Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum hefur hópur starfsmanna Landsbankans hafið undirskriftasöfnun til stuðnings Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans. Kjarninn greindi fyrst frá þessu.
Vísir greindi frá því á dögunum að fimm einstaklingar úr bankaráði Landsbankans ætli ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Þeir segja engar aðrar hvatir en hagsmuni bankans hafa legið að baki varðandi sölu Borgunar. Bankaráðsmennirnir sögðust vonast til þess að Steinþór Pálsson stjórni bankanum áfram. Steinþór lýsti því yfir í kjölfarið að hann myndi halda áfram störfum hjá bankanum.
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, sagði á síðasta mánudag að uppsögn Steinþórs hefði ekki verið til skoðunar.
Starfsmenn safna undirskriftum til stuðnings bankastjóra

Tengdar fréttir

Bankasýslan sagði uppsögn Steinþórs ekki til skoðunar
Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans ekki sammála um hvort stofnunin hafi viljað segja upp bankastjóranum.

Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum
"Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson,

Bankasýslan segist hafa staðið faglega að verki í Borgunarmálinu
Meirihluti bankaráðs Landsbankans hafi sagt Bankasýsluna fara út fyrir verksvið sitt.

Kristján gerir „mjög alvarlega athugasemdir“ við svar Bjarna um Borgunarmálið
Heitar umræður í þingsal um skriflegt svar fjármála- og efnahagsráðherra við spurningum þingmanns Samfylkingarinnar um Borgunarmálið.