Hefur aldrei verið vinsælli eftir að hafa afneitað frægðinni með laginu I Took a Pill in Ibiza Birgir Olgeirsson skrifar 25. mars 2016 16:05 Lagahöfundurinn Mike Posner sagði skilið við sviðsljósið sökum kvíða og þunglyndis eftir að hafa slegið í gegn 22 ára. Vísir/Getty Bandaríski lagahöfundurinn Mike Posner samdi lag til að afneita frægðinni en kaldhæðni örlaganna gerði það að verkum að hann hefur aldrei verið frægari. Lagið umrædda heitir I Took a Pill in Ibiza og fjallar um fallvaltleika frægðarinnar en fyrstu línur lagsins segja frá því þegar Posner tók pillu á eyjunni Ibiza til að ganga í augun á sænska plötusnúðinum Avicii. Sú útgáfa lagsins sem hefur slegið í gegn víða um heim er endurgerð norska rafdanstónlistardúettsins SeeB.Hún er ansi frábrugðin upprunlegu útgáfu Posners sem hann sendi frá sér í júní í fyrra á fjögurra laga plötunni The Truth.Posner rekur uppruna lagsins til þess þegar hann fór til Svíþjóðar til að semja lag með Avicii sem síðar var nefnt Stay with You. Avicii hafði verið bókaður á tónleika á Ibiza og fór svo að Posner slóst með í för. Á meðan sænski plötusnúðurinn tryllti lýðinn gat Posner látið eins og almennur tónleikagestur því enginn þekkti hann þar, nema einn ungur maður sem bauð honum umrædda pillu. „Ég tók hana og það var frábært. Þegar rann af mér leið mér eins og ég væri tíu árum eldri," sagði Posner sjálfur um þessa reynslu. Posner sló fyrst í gegn 22 ára árið 2010 þegar hann gaf út lagið Cooler Than Me sem náði ans ofarlega á vinsældarlista það ár. Lögin sem voru gefin út í kjölfarið fengu einhverja athygli en ekki í nánd eins mikla.Fjallað er um óvænta endurkomu hans í sviðsljósið á vef Vulture en þar kemur fram að Posner reyndi að fylgja vinsældunum eftir en leið ekki vel með að vera í sviðsljósinu sökum kvíða og þunglyndis. Hann sagði því skilið við frægðina og fór að semja lög fyrir aðra tónlistarmenn en hann samdi til dæmis Boyfriend með Justin Bieber og Sugar með Maroon 5. Vulture bendir á að hann hafi í raun stefnt á sömu braut og Dan Wilson og Linda Perry, tónlistarmenn sem náðu vinsældum en hurfu síðan á bak við tjöldin þar sem þeir héldu áfram að semja geysivinsæl lög en fyrir aðra tónlistarmenn. Dan Wilson var í hljómsveitinni Semisonic sem átti risasmellinn Closing Time árið 1998. Hann hefur unnið með fjölda listamanna og þar á meðal Adele, en þau sömdu saman lagið Someone Like You.Linda Perry var í hljómsveitinni 4 None Blondes sem flutti lagið What´s Up? Perry hvarf úr sviðsljósinu en hefur samið lög fyrir Christinu Aguilera, Gwen Stefani, Aliciu Keys, Ariana Grande og Miley Cyrus, svo dæmi séu tekin.En aftur að Posner. Lágstemmda útgáfan hans flaug ekki hátt en nú ári eftir það kom út þá er það á toppi vinsældalista þökk sé norska dúettinum sem hraðaði á laginu og bætti við danstakti."Það er ekki til neitt stig af frægð eða frama sem lætur vanlíðan hverfa," segir Mike Posner við Vulture.Vísir/GettyÍ samtali við Vulture segist hann gera sér grein fyrir kaldhæðninni, að lagið, þar sem hann afneitar frægðinni, skuli hafa komið honum aftur í sviðsljósið án þess að hann hafi sóst eftir því. Í laginu lýsir hann baráttu sinni við þunglyndi en segist vera á betri stað í dag. Hættur að drekka og í betri tengslum við tilfinningarnar. Hann segist ungur að árum hafa dreymt og frægð og frama en komst síðar að því að peningar og frægð losa þig ekki undan neikvæðum hugsunum. „Ég varð fyrir nokkurskonar uppljómun. Það er ekki til neitt stig af frægð eða frama sem lætur vanlíðan hverfa. Þegar ég var krakki sögðu foreldrar mínir við mig að ekki væri hægt að kaupa hamingju með peningum. Ég hugsaði á þeim tíma að þau hefðu hreinlega ekki þénað nógu mikið. Ég þurfti hins vegar að komast að þessu sjálfur. Ég fór því af stað í leit að viðurkenningu, frægð og peningum og var bara nokkuð góður í því og náði því frekar ungur. En það losaði mig ekki við vanlíðanina.” Næsta plata er væntanleg frá honum 6. maí næstkomandi en á henni verða báðar útgáfurnar af I Took a Pill in Ibiza. Lesa má viðtal Vulture við hann í heild hér. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira
