar 2016 10:30
Mörg úrræði stjórnvalda í húsnæðismálum „útþynnt“ Þörf á hnitmiðaðri aðgerðum til afmarkaðri hópa, segja þátttakendur í pallborðsumræðum VÍB. 10. mars 2016 13:30
Tvöfalt fleiri að kaupa fyrstu íbúð Kaup fyrirtækja á íbúðum af einstaklingum jukust milli áranna 2010 og 2013 en hafa verið nokkuð stöðug seinustu tvö ár. 3. febrúar 2016 11:19
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent