Erlent

Trump segir Bandaríkin hafa verið rænd um árabil

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/Getty
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump segir að Bandaríkin hafi verið rænd, þar af meðal af bandamönnum sínum um árabil. Hann heitir því að setja Bandaríkin fyrst þegar kemur að utanríkismálum, verði hann forseti. Bandaríkin séu svo skuldsetta að þau geti ekki haldið áfram að „verja alla“ ókeypis.

Þá segir hann NATO vera úrelt bandalag og að Bandaríkin setji of mikinn pening í Sameinuðu þjóðirnar.

„Við fáum ekkert út úr Sameinuðu þjóðunum,“ sagði Trump í ítarlegu viðtali við New York Times. „Þeir virða okkur ekki, þeir gera ekki það sem við viljum, en við fjármögnum þá samt áfram hlutfallslega mest.“

Meðal þess sem Trump segir að komi til greina að gera er að kalla hermenn heim frá Japan og Suður-Kóreu, ef þau ríki borgi ekki meira til Bandaríkjanna. Þá ættu Bandaríkin að hætta að kaupa olíu af Sádi-Arabíu, ef þeir sendi ekki hermenn gegn Íslamska ríkinu.

Hann sagði utanríkisstefnu Bandaríkjanna vera allt of kostnaðarsama. Bandaríkin séu allt of skuldsett og geti ekki haldið áfram að verja bandamenn sína ókeypis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×