Ríkið ræðst til atlögu við einkarekstur og neytendur Skjóðan skrifar 23. mars 2016 10:00 Í síðustu viku samþykkti Alþingi lög sem heimila fjármálaráðherra að setja á fót eignarhaldsfélag til að fara með þær framsalseignir, sem ríkið tekur við frá slitabúum gömlu bankanna og fleiri fjármálastofnunum sem hluta af stöðugleikasamkomulagi, en sem kunnugt er var mjög stór hluti stöðugleikaframlagsins í raun eins konar dótakassi með eignarhlutum í fyrirtækjum sem ríkið þarf svo að koma í verð. Alþingi ætlar ríkinu þrjú ár til að selja þessar eignir en vert er að geta þess að þó að Íslandsbanki hafi fylgt í heilu lagi sem stöðugleikaframlag fer hann ekki undir þetta eignarhaldsfélag heldur undir Bankasýslu ríkisins. Sá langi tími sem ríkið ætlar sér til að losa sig við eignirnar vekur athygli. Næstu þrjú árin ætlar ríkið sem sagt að vera á fullu í blússandi samkeppni við einkafyrirtæki á flestum mörkuðum hér á landi. Í dótakassanum kennir ýmissa grasa. Ríkið á nú Lyfju og mun því næstu árin keppa við Hagkaup, Krónuna og Nettó um sölu á sólarvörn og vellyktandi. Fyrir er ríkið í umfangsmikilli samkeppni við einkageirann. Það rekur Fríhöfn í Keflavík og hefur m.a. einkarétt á áfengissölu hér á landi. Á fjölmiðlamarkaði keppir ríkið af mikilli hörku við einkarekna fjölmiðla og á síðustu 16 mánuðum hefur ríkið lagt RÚV til 4,9 milljarða ofan á auglýsingatekjur. Nú á ríkið eignaleigufyrirtækið Lýsingu í gegnum Klakka. Í gegnum ýmis fasteignafélög er ríkið orðið umfangsmikið í rekstri skrifstofuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Ef einhver vill skrá lén með endingunni .is verður viðkomandi að versla við ríkið. Þeir sem kaupa flugmiða í gegnum DOHOP eða flytja vörur með Eimskip eru nú viðskiptavinir íslenska ríkisins. Verðmæti dótakassans er mjög á reiki og veltur mikið á því hvernig ríkinu tekst að hámarka virði þessara eigna á næstu þremur árum. Varla mun ríkið standa fyrir virku verðlagseftirliti, sem getur bitnað á hagnaði allra þessara nýju ríkisfyrirtækja. Fram undan eru því viðsjárverðir tímar fyrir íslenska neytendur. Stærstu aðilar í íslensku atvinnulífi eru annars vegar lífeyrissjóðirnir og hins vegar ríkið, aðilar sem undir eðlilegum kringumstæðum eiga að standa vörð um hagsmuni neytenda og launafólks en verja nú allt aðra hagsmuni. Fjármálaráðherra á að hafa forystu um að slíkt ástand sem lýst er hér að ofan skapist ekki. Ríkinu duga sex mánuðir til að selja þessar eignir sem það fékk frá slitabúum gömlu bankanna. Þrjú ár eru ávísun á frekari spillingu og tjón fyrir hagkerfið í heild sinni. Nóg er komið af ríkisrekstri í samkeppni við einkarekstur með skelfilegum afleiðingum fyrir neytendur og launafólk. Skjóðan Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Í síðustu viku samþykkti Alþingi lög sem heimila fjármálaráðherra að setja á fót eignarhaldsfélag til að fara með þær framsalseignir, sem ríkið tekur við frá slitabúum gömlu bankanna og fleiri fjármálastofnunum sem hluta af stöðugleikasamkomulagi, en sem kunnugt er var mjög stór hluti stöðugleikaframlagsins í raun eins konar dótakassi með eignarhlutum í fyrirtækjum sem ríkið þarf svo að koma í verð. Alþingi ætlar ríkinu þrjú ár til að selja þessar eignir en vert er að geta þess að þó að Íslandsbanki hafi fylgt í heilu lagi sem stöðugleikaframlag fer hann ekki undir þetta eignarhaldsfélag heldur undir Bankasýslu ríkisins. Sá langi tími sem ríkið ætlar sér til að losa sig við eignirnar vekur athygli. Næstu þrjú árin ætlar ríkið sem sagt að vera á fullu í blússandi samkeppni við einkafyrirtæki á flestum mörkuðum hér á landi. Í dótakassanum kennir ýmissa grasa. Ríkið á nú Lyfju og mun því næstu árin keppa við Hagkaup, Krónuna og Nettó um sölu á sólarvörn og vellyktandi. Fyrir er ríkið í umfangsmikilli samkeppni við einkageirann. Það rekur Fríhöfn í Keflavík og hefur m.a. einkarétt á áfengissölu hér á landi. Á fjölmiðlamarkaði keppir ríkið af mikilli hörku við einkarekna fjölmiðla og á síðustu 16 mánuðum hefur ríkið lagt RÚV til 4,9 milljarða ofan á auglýsingatekjur. Nú á ríkið eignaleigufyrirtækið Lýsingu í gegnum Klakka. Í gegnum ýmis fasteignafélög er ríkið orðið umfangsmikið í rekstri skrifstofuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Ef einhver vill skrá lén með endingunni .is verður viðkomandi að versla við ríkið. Þeir sem kaupa flugmiða í gegnum DOHOP eða flytja vörur með Eimskip eru nú viðskiptavinir íslenska ríkisins. Verðmæti dótakassans er mjög á reiki og veltur mikið á því hvernig ríkinu tekst að hámarka virði þessara eigna á næstu þremur árum. Varla mun ríkið standa fyrir virku verðlagseftirliti, sem getur bitnað á hagnaði allra þessara nýju ríkisfyrirtækja. Fram undan eru því viðsjárverðir tímar fyrir íslenska neytendur. Stærstu aðilar í íslensku atvinnulífi eru annars vegar lífeyrissjóðirnir og hins vegar ríkið, aðilar sem undir eðlilegum kringumstæðum eiga að standa vörð um hagsmuni neytenda og launafólks en verja nú allt aðra hagsmuni. Fjármálaráðherra á að hafa forystu um að slíkt ástand sem lýst er hér að ofan skapist ekki. Ríkinu duga sex mánuðir til að selja þessar eignir sem það fékk frá slitabúum gömlu bankanna. Þrjú ár eru ávísun á frekari spillingu og tjón fyrir hagkerfið í heild sinni. Nóg er komið af ríkisrekstri í samkeppni við einkarekstur með skelfilegum afleiðingum fyrir neytendur og launafólk.
Skjóðan Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira