Heimir: Vona að mönnum sé ekki sama um tapleiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2016 06:30 Aron Einar Gunnarsson fyrirliði er hér fyrir miðri mynd á æfingu íslenska landsliðsins á keppnisvellinum í Pireus í gær. mynd/ksí/Hilmar Þór guðmundsson Ísland leikur í dag sinn þriðja síðasta leik áður en kemur að stóru stundinni á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi og strákarnir okkar takast á við Cristiano Ronaldo og félaga hans í portúgalska landsliðinu í St. Etienne þann 14. júní. Ísland mætir Grikkjum í vináttulandsleik ytra og munu okkar menn reyna að bæta upp fyrir tapið gegn Danmörku á skírdag. Raunar hefur Ísland aðeins unnið einn af átta leikjum sínum eftir að EM-sætið var tryggt og engan þegar þeir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa verið með sitt sterkasta lið. Eftir þessa landsleikjatörn mun Ísland hafa aðeins nokkrar æfingar og tvo æfingaleiki í lok maí og byrjun júní áður en mótið hefst í Frakklandi. Heimir segir að það hafi gengið vel að nýta tímann nú um páskana með landsliðinu og að leikurinn gegn Dönum hafi kennt mönnum mikið. „Við gerum okkur grein fyrir því að sá leikur var ekki góður – langt frá því að vera fullkominn,“ sagði Heimir í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Við höfum verið að skerpa á ýmsum hlutum, bæði á æfingum og á fundum, og vonandi fáum við tækifæri gegn Grikklandi til að sýna betri leik.“Ekki sama skerpa í hugsun Heimir efast ekki um að menn hafi lagt sig fram gegn Dönum og lagt sig alla fram. „En það var ekki sama skerpa í hugsun, sem sást til dæmis í því að við töpuðum allt of mörgum návígjum, bæði í vörn og sókn. Það eru einhver prósent í hugarfari sem valda því,“ segir Heimir sem vonar að leikmenn séu ekki ónæmir fyrir tapleikjum, sama þó að um vináttulandsleiki sé að ræða. „Ég vona að mönnum sé ekki sama um að þeir tapi leikjum. Það væri skrýtinn landsliðsmaður sem væri alveg sama um töp,“ segir Heimir en bætir við að hann hafi ekki áhyggjur af því að tap í vináttulandsleik í mars hafi áhrif á landsliðið þegar EM hefst. „Það er tvennt ólíkt að hugsa um þessi mál út frá landsliðum annars vegar og félagsliðum hins vegar. Sigur á Grikkjum á morgun [í dag] þýðir ekki endilega að menn mæti með blússandi sjálfstraust í leik gegn Noregi eftir tvo mánuði,“ segir hann en næsti leikur Íslands verður gegn Noregi í Ósló þann 31. maí. „Það sem skiptir meira máli þá er það sem gerist hjá leikmönnunum sjálfum síðustu daga og vikur á undan.“Rennum blint í sjóinn Heimir veit ekki hverju hann á að búast við af Grikkjunum í kvöld. Liðið sé að byggja sig upp eftir slæma undankeppni fyrir EM 2016 og tíð þjálfaraskipti. Fjórum fastamönnum í liðinu hafi þar að auki verið gefið frí í leiknum í dag. „Við erum því að renna blint í sjóinn. Það væri gott ef þeir myndu spila með þrjá miðverði, eins og Danir. Við lærðum mikið af því og erum með lausnir sem við viljum gjarnan útfæra í þessum leik. Það væri gott ef leikmenn gætu sýnt að þeir séu búnir að meðtaka það sem fór úrskeiðis gegn Dönum,“ segir Heimir. Leikurinn hefst klukkan 17.30 í dag og fer fram á Karaiskakis-leikvanginum í Pireus-borg, rétt utan höfuðborgarinnar Aþenu. Það er heimavöllur Olympiakos og tekur 33 þúsund manns í sæti. Grikkir mættu þar Svartfellingum á fimmtudag og unnu 2-1 sigur en aðeins þrjú þúsund áhorfendur voru á leiknum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00 Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira
Ísland leikur í dag sinn þriðja síðasta leik áður en kemur að stóru stundinni á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi og strákarnir okkar takast á við Cristiano Ronaldo og félaga hans í portúgalska landsliðinu í St. Etienne þann 14. júní. Ísland mætir Grikkjum í vináttulandsleik ytra og munu okkar menn reyna að bæta upp fyrir tapið gegn Danmörku á skírdag. Raunar hefur Ísland aðeins unnið einn af átta leikjum sínum eftir að EM-sætið var tryggt og engan þegar þeir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa verið með sitt sterkasta lið. Eftir þessa landsleikjatörn mun Ísland hafa aðeins nokkrar æfingar og tvo æfingaleiki í lok maí og byrjun júní áður en mótið hefst í Frakklandi. Heimir segir að það hafi gengið vel að nýta tímann nú um páskana með landsliðinu og að leikurinn gegn Dönum hafi kennt mönnum mikið. „Við gerum okkur grein fyrir því að sá leikur var ekki góður – langt frá því að vera fullkominn,“ sagði Heimir í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Við höfum verið að skerpa á ýmsum hlutum, bæði á æfingum og á fundum, og vonandi fáum við tækifæri gegn Grikklandi til að sýna betri leik.“Ekki sama skerpa í hugsun Heimir efast ekki um að menn hafi lagt sig fram gegn Dönum og lagt sig alla fram. „En það var ekki sama skerpa í hugsun, sem sást til dæmis í því að við töpuðum allt of mörgum návígjum, bæði í vörn og sókn. Það eru einhver prósent í hugarfari sem valda því,“ segir Heimir sem vonar að leikmenn séu ekki ónæmir fyrir tapleikjum, sama þó að um vináttulandsleiki sé að ræða. „Ég vona að mönnum sé ekki sama um að þeir tapi leikjum. Það væri skrýtinn landsliðsmaður sem væri alveg sama um töp,“ segir Heimir en bætir við að hann hafi ekki áhyggjur af því að tap í vináttulandsleik í mars hafi áhrif á landsliðið þegar EM hefst. „Það er tvennt ólíkt að hugsa um þessi mál út frá landsliðum annars vegar og félagsliðum hins vegar. Sigur á Grikkjum á morgun [í dag] þýðir ekki endilega að menn mæti með blússandi sjálfstraust í leik gegn Noregi eftir tvo mánuði,“ segir hann en næsti leikur Íslands verður gegn Noregi í Ósló þann 31. maí. „Það sem skiptir meira máli þá er það sem gerist hjá leikmönnunum sjálfum síðustu daga og vikur á undan.“Rennum blint í sjóinn Heimir veit ekki hverju hann á að búast við af Grikkjunum í kvöld. Liðið sé að byggja sig upp eftir slæma undankeppni fyrir EM 2016 og tíð þjálfaraskipti. Fjórum fastamönnum í liðinu hafi þar að auki verið gefið frí í leiknum í dag. „Við erum því að renna blint í sjóinn. Það væri gott ef þeir myndu spila með þrjá miðverði, eins og Danir. Við lærðum mikið af því og erum með lausnir sem við viljum gjarnan útfæra í þessum leik. Það væri gott ef leikmenn gætu sýnt að þeir séu búnir að meðtaka það sem fór úrskeiðis gegn Dönum,“ segir Heimir. Leikurinn hefst klukkan 17.30 í dag og fer fram á Karaiskakis-leikvanginum í Pireus-borg, rétt utan höfuðborgarinnar Aþenu. Það er heimavöllur Olympiakos og tekur 33 þúsund manns í sæti. Grikkir mættu þar Svartfellingum á fimmtudag og unnu 2-1 sigur en aðeins þrjú þúsund áhorfendur voru á leiknum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00 Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45
Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13
Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00