Bandaríski lagahöfundurinn Mike Posner samdi lag til að afneita frægðinni en kaldhæðni örlaganna gerði það að verkum að hann hefur aldrei verið frægari. Lagið umrædda heitir I Took a Pill in Ibiza og fjallar um fallvaltleika frægðarinnar en fyrstu línur lagsins segja frá því þegar Posner tók pillu á eyjunni Ibiza til að ganga í augun á sænska plötusnúðinum Avicii. Sú útgáfa lagsins sem hefur slegið í gegn víða um heim er endurgerð norska rafdanstónlistardúettsins SeeB.Hún er ansi frábrugðin upprunlegu útgáfu Posners sem hann sendi frá sér í júní í fyrra á fjögurra laga plötunni The Truth.Posner rekur uppruna lagsins til þess þegar hann fór til Svíþjóðar til að semja lag með Avicii sem síðar var nefnt Stay with You. Avicii hafði verið bókaður á tónleika á Ibiza og fór svo að Posner slóst með í för. Á meðan sænski plötusnúðurinn tryllti lýðinn gat Posner látið eins og almennur tónleikagestur því enginn þekkti hann þar, nema einn ungur maður sem bauð honum umrædda pillu. „Ég tók hana og það var frábært. Þegar rann af mér leið mér eins og ég væri tíu árum eldri," sagði Posner sjálfur um þessa reynslu. Posner sló fyrst í gegn 22 ára árið 2010 þegar hann gaf út lagið Cooler Than Me sem náði ans ofarlega á vinsældarlista það ár. Lögin sem voru gefin út í kjölfarið fengu einhverja athygli en ekki í nánd eins mikla.Fjallað er um óvænta endurkomu hans í sviðsljósið á vef Vulture en þar kemur fram að Posner reyndi að fylgja vinsældunum eftir en leið ekki vel með að vera í sviðsljósinu sökum kvíða og þunglyndis. Hann sagði því skilið við frægðina og fór að semja lög fyrir aðra tónlistarmenn en hann samdi til dæmis Boyfriend með Justin Bieber og Sugar með Maroon 5. Vulture bendir á að hann hafi í raun stefnt á sömu braut og Dan Wilson og Linda Perry, tónlistarmenn sem náðu vinsældum en hurfu síðan á bak við tjöldin þar sem þeir héldu áfram að semja geysivinsæl lög en fyrir aðra tónlistarmenn. Dan Wilson var í hljómsveitinni Semisonic sem átti risasmellinn Closing Time árið 1998. Hann hefur unnið með fjölda listamanna og þar á meðal Adele, en þau sömdu saman lagið Someone Like You.Linda Perry var í hljómsveitinni 4 None Blondes sem flutti lagið What´s Up? Perry hvarf úr sviðsljósinu en hefur samið lög fyrir Christinu Aguilera, Gwen Stefani, Aliciu Keys, Ariana Grande og Miley Cyrus, svo dæmi séu tekin.En aftur að Posner. Lágstemmda útgáfan hans flaug ekki hátt en nú ári eftir það kom út þá er það á toppi vinsældalista þökk sé norska dúettinum sem hraðaði á laginu og bætti við danstakti."Það er ekki til neitt stig af frægð eða frama sem lætur vanlíðan hverfa," segir Mike Posner við Vulture.Vísir/GettyÍ samtali við Vulture segist hann gera sér grein fyrir kaldhæðninni, að lagið, þar sem hann afneitar frægðinni, skuli hafa komið honum aftur í sviðsljósið án þess að hann hafi sóst eftir því. Í laginu lýsir hann baráttu sinni við þunglyndi en segist vera á betri stað í dag. Hættur að drekka og í betri tengslum við tilfinningarnar. Hann segist ungur að árum hafa dreymt og frægð og frama en komst síðar að því að peningar og frægð losa þig ekki undan neikvæðum hugsunum. „Ég varð fyrir nokkurskonar uppljómun. Það er ekki til neitt stig af frægð eða frama sem lætur vanlíðan hverfa. Þegar ég var krakki sögðu foreldrar mínir við mig að ekki væri hægt að kaupa hamingju með peningum. Ég hugsaði á þeim tíma að þau hefðu hreinlega ekki þénað nógu mikið. Ég þurfti hins vegar að komast að þessu sjálfur. Ég fór því af stað í leit að viðurkenningu, frægð og peningum og var bara nokkuð góður í því og náði því frekar ungur. En það losaði mig ekki við vanlíðanina.” Næsta plata er væntanleg frá honum 6. maí næstkomandi en á henni verða báðar útgáfurnar af I Took a Pill in Ibiza. Lesa má viðtal Vulture við hann í heild hér.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira