Pöndur í baði og brennandi Trump Birta Björnsdóttir skrifar 27. mars 2016 20:30 Frans páfi fordæmdi hryðjuverk og stöðu flóttamanna í heiminum í árlegu páskaávarpi sínu í dag. Í Mexíkó var lagður eldur að eftirmynd Donalds Trump. Birta Björnsdóttir skoðaði hvað nokkrir jarðarbúar höfðu fyrir stafni á páskasunnudag. Páfinn gerði stöðu flóttamanna í heiminum að umtalsefni í árlegu páskaávarpi sem hann flutti fyrir troðfullu Péturstorginu í Róm. „Of oft er bræðrum okkar og systrum mætt með dauða og höfnun af fólki sem ætti að taka þeim fagnandi og bjóða þeim aðstoð,“ sagði páfinn. Og pólitísk ádeila var víðar þennan páskasunnudag. Í Mexíkó sáu einhverjir tilefni til að leggja eld að eftirmynd forsetaframbjóðandans umdeilda Donalds Trump. „Þetta er leið til að hefna sín á þeim sem manni finnst eiga það skilið á páskasunnudag. Að ná fram hefndum á fólki sem hefur skaðað mann eða svikið,“ sagði Miguel Angel Tinoco, íbúi í Mexíkóborg. „Í þetta sinn völdum við Donald Trump því við erum orðin langþreytt á vitleysunni sem hann lætur útúr sér. Ég vona sannarlega að hann verði ekki kjörinn forseti.“ Í þorpinu Horhausen í Þýskalandi reyndu áhugasamir með sér í páskaeggjakasti í dag. Þetta er árleg hefð þar á bæ og fer fram hvernig sem viðrar. Páskaeggjunum er síðar safnað saman og þau borðuð með bestu lyst. Nema þau sem brotna í þúsund mola. Þau eru skilin eftir fyrir fuglana. Sami sóðaskapur var hreint ekki uppi á tengingum hjá pöndunni Tian Tian sem brá sér í páskabaðið í dýragarðinum í Washington í Bandaríkjunum í dag. Pöndur baða sig víst ekki að staðaldri en samkvæmt upplýsingum frá dýragarðinum finnst Tian Tian gaman að leika sér í vatni á fengitímanum. Á meðan pabbi gamli baðaði sig lúrði sonur hans Bei Bei í búri sínu. Ekki fylgdi sögunni hvort þeir feðgar fengu páskaegg í ár. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá nánar hvað þessir jarðarbúar höfðu fyrir stafni þennan páskasunnudag. Donald Trump Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Frans páfi fordæmdi hryðjuverk og stöðu flóttamanna í heiminum í árlegu páskaávarpi sínu í dag. Í Mexíkó var lagður eldur að eftirmynd Donalds Trump. Birta Björnsdóttir skoðaði hvað nokkrir jarðarbúar höfðu fyrir stafni á páskasunnudag. Páfinn gerði stöðu flóttamanna í heiminum að umtalsefni í árlegu páskaávarpi sem hann flutti fyrir troðfullu Péturstorginu í Róm. „Of oft er bræðrum okkar og systrum mætt með dauða og höfnun af fólki sem ætti að taka þeim fagnandi og bjóða þeim aðstoð,“ sagði páfinn. Og pólitísk ádeila var víðar þennan páskasunnudag. Í Mexíkó sáu einhverjir tilefni til að leggja eld að eftirmynd forsetaframbjóðandans umdeilda Donalds Trump. „Þetta er leið til að hefna sín á þeim sem manni finnst eiga það skilið á páskasunnudag. Að ná fram hefndum á fólki sem hefur skaðað mann eða svikið,“ sagði Miguel Angel Tinoco, íbúi í Mexíkóborg. „Í þetta sinn völdum við Donald Trump því við erum orðin langþreytt á vitleysunni sem hann lætur útúr sér. Ég vona sannarlega að hann verði ekki kjörinn forseti.“ Í þorpinu Horhausen í Þýskalandi reyndu áhugasamir með sér í páskaeggjakasti í dag. Þetta er árleg hefð þar á bæ og fer fram hvernig sem viðrar. Páskaeggjunum er síðar safnað saman og þau borðuð með bestu lyst. Nema þau sem brotna í þúsund mola. Þau eru skilin eftir fyrir fuglana. Sami sóðaskapur var hreint ekki uppi á tengingum hjá pöndunni Tian Tian sem brá sér í páskabaðið í dýragarðinum í Washington í Bandaríkjunum í dag. Pöndur baða sig víst ekki að staðaldri en samkvæmt upplýsingum frá dýragarðinum finnst Tian Tian gaman að leika sér í vatni á fengitímanum. Á meðan pabbi gamli baðaði sig lúrði sonur hans Bei Bei í búri sínu. Ekki fylgdi sögunni hvort þeir feðgar fengu páskaegg í ár. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá nánar hvað þessir jarðarbúar höfðu fyrir stafni þennan páskasunnudag.
Donald Trump Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira