Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Bjarki Ármansson skrifar 22. mars 2016 16:22 Freyja hefur búið í Brussel í tvö og hálft ár. Mynd/Freyja Steingrímsdóttir Íslendingur í Brussel hélt sig innandyra í dag vegna hryðjuverkaárásanna í borginni en meðal annars var gerð sprengjuárás á lestina sem hún tekur hvern dag til vinnu. Hún segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við með mikilli samheldni. „Ég myndi kannski segja að það sé aðeins búið að róast, en ég er reyndar ekki búin að fara neitt úr húsi í dag,“ segir Freyja Steingrímsdóttir stjórnmálaráðgjafi aðspurð hvernig ástandið sé núna miðað við í morgun. „En miðað við það sem fólk er að segja manni á samfélagsmiðlum og svona – maður er með marga spjallglugga opna – þá er þetta aðeins að róast.“ Freyja heyrði af því snemma í morgun að árás hefði verið gerð á Zaventem-flugvöllinn og ákváð þá að halda sig innandyra og fara ekki til vinnu. Hún segist ekki hafa viljað taka neina sénsa með því að taka neðanjarðarlestina. „Þannig að þegar ég heyri fréttirnar af lestinni, fannst mér það jafnvel óhugnanlegra,“ segir Freyja en önnur sprengjan sprakk í lest sem var á sömu leið og Freyja tekur í vinnuna hvern morgun. „Lestin fer auðvitað á fjögurra mínútna fresti þannig að það er alls ekkert víst að maður hefði verið í vagninum. En maður getur alltaf hugsað: Hvað ef?“ Freyja hefur búið í Brussel í tvö og hálft ár. Talsverð spenna hefur verið í borginni að undanförnu eftir hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember og oft mikill viðbúnaður lögreglu. Freyja segir það þó ekki hafa haft mjög mikil áhrif á dagsdaglegt líf hennar til þessa. „Ég hugsa að sem Íslendingur, þá taki maður kannski öryggi sínu svolítið léttilega,“ segir hún. „Maður er svo vanur því að vera öruggur, hvar sem maður er.“Mikill viðbúnaður hefur verið í Brussel í dag.Vísir/AFPFreyja segist eiga von á því að flestir vinnufélagar hennar mæti aftur til vinnu á morgun. Það verði bara að koma í ljós hvort og hvernig morgundagurinn verður frábrugðinn öðrum dögum. „Ég hugsa að það verði kannski óþægilegt að taka lestina aftur,“ segir hún. „Jafnvel að ég taki bara líkamsrækt og labbi í vinnuna næstu daga. En það verður að koma í ljós, maður fer bara eftir því sem yfirvöld segja.“ Kærasti Freyju fór í skólann í bæ fyrir utan Brussel í morgun og hafði ekki frétt af sprengingunum fyrr en Freyja hringdi í hann í dag. Um tíma var hann fastur í bænum og komst ekki aftur til Brussel og kom þá til skoðunar að bjarga sér í gegnum samfélagsmiðla. „Það er svolítið skemmtilegt, það er búið að koma upp alls konar upp á samfélagsmiðlum eins og #openhouse og #ikwillhelpen og þar er til dæmis verið að bjóða fólki far,“ útskýrir Freyja. „Þannig að við vorum eitthvað að skoða hvort hann gæti fengið þannig en svo eru lestirnar að fara af stað aftur, þannig að hann kemst nú vonandi heim á endanum.“ Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Íslendingur í Brussel hélt sig innandyra í dag vegna hryðjuverkaárásanna í borginni en meðal annars var gerð sprengjuárás á lestina sem hún tekur hvern dag til vinnu. Hún segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við með mikilli samheldni. „Ég myndi kannski segja að það sé aðeins búið að róast, en ég er reyndar ekki búin að fara neitt úr húsi í dag,“ segir Freyja Steingrímsdóttir stjórnmálaráðgjafi aðspurð hvernig ástandið sé núna miðað við í morgun. „En miðað við það sem fólk er að segja manni á samfélagsmiðlum og svona – maður er með marga spjallglugga opna – þá er þetta aðeins að róast.“ Freyja heyrði af því snemma í morgun að árás hefði verið gerð á Zaventem-flugvöllinn og ákváð þá að halda sig innandyra og fara ekki til vinnu. Hún segist ekki hafa viljað taka neina sénsa með því að taka neðanjarðarlestina. „Þannig að þegar ég heyri fréttirnar af lestinni, fannst mér það jafnvel óhugnanlegra,“ segir Freyja en önnur sprengjan sprakk í lest sem var á sömu leið og Freyja tekur í vinnuna hvern morgun. „Lestin fer auðvitað á fjögurra mínútna fresti þannig að það er alls ekkert víst að maður hefði verið í vagninum. En maður getur alltaf hugsað: Hvað ef?“ Freyja hefur búið í Brussel í tvö og hálft ár. Talsverð spenna hefur verið í borginni að undanförnu eftir hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember og oft mikill viðbúnaður lögreglu. Freyja segir það þó ekki hafa haft mjög mikil áhrif á dagsdaglegt líf hennar til þessa. „Ég hugsa að sem Íslendingur, þá taki maður kannski öryggi sínu svolítið léttilega,“ segir hún. „Maður er svo vanur því að vera öruggur, hvar sem maður er.“Mikill viðbúnaður hefur verið í Brussel í dag.Vísir/AFPFreyja segist eiga von á því að flestir vinnufélagar hennar mæti aftur til vinnu á morgun. Það verði bara að koma í ljós hvort og hvernig morgundagurinn verður frábrugðinn öðrum dögum. „Ég hugsa að það verði kannski óþægilegt að taka lestina aftur,“ segir hún. „Jafnvel að ég taki bara líkamsrækt og labbi í vinnuna næstu daga. En það verður að koma í ljós, maður fer bara eftir því sem yfirvöld segja.“ Kærasti Freyju fór í skólann í bæ fyrir utan Brussel í morgun og hafði ekki frétt af sprengingunum fyrr en Freyja hringdi í hann í dag. Um tíma var hann fastur í bænum og komst ekki aftur til Brussel og kom þá til skoðunar að bjarga sér í gegnum samfélagsmiðla. „Það er svolítið skemmtilegt, það er búið að koma upp alls konar upp á samfélagsmiðlum eins og #openhouse og #ikwillhelpen og þar er til dæmis verið að bjóða fólki far,“ útskýrir Freyja. „Þannig að við vorum eitthvað að skoða hvort hann gæti fengið þannig en svo eru lestirnar að fara af stað aftur, þannig að hann kemst nú vonandi heim á endanum.“
Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38
Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57