Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2016 10:30 Skattaparadísin Tortóla sem er hluti af eyjaklasanum Bresku Jómfrúaeyjar vísir/getty Því hefur verið haldið fram í umræðunni um skattaskjól og aflandsfélög undanfarnar vikur að skattalegt hagræði íslenskra eigenda aflandsfélaga sé úr sögunni vegna nýrra laga sem tóku gildi árið 2010. Þessu er Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, ósammála og segir að möguleikarnir á því að hafi skattahagræði af aflandsfélögum séu hvergir nærri horfnir þó að með nýju lögunum hafa eigendum slíkra félaga vissulega verið gert erfiðara fyrir að hafa skattalegt hagræði af þeim. Mikið hefur verið rætt um aflandsfélög í skattaskjólum undanfarið eftir að í ljós kom að þrír ráðherrar í ríkisstjórninni, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, tengjast slíkum félögum. Mál félaganna eru þó ólík innbyrðis þar sem Wintris, félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíð, er það eina sem enn er til en eignir þess nema um milljarði króna. Þá hefur félagið lýst kröfum í þrotabú bankanna fyrir rúmlega hálfan milljarð króna. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðherrahjónunum hafa skattar vegna félagsins ávallt verið greiddir hér á landi, en það er skráð í skattaskjólinu Bresku Jómfrúaeyjar.Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segja að skattar vegna félagsins Wintris hafi alltaf verið greiddir hér á landi.vísirEngir tekjuskattar, leynd og ógagnsæi En hvað eru skattaskjól, af hverju er gott að geyma peningana sína þar og er það ólöglegt? Það er vissulega ekki ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum í skattaskjólum en það er hins vegar siðferðislegt álitamál hovrt að það er í lagi að geyma fjármuni í slíkum félögum. Í grunninn eru skattaskjól nefnilega svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Þá skiptir ekki máli hvaðan tekjurnar koma; þar sem og annars staðar í heiminum gildi sú regla að félög eru skattskyld í heimalandi sínu af öllum sínum tekjum. „Annar þáttur er að það hvílir algjör leynd yfir félaginu og það eru ekki gefnar neinar upplýsingar um það. Skráningin er mjög ófullkomin og það gilda ekki sömu reglur og við þekkjum hér og annars staðar í Evrópu. Í þriðja lagi er síðan ógagnsæi fólgið í því að það eru ekki gerðar neinar kröfur um að félögin skili ársreikningum eða leggi fram neinar upplýsingar um starfsemi sína sem að er hins vegar algild regla í öðrum löndum. Þetta er það sem menn eru að sækjast eftir,“ segir Indriði.„Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því“ Auk alls þessa falla félög sem skrásett eru í öðru landi ekki undir íslensk lög og nefnir Indriði í þessu samhengi gjaldeyrishöftin sem sett voru á í kjölfar hrunsins haustið 2008. Þetta þýðir að eigendur aflandsfélaga eru ekki háðir þeim takmörkunum sem fylgja höftunum. „Félagið þarf því ekki að skila þeim gjaldeyri sem það hefur í tekjur eins og íslensk félög og það getur fjárfest að vild. Þá geta eigendur notað félögin til þess að fá gjaldeyri. Þá eru eigurnar í þessum félögum í erlendum gjaldeyri og þar með er gengisáhættan sem felst í því að eiga eignir í íslenskum krónum ekki til staðar. Þannig að það eru fjölmargar ástæður fyrir því að menn kjósa þetta og það er því ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því,“ segir Indriði. Áður en að lögin sem vísað hefur verið til hvað varðar lítið skattalegt hagræði tóku gildi árið 2010 var skattskyldum aðilum hér á landi skylt að gera grein fyrir öllum sínum eigum á skattframtali. Það var hins vegar svo að ef félag var skráð í skattaskjóli gátu skattayfirvöld ekkert gert nema eigandi þess tæki peninga út úr félaginu en þá voru tekjurnar af þeim skattskyldar hér.Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjórivísir/stefánBrot á lögum ef eigandi aflandsfélags leggur ekki fram ársreikning þess Eftir breytingu á löggjöfinni (sjá 57. gr. a. í lögum um tekjuskatt) hættu skattayfirvöld hins vegar að líta á aflandsfélög sem félög og allar tekjur félagsins eru í raun tekjur eigandans. Aflandsfélagið sem slíkt er þá ekki skattlagt heldur eigandinn sem er skyldugur til að upplýsa um tekjurnar á sínu skattframtali. Eiganda félagsins ber einnig að leggja fram ársreikning þess og skila ítarlegri greinargerð til skattayfirvalda um tekjur félagsins og hagnað. Sé slíkt ekki gert er það brot á lögum. En hvað þá með skattalega hagræðið sem Indriði segir að sé enn að einhverju leyti til staðar? „Í fyrsta lagi felst hluti af hagnaði félaga í fjármálaviðskiptum í því að safna eignum, það er að segja kaupa hlutabréf og svo framvegis. Þessi hlutabréf hækka í verði hjá félaginu en það telst ekki til tekna hjá félaginu fyrr en bréfin eru seld. Það gildir að vísu það sama um íslensk hlutafélög en engu að síður þýðir þetta að tekjurnar hjá félaginu þurfa ekki að raungerast á árinu og mynda ekki skattstofn. Þar að auki eru möguleikarnir á því að hafa skattalegt hagræði af þessu þeir að þú getur látið félagið borga fyrir ýmsa þjónustu og þá er spurningin hvort gerð hafi verið grein fyrir því í skattframtalinu,“ segir Indriði.„Alltof mikið að fullyrða það að allt skattalegt hagræði sé horfið“ Möguleikinn á skattalegu hagræði er því enn fyrir hendi þó hann sé mikið minni en hann var fyrir 2010 og þá nefnir Indriði einnig möguleika aflandsfélaga á að stofna önnur félög í öðrum skattaskjólum sem eigandi upphaflega aflandsfélagsins veit jafnvel ekkert um. „Þú hefur engin tök á að fylgja því eftir því þó þó að þú ættir að gefa það upp að þá er einfaldlega mjög erfitt að gera það. Segjum sem svo að þú eigir félag á Cayman-eyjum, þetta félag á eitt hlutabréf í félagi á Bermúda og svo kemur jafnvel röð af félögum á eftir en þú ert í raun bara með einn endann á því. Það er því alltof mikið að fullyrða það að allt skattalegt hagræði sé horfið,“ segir Indriði.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hélt að eignarhaldsfélag sem hann átti hlut í væri skráð í Lúxemborg, en það var skráð á Seychelles-eyjum. Vísir/PjeturMenn rugli ekki saman Lúxemborg og aflandseyjum Fjármálaráðherra sagði í yfirlýsingu sinni um félagið sem tengdist honum og skráð var á Seychelles-eyjum að hann hefði haldið að félagið væri skráð í Lúxemborg. Fólk veltir því þar af leiðandi fyrir sér hvort að það sé eitthvað betra að eiga félag í Lúxemborg, sem oft er nefnt skattaskjól, heldur en í skjóli á borð við Seychelles-eyjar. Um þetta segir Indriði: „Menn mega ekki rugla Lúxemborg saman við aflandseyjar vegna þess að Lúxemborg er með almennt skattkerfi sem er ekki ósvipað því sem gengur og gerist hjá öðrum Evrópuríkjum. Síðan eru þeir með sérreglur fyrir ákveðna tegund af félögum sem eru háð alveg sérstökum skattlagningarreglum. Þessi félög eru í eigu einstaklinga eða félaga og þau mega ekki vera með neina starfsemi í Lúxemborg heldur mega þau bara vera með tekjur sem koma erlendis frá.“ Þessi félög séu nánast undanþegin skatti og það séu því þessi félög sem séu skattaskjól en ekki Lúxemborg í heild sinni. „Þannig að það að félag sé í Lúxemborg þarf ekki að þýða að það sé í skattaskjóli því það fer eftir því um hvers konar félag er að ræða. Þá hefur það líka komið slæmu orði á Lúxemborg að landið er notað sem milliliður þar sem peningum er komið þangað og þaðan til skattaparadísa.“ Panama-skjölin Seychelleseyjar Tengdar fréttir Brynjar hefði viljað að upplýsingar um Wintris hefðu legið fyrir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, afléttir þagnarbindinu sem samflokksmenn hafa verið í undanfarna daga um aflandseignir forsætisráðherrahjónanna. 29. mars 2016 16:28 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Því hefur verið haldið fram í umræðunni um skattaskjól og aflandsfélög undanfarnar vikur að skattalegt hagræði íslenskra eigenda aflandsfélaga sé úr sögunni vegna nýrra laga sem tóku gildi árið 2010. Þessu er Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, ósammála og segir að möguleikarnir á því að hafi skattahagræði af aflandsfélögum séu hvergir nærri horfnir þó að með nýju lögunum hafa eigendum slíkra félaga vissulega verið gert erfiðara fyrir að hafa skattalegt hagræði af þeim. Mikið hefur verið rætt um aflandsfélög í skattaskjólum undanfarið eftir að í ljós kom að þrír ráðherrar í ríkisstjórninni, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, tengjast slíkum félögum. Mál félaganna eru þó ólík innbyrðis þar sem Wintris, félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíð, er það eina sem enn er til en eignir þess nema um milljarði króna. Þá hefur félagið lýst kröfum í þrotabú bankanna fyrir rúmlega hálfan milljarð króna. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðherrahjónunum hafa skattar vegna félagsins ávallt verið greiddir hér á landi, en það er skráð í skattaskjólinu Bresku Jómfrúaeyjar.Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segja að skattar vegna félagsins Wintris hafi alltaf verið greiddir hér á landi.vísirEngir tekjuskattar, leynd og ógagnsæi En hvað eru skattaskjól, af hverju er gott að geyma peningana sína þar og er það ólöglegt? Það er vissulega ekki ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum í skattaskjólum en það er hins vegar siðferðislegt álitamál hovrt að það er í lagi að geyma fjármuni í slíkum félögum. Í grunninn eru skattaskjól nefnilega svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Þá skiptir ekki máli hvaðan tekjurnar koma; þar sem og annars staðar í heiminum gildi sú regla að félög eru skattskyld í heimalandi sínu af öllum sínum tekjum. „Annar þáttur er að það hvílir algjör leynd yfir félaginu og það eru ekki gefnar neinar upplýsingar um það. Skráningin er mjög ófullkomin og það gilda ekki sömu reglur og við þekkjum hér og annars staðar í Evrópu. Í þriðja lagi er síðan ógagnsæi fólgið í því að það eru ekki gerðar neinar kröfur um að félögin skili ársreikningum eða leggi fram neinar upplýsingar um starfsemi sína sem að er hins vegar algild regla í öðrum löndum. Þetta er það sem menn eru að sækjast eftir,“ segir Indriði.„Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því“ Auk alls þessa falla félög sem skrásett eru í öðru landi ekki undir íslensk lög og nefnir Indriði í þessu samhengi gjaldeyrishöftin sem sett voru á í kjölfar hrunsins haustið 2008. Þetta þýðir að eigendur aflandsfélaga eru ekki háðir þeim takmörkunum sem fylgja höftunum. „Félagið þarf því ekki að skila þeim gjaldeyri sem það hefur í tekjur eins og íslensk félög og það getur fjárfest að vild. Þá geta eigendur notað félögin til þess að fá gjaldeyri. Þá eru eigurnar í þessum félögum í erlendum gjaldeyri og þar með er gengisáhættan sem felst í því að eiga eignir í íslenskum krónum ekki til staðar. Þannig að það eru fjölmargar ástæður fyrir því að menn kjósa þetta og það er því ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því,“ segir Indriði. Áður en að lögin sem vísað hefur verið til hvað varðar lítið skattalegt hagræði tóku gildi árið 2010 var skattskyldum aðilum hér á landi skylt að gera grein fyrir öllum sínum eigum á skattframtali. Það var hins vegar svo að ef félag var skráð í skattaskjóli gátu skattayfirvöld ekkert gert nema eigandi þess tæki peninga út úr félaginu en þá voru tekjurnar af þeim skattskyldar hér.Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjórivísir/stefánBrot á lögum ef eigandi aflandsfélags leggur ekki fram ársreikning þess Eftir breytingu á löggjöfinni (sjá 57. gr. a. í lögum um tekjuskatt) hættu skattayfirvöld hins vegar að líta á aflandsfélög sem félög og allar tekjur félagsins eru í raun tekjur eigandans. Aflandsfélagið sem slíkt er þá ekki skattlagt heldur eigandinn sem er skyldugur til að upplýsa um tekjurnar á sínu skattframtali. Eiganda félagsins ber einnig að leggja fram ársreikning þess og skila ítarlegri greinargerð til skattayfirvalda um tekjur félagsins og hagnað. Sé slíkt ekki gert er það brot á lögum. En hvað þá með skattalega hagræðið sem Indriði segir að sé enn að einhverju leyti til staðar? „Í fyrsta lagi felst hluti af hagnaði félaga í fjármálaviðskiptum í því að safna eignum, það er að segja kaupa hlutabréf og svo framvegis. Þessi hlutabréf hækka í verði hjá félaginu en það telst ekki til tekna hjá félaginu fyrr en bréfin eru seld. Það gildir að vísu það sama um íslensk hlutafélög en engu að síður þýðir þetta að tekjurnar hjá félaginu þurfa ekki að raungerast á árinu og mynda ekki skattstofn. Þar að auki eru möguleikarnir á því að hafa skattalegt hagræði af þessu þeir að þú getur látið félagið borga fyrir ýmsa þjónustu og þá er spurningin hvort gerð hafi verið grein fyrir því í skattframtalinu,“ segir Indriði.„Alltof mikið að fullyrða það að allt skattalegt hagræði sé horfið“ Möguleikinn á skattalegu hagræði er því enn fyrir hendi þó hann sé mikið minni en hann var fyrir 2010 og þá nefnir Indriði einnig möguleika aflandsfélaga á að stofna önnur félög í öðrum skattaskjólum sem eigandi upphaflega aflandsfélagsins veit jafnvel ekkert um. „Þú hefur engin tök á að fylgja því eftir því þó þó að þú