Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2016 20:45 Vísir/getty Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Frakklandi sem fram fer í sumar. Íslenska liðið leit einfaldlega illa út í leiknum og þurfa þeir Heimir og Lars núna að finna svör fyrir EM. Íslenska liðið byrjaði leikinn af þó nokkrum krafti og náði leikmenn liðsins upp ágætis spili sín á milli. Danir unnu sig aftur á móti hægt og bítandi í takt við leikinn og þegar leið á fyrri hálfleikinn náðu þeir betri og betri tökum á leiknum. Eftir um tuttugu og fimm mínútna leik þurfti Ögmundur Kristinsson að hafa sig allan við þegar Christian Eriksen náði fínu skoti á markið beint úr aukaspyrnu og Ögmundur varði boltann alveg út við stöng. Gylfi Sigurðsson náði nokkrum ágætum skotum á mark Dani í hálfleiknum en Kasper Schmeichel var alltaf á réttum stað og sá við Gylfa. Staðan var því því markalaus eftir fyrstu 45 mínútur leiksins en Danir sterkari og með ágæt tök á leiknum. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkur Íslendinga en hann var aðeins fimm mínútna gamall þegar Nicolai Jørgensen skoraði laglegt mark eftir frábæran undirbúning frá Yussuf Yurary Poulsen sem lék illa á Kára Árnason í vörn Íslands. Slæm byrjun á síðari hálfleiknum og hún átti aðeins eftir að verða verri en Jørgensen var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar Christian Eriksen galopnaði vörn okkar Íslendinga, renndi boltanum á framherjann sem þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í autt netið. Í síðari hálfleiknum gekk lítið upp hjá íslenska liðinu. Samspil leikmanna var ekki nægilega gott og má segja að liðið hafi einfaldlega brotnað við þessi tvö mörk sem það fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks. Liðið varðist illa alveg frá fremsta manni til hins aftasta og það er eitthvað sem Lars og Heimir þurfa að skoða vel. Íslenska liðið sýndi fína takta undir lok leiksins sem endaði með nokkuð góðu marki frá Arnóri Ingva Traustasyni. Hann fékk boltann inni í vítateig Dana eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og gjörsamlega þrumaði boltanum í netið. Markið einstaklega glæsilegt og Kasper Schmeichel átti ekki möguleika. Liðið náði ekki að jafna metin og niðurstaðan því tap í Herning. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Frakklandi sem fram fer í sumar. Íslenska liðið leit einfaldlega illa út í leiknum og þurfa þeir Heimir og Lars núna að finna svör fyrir EM. Íslenska liðið byrjaði leikinn af þó nokkrum krafti og náði leikmenn liðsins upp ágætis spili sín á milli. Danir unnu sig aftur á móti hægt og bítandi í takt við leikinn og þegar leið á fyrri hálfleikinn náðu þeir betri og betri tökum á leiknum. Eftir um tuttugu og fimm mínútna leik þurfti Ögmundur Kristinsson að hafa sig allan við þegar Christian Eriksen náði fínu skoti á markið beint úr aukaspyrnu og Ögmundur varði boltann alveg út við stöng. Gylfi Sigurðsson náði nokkrum ágætum skotum á mark Dani í hálfleiknum en Kasper Schmeichel var alltaf á réttum stað og sá við Gylfa. Staðan var því því markalaus eftir fyrstu 45 mínútur leiksins en Danir sterkari og með ágæt tök á leiknum. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkur Íslendinga en hann var aðeins fimm mínútna gamall þegar Nicolai Jørgensen skoraði laglegt mark eftir frábæran undirbúning frá Yussuf Yurary Poulsen sem lék illa á Kára Árnason í vörn Íslands. Slæm byrjun á síðari hálfleiknum og hún átti aðeins eftir að verða verri en Jørgensen var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar Christian Eriksen galopnaði vörn okkar Íslendinga, renndi boltanum á framherjann sem þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í autt netið. Í síðari hálfleiknum gekk lítið upp hjá íslenska liðinu. Samspil leikmanna var ekki nægilega gott og má segja að liðið hafi einfaldlega brotnað við þessi tvö mörk sem það fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks. Liðið varðist illa alveg frá fremsta manni til hins aftasta og það er eitthvað sem Lars og Heimir þurfa að skoða vel. Íslenska liðið sýndi fína takta undir lok leiksins sem endaði með nokkuð góðu marki frá Arnóri Ingva Traustasyni. Hann fékk boltann inni í vítateig Dana eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og gjörsamlega þrumaði boltanum í netið. Markið einstaklega glæsilegt og Kasper Schmeichel átti ekki möguleika. Liðið náði ekki að jafna metin og niðurstaðan því tap í Herning.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira