Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Bjarki Ármansson skrifar 22. mars 2016 16:22 Freyja hefur búið í Brussel í tvö og hálft ár. Mynd/Freyja Steingrímsdóttir Íslendingur í Brussel hélt sig innandyra í dag vegna hryðjuverkaárásanna í borginni en meðal annars var gerð sprengjuárás á lestina sem hún tekur hvern dag til vinnu. Hún segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við með mikilli samheldni. „Ég myndi kannski segja að það sé aðeins búið að róast, en ég er reyndar ekki búin að fara neitt úr húsi í dag,“ segir Freyja Steingrímsdóttir stjórnmálaráðgjafi aðspurð hvernig ástandið sé núna miðað við í morgun. „En miðað við það sem fólk er að segja manni á samfélagsmiðlum og svona – maður er með marga spjallglugga opna – þá er þetta aðeins að róast.“ Freyja heyrði af því snemma í morgun að árás hefði verið gerð á Zaventem-flugvöllinn og ákváð þá að halda sig innandyra og fara ekki til vinnu. Hún segist ekki hafa viljað taka neina sénsa með því að taka neðanjarðarlestina. „Þannig að þegar ég heyri fréttirnar af lestinni, fannst mér það jafnvel óhugnanlegra,“ segir Freyja en önnur sprengjan sprakk í lest sem var á sömu leið og Freyja tekur í vinnuna hvern morgun. „Lestin fer auðvitað á fjögurra mínútna fresti þannig að það er alls ekkert víst að maður hefði verið í vagninum. En maður getur alltaf hugsað: Hvað ef?“ Freyja hefur búið í Brussel í tvö og hálft ár. Talsverð spenna hefur verið í borginni að undanförnu eftir hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember og oft mikill viðbúnaður lögreglu. Freyja segir það þó ekki hafa haft mjög mikil áhrif á dagsdaglegt líf hennar til þessa. „Ég hugsa að sem Íslendingur, þá taki maður kannski öryggi sínu svolítið léttilega,“ segir hún. „Maður er svo vanur því að vera öruggur, hvar sem maður er.“Mikill viðbúnaður hefur verið í Brussel í dag.Vísir/AFPFreyja segist eiga von á því að flestir vinnufélagar hennar mæti aftur til vinnu á morgun. Það verði bara að koma í ljós hvort og hvernig morgundagurinn verður frábrugðinn öðrum dögum. „Ég hugsa að það verði kannski óþægilegt að taka lestina aftur,“ segir hún. „Jafnvel að ég taki bara líkamsrækt og labbi í vinnuna næstu daga. En það verður að koma í ljós, maður fer bara eftir því sem yfirvöld segja.“ Kærasti Freyju fór í skólann í bæ fyrir utan Brussel í morgun og hafði ekki frétt af sprengingunum fyrr en Freyja hringdi í hann í dag. Um tíma var hann fastur í bænum og komst ekki aftur til Brussel og kom þá til skoðunar að bjarga sér í gegnum samfélagsmiðla. „Það er svolítið skemmtilegt, það er búið að koma upp alls konar upp á samfélagsmiðlum eins og #openhouse og #ikwillhelpen og þar er til dæmis verið að bjóða fólki far,“ útskýrir Freyja. „Þannig að við vorum eitthvað að skoða hvort hann gæti fengið þannig en svo eru lestirnar að fara af stað aftur, þannig að hann kemst nú vonandi heim á endanum.“ Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Íslendingur í Brussel hélt sig innandyra í dag vegna hryðjuverkaárásanna í borginni en meðal annars var gerð sprengjuárás á lestina sem hún tekur hvern dag til vinnu. Hún segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við með mikilli samheldni. „Ég myndi kannski segja að það sé aðeins búið að róast, en ég er reyndar ekki búin að fara neitt úr húsi í dag,“ segir Freyja Steingrímsdóttir stjórnmálaráðgjafi aðspurð hvernig ástandið sé núna miðað við í morgun. „En miðað við það sem fólk er að segja manni á samfélagsmiðlum og svona – maður er með marga spjallglugga opna – þá er þetta aðeins að róast.“ Freyja heyrði af því snemma í morgun að árás hefði verið gerð á Zaventem-flugvöllinn og ákváð þá að halda sig innandyra og fara ekki til vinnu. Hún segist ekki hafa viljað taka neina sénsa með því að taka neðanjarðarlestina. „Þannig að þegar ég heyri fréttirnar af lestinni, fannst mér það jafnvel óhugnanlegra,“ segir Freyja en önnur sprengjan sprakk í lest sem var á sömu leið og Freyja tekur í vinnuna hvern morgun. „Lestin fer auðvitað á fjögurra mínútna fresti þannig að það er alls ekkert víst að maður hefði verið í vagninum. En maður getur alltaf hugsað: Hvað ef?“ Freyja hefur búið í Brussel í tvö og hálft ár. Talsverð spenna hefur verið í borginni að undanförnu eftir hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember og oft mikill viðbúnaður lögreglu. Freyja segir það þó ekki hafa haft mjög mikil áhrif á dagsdaglegt líf hennar til þessa. „Ég hugsa að sem Íslendingur, þá taki maður kannski öryggi sínu svolítið léttilega,“ segir hún. „Maður er svo vanur því að vera öruggur, hvar sem maður er.“Mikill viðbúnaður hefur verið í Brussel í dag.Vísir/AFPFreyja segist eiga von á því að flestir vinnufélagar hennar mæti aftur til vinnu á morgun. Það verði bara að koma í ljós hvort og hvernig morgundagurinn verður frábrugðinn öðrum dögum. „Ég hugsa að það verði kannski óþægilegt að taka lestina aftur,“ segir hún. „Jafnvel að ég taki bara líkamsrækt og labbi í vinnuna næstu daga. En það verður að koma í ljós, maður fer bara eftir því sem yfirvöld segja.“ Kærasti Freyju fór í skólann í bæ fyrir utan Brussel í morgun og hafði ekki frétt af sprengingunum fyrr en Freyja hringdi í hann í dag. Um tíma var hann fastur í bænum og komst ekki aftur til Brussel og kom þá til skoðunar að bjarga sér í gegnum samfélagsmiðla. „Það er svolítið skemmtilegt, það er búið að koma upp alls konar upp á samfélagsmiðlum eins og #openhouse og #ikwillhelpen og þar er til dæmis verið að bjóða fólki far,“ útskýrir Freyja. „Þannig að við vorum eitthvað að skoða hvort hann gæti fengið þannig en svo eru lestirnar að fara af stað aftur, þannig að hann kemst nú vonandi heim á endanum.“
Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38
Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57