Stjórnarandstaðan bíður eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins Birta Björnsdóttir skrifar 25. mars 2016 16:34 Formaður Bjartrar framtíðar furðar sig á því að forsætisráðherra þyki eðiliegt að skilgreina siðferði sitt sjálfur. Hann segist bíða eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins af málinu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, skrifaði færslu á Facebook í gær í kjölfar viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Fréttablaðinu. Þar segist Óttarr meðal annars fá dálítið í magann yfir forsætisráðherra sem finnst fullkomlega eðlilegt að deila ekki kjörum sínum með þjóð sinni sem er föst innan gjaldeyrishafta, forsætisráðherra sem líkir hagsmunum af hundruð milljóna kröfu við hagsmuni almennings í gegnum lífeyrissjóði. „Ég hef verið hugsi eins og svo margir aðrir alveg síðan að málið kom upp. Verið að reyna átta mig á því. Síðan skrifaði ég viðbrögð við tiltali við forsætisráðherra í gær sem mér fannst vera svo makalaust. Ég átti nú von á því að forsætisráðherra áttaði sig á því hvað fólki þætti skrítið að hann skyldi ekki hafa látið vita af þessu fyrr og átti ekki von á því að hann kæmi svona sterkt fram með þá skoðun að hann teldi það fullkomlega eðlilegt að hann skilgreindi sitt siðferði sjálfur,“ segir Óttar í samtali við fréttastofu. „Það hefur verið gefið í skyn að það séu fleiri upplýsingar sem eigi eftir að koma í ljós. Við eigum eftir að skoða betur og átta okkur betur á því hvort þetta hafi verið vanhæfi og svo framvegis. Við í Bjartri framtíð, eins og aðrir flokkar, erum að reyna að átta okkur á ástandinu og næstu skrefum í þinginu.“ Óttar segir að stjórnarandstaðan hafi ekki fundað formlega undanfarna daga þar sem að fundahlé standi nú yfir á Alþingi. Nokkrir fulltrúar hafi hist og rætt málin á borgarafundi um heilbrigðismál. „Við höfum enn ekki ákveðið neitt enda biðum við eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. Síðan bíðum við enn eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Óttar að lokum.Er hugsi.Ég á erfitt með forsætisráðherra sem takmarkar siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Ég held ég sé...Posted by Óttarr Proppé on Thursday, 24 March 2016 Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar furðar sig á því að forsætisráðherra þyki eðiliegt að skilgreina siðferði sitt sjálfur. Hann segist bíða eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins af málinu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, skrifaði færslu á Facebook í gær í kjölfar viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Fréttablaðinu. Þar segist Óttarr meðal annars fá dálítið í magann yfir forsætisráðherra sem finnst fullkomlega eðlilegt að deila ekki kjörum sínum með þjóð sinni sem er föst innan gjaldeyrishafta, forsætisráðherra sem líkir hagsmunum af hundruð milljóna kröfu við hagsmuni almennings í gegnum lífeyrissjóði. „Ég hef verið hugsi eins og svo margir aðrir alveg síðan að málið kom upp. Verið að reyna átta mig á því. Síðan skrifaði ég viðbrögð við tiltali við forsætisráðherra í gær sem mér fannst vera svo makalaust. Ég átti nú von á því að forsætisráðherra áttaði sig á því hvað fólki þætti skrítið að hann skyldi ekki hafa látið vita af þessu fyrr og átti ekki von á því að hann kæmi svona sterkt fram með þá skoðun að hann teldi það fullkomlega eðlilegt að hann skilgreindi sitt siðferði sjálfur,“ segir Óttar í samtali við fréttastofu. „Það hefur verið gefið í skyn að það séu fleiri upplýsingar sem eigi eftir að koma í ljós. Við eigum eftir að skoða betur og átta okkur betur á því hvort þetta hafi verið vanhæfi og svo framvegis. Við í Bjartri framtíð, eins og aðrir flokkar, erum að reyna að átta okkur á ástandinu og næstu skrefum í þinginu.“ Óttar segir að stjórnarandstaðan hafi ekki fundað formlega undanfarna daga þar sem að fundahlé standi nú yfir á Alþingi. Nokkrir fulltrúar hafi hist og rætt málin á borgarafundi um heilbrigðismál. „Við höfum enn ekki ákveðið neitt enda biðum við eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. Síðan bíðum við enn eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Óttar að lokum.Er hugsi.Ég á erfitt með forsætisráðherra sem takmarkar siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Ég held ég sé...Posted by Óttarr Proppé on Thursday, 24 March 2016
Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Sjá meira
Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30
Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00
Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53