Fyrirsætan Jillian Mercado er með vöðvahrörnunarsjúkdóm og er þessvegna í hjólastól en hún lætur það ekki stöðva sig frá því að gera nákvæmlega það sem hana dreymir um.
Hún tilkynnti á Instagram síðu sinni um helgina að hún væri ein af andlitum nýrrar fatalínu söngkonunnar Beyoncé, sem byggð er á nýjasta laginu hennar Formation og var af myndunum að dæma í skýjunum með verkefnið.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún situr fyrir en hún hefur áður verið í CR Fashion book fyrir Carine Roitfeld ásamt því að sitja fyrir hjá gallabuxnarisanum Diesel.