Skortsölumarkaður ógegnsær hér á landi Ingvar Haraldsson skrifar 23. mars 2016 14:00 Jóhann Gísli Jóhannesson, sjóðsstjóri hjá GAMMA Lítið gegnsæi ríkir á markaði með skortsölu hér á landi. Þetta segir Jóhann Gísli Jóhannesson sjóðsstjóri, hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfasjóða hjá GAMMA, en hann flutti erindi um skortsölu á fundi Ungra fjárfesta í síðustu viku. „Í flestum kauphöllum erlendis er uppfært reglulega hvað mikið er útistandandi í skortstöðu.“ Jóhann segir að slíkt kerfi sé ekki við lýði hér á landi en æskilegt væri að Kauphöllin tæki upp slíkt kerfi svo allir aðilar á markaði hefðu sömu upplýsingar. Til þess að það sé mögulegt þyrfti ákveðnar lagabreytingar til. „Þetta getur orðið til þess að aðili sem á mikið af bréfum sem hann getur lánað með meiri upplýsingar en markaðurinn um hvað er verið að skortselja,“ segir hann. Skortsala gengur þannig fyrir sig að fjárfestar fá lánuð hlutabréf eða önnur verðbréf sem þeir selja í kjölfarið á markaði. Fjárfestarnir kaupa svo hlutabréfin aftur áður en þeir þurfa að skila þeim og vonast til að bréfin hafi lækkað í millitíðinni. Þannig reyna þeir að hagnast á lækkandi hlutabréfaverði. „Í grunninn ertu að veðja á móti markaðnum eða ákveðnu hlutabréfi.“ Hann segir að að virkur skortsölumarkaður eigi að draga úr sveiflum á markaði og þannig skapa heilbrigðari verðlagningu. Þetta geti dregið úr líkum á hlutabréfabólu. „Þegar þú getur bara keypt bréf á markaði þá skapar það hvata sem eru ekki eðlilegir á markaði.“ Jóhann bendir á að lífeyrissjóðirnir líti svo á að þeir megi ekki stunda skortsölu né lána bréf og Fjármálaeftirlitið sé sammála þeirri túlkun. „Skortur á lánsbréfum er oft stærsta vandamálið við skortsölu á Íslandi þar sem þeir eru stærstu fjárfestarnir í flestum skráðum hlutafélögunum. Þannig að það er búið að taka út stóran hluta af þeim bréfum sem mögulegt er að fá lánað.“ „Þetta getur bæði stuðlað að virkari markaði og þeir fengju einnig greidda leigu á bréfunum. Þeir væru því að bæta ávöxtun sína án þess að taka aukna áhættu.“ Ýmsar hættur þarf að varast við skortsölu að sögn Jóhanns. „Eðli hlutabréfa er að hækka yfir tíma. Þannig að langtíma skortsala er mjög erfið að eiga við nema að þú sért í efnahag sem er í mikilli niðursveiflu eða fyrirtæki séu í rosalegum rekstrarerfiðleikum,“ segir hann. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Lítið gegnsæi ríkir á markaði með skortsölu hér á landi. Þetta segir Jóhann Gísli Jóhannesson sjóðsstjóri, hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfasjóða hjá GAMMA, en hann flutti erindi um skortsölu á fundi Ungra fjárfesta í síðustu viku. „Í flestum kauphöllum erlendis er uppfært reglulega hvað mikið er útistandandi í skortstöðu.“ Jóhann segir að slíkt kerfi sé ekki við lýði hér á landi en æskilegt væri að Kauphöllin tæki upp slíkt kerfi svo allir aðilar á markaði hefðu sömu upplýsingar. Til þess að það sé mögulegt þyrfti ákveðnar lagabreytingar til. „Þetta getur orðið til þess að aðili sem á mikið af bréfum sem hann getur lánað með meiri upplýsingar en markaðurinn um hvað er verið að skortselja,“ segir hann. Skortsala gengur þannig fyrir sig að fjárfestar fá lánuð hlutabréf eða önnur verðbréf sem þeir selja í kjölfarið á markaði. Fjárfestarnir kaupa svo hlutabréfin aftur áður en þeir þurfa að skila þeim og vonast til að bréfin hafi lækkað í millitíðinni. Þannig reyna þeir að hagnast á lækkandi hlutabréfaverði. „Í grunninn ertu að veðja á móti markaðnum eða ákveðnu hlutabréfi.“ Hann segir að að virkur skortsölumarkaður eigi að draga úr sveiflum á markaði og þannig skapa heilbrigðari verðlagningu. Þetta geti dregið úr líkum á hlutabréfabólu. „Þegar þú getur bara keypt bréf á markaði þá skapar það hvata sem eru ekki eðlilegir á markaði.“ Jóhann bendir á að lífeyrissjóðirnir líti svo á að þeir megi ekki stunda skortsölu né lána bréf og Fjármálaeftirlitið sé sammála þeirri túlkun. „Skortur á lánsbréfum er oft stærsta vandamálið við skortsölu á Íslandi þar sem þeir eru stærstu fjárfestarnir í flestum skráðum hlutafélögunum. Þannig að það er búið að taka út stóran hluta af þeim bréfum sem mögulegt er að fá lánað.“ „Þetta getur bæði stuðlað að virkari markaði og þeir fengju einnig greidda leigu á bréfunum. Þeir væru því að bæta ávöxtun sína án þess að taka aukna áhættu.“ Ýmsar hættur þarf að varast við skortsölu að sögn Jóhanns. „Eðli hlutabréfa er að hækka yfir tíma. Þannig að langtíma skortsala er mjög erfið að eiga við nema að þú sért í efnahag sem er í mikilli niðursveiflu eða fyrirtæki séu í rosalegum rekstrarerfiðleikum,“ segir hann.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent