Milljón gæti misst vinnuna ef Bretland yfirgefur ESB Sæunn Gísladóttir skrifar 22. mars 2016 07:00 Skiptar skoðanir eru um aðild Breta að ESB, David Cameron forsætisráðherra styður viðveru en Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, vill yfirgefa ESB. vísir/EPA Samkvæmt nýrri rannsókn viðskiptahóps breska iðnaðarsambandsins, CBI, gæti útganga Breta úr Evrópusambandinu, svokallað „Brexit“, kostað ríkið um 100 milljarða breskra punda, eða 12.500 milljarða íslenskra króna, atvinnuleysi gæti aukist í kjölfarið, allt að 950 þúsund misst vinnuna og hagvöxtur dregist saman. Stuðningsmenn útgöngu telja hins vegar að mikill efnahagslegur ávinningur sé af útgöngu þar sem markaðir geta verið frjálsari þegar þeir þurfa ekki að lúta hörðum reglugerðum Evrópusambandsins. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Samkvæmt könnun The Financial Times sem náði til rúmlega hundrað hagfræðinga töldu hins vegar yfir þrír fjórðu að útgangan hefði neikvæð efnahagsleg áhrif, en einungis átta prósent töldu hana hafa góð áhrif. Erfitt er þó að fullyrða um áhrifin í ljósi þess að ekkert land hefur áður yfirgefið Evrópusambandið og því ríkir gríðarleg óvissa um áhrifin.Tilkynnt var í lok febrúar að kosið yrði um málefnið þann 23. júní næstkomandi. Talsmenn útgöngu telja að með því að geta endursamið út frá eigin forsendum, bæði við lönd innan ESB og utan þess, gæti Bretland komið á fót betri fríverslunarsamningum og því myndi aukin hagsæld ríkja á fjármálamörkuðum. Þeir sem eru andsnúnir útgöngu benda hins vegar á að fjárfestar gætu haft minni áhuga á breskum markaði ef hann veitti ekki einnig aðgang að Evrópusambandsmarkaði. Ein meginástæða þess að margir eru andsnúnir aðild er hversu dýr þátttakan getur verið. Beinn kostnaður Breta vegna aðildar árið 2014 nam 8,5 milljörðum punda, jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna. Tilkynningin um kosningarnar hefur nú þegar valdið ólgu í Bretlandi. Dregið hefur úr fjárfestingaráformum innan Bretlands og gengi hlutabréfa og pundsins hefur lækkað (líkt og gerðist í aðdraganda sjálfstæðiskosninga í Skotlandi árið 2014). CBI spáir því að útgöngu muni fylgja 2-3 prósentum meira atvinnuleysi. Stuðningsmenn útgöngu benda hins vegar á að ef færri aðfluttir setjast að í Bretlandi gætu laun hækkað og störfum í boði fyrir Breta fjölgað. Auk þess gætu bresk fyrirtæki þá handvalið erlenda starfsmenn eftir sérfræðiþekkingu. Samkvæmt nýjustu könnunum skiptast atkvæðin með eða á móti útgöngu Bretlands í tvennt. Aftur á móti hafa tuttugu prósent landsmanna ekki gert upp hug sinn varðandi kosningarnar, samkvæmt heimildum AFP. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Brexit Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samkvæmt nýrri rannsókn viðskiptahóps breska iðnaðarsambandsins, CBI, gæti útganga Breta úr Evrópusambandinu, svokallað „Brexit“, kostað ríkið um 100 milljarða breskra punda, eða 12.500 milljarða íslenskra króna, atvinnuleysi gæti aukist í kjölfarið, allt að 950 þúsund misst vinnuna og hagvöxtur dregist saman. Stuðningsmenn útgöngu telja hins vegar að mikill efnahagslegur ávinningur sé af útgöngu þar sem markaðir geta verið frjálsari þegar þeir þurfa ekki að lúta hörðum reglugerðum Evrópusambandsins. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Samkvæmt könnun The Financial Times sem náði til rúmlega hundrað hagfræðinga töldu hins vegar yfir þrír fjórðu að útgangan hefði neikvæð efnahagsleg áhrif, en einungis átta prósent töldu hana hafa góð áhrif. Erfitt er þó að fullyrða um áhrifin í ljósi þess að ekkert land hefur áður yfirgefið Evrópusambandið og því ríkir gríðarleg óvissa um áhrifin.Tilkynnt var í lok febrúar að kosið yrði um málefnið þann 23. júní næstkomandi. Talsmenn útgöngu telja að með því að geta endursamið út frá eigin forsendum, bæði við lönd innan ESB og utan þess, gæti Bretland komið á fót betri fríverslunarsamningum og því myndi aukin hagsæld ríkja á fjármálamörkuðum. Þeir sem eru andsnúnir útgöngu benda hins vegar á að fjárfestar gætu haft minni áhuga á breskum markaði ef hann veitti ekki einnig aðgang að Evrópusambandsmarkaði. Ein meginástæða þess að margir eru andsnúnir aðild er hversu dýr þátttakan getur verið. Beinn kostnaður Breta vegna aðildar árið 2014 nam 8,5 milljörðum punda, jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna. Tilkynningin um kosningarnar hefur nú þegar valdið ólgu í Bretlandi. Dregið hefur úr fjárfestingaráformum innan Bretlands og gengi hlutabréfa og pundsins hefur lækkað (líkt og gerðist í aðdraganda sjálfstæðiskosninga í Skotlandi árið 2014). CBI spáir því að útgöngu muni fylgja 2-3 prósentum meira atvinnuleysi. Stuðningsmenn útgöngu benda hins vegar á að ef færri aðfluttir setjast að í Bretlandi gætu laun hækkað og störfum í boði fyrir Breta fjölgað. Auk þess gætu bresk fyrirtæki þá handvalið erlenda starfsmenn eftir sérfræðiþekkingu. Samkvæmt nýjustu könnunum skiptast atkvæðin með eða á móti útgöngu Bretlands í tvennt. Aftur á móti hafa tuttugu prósent landsmanna ekki gert upp hug sinn varðandi kosningarnar, samkvæmt heimildum AFP. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.
Brexit Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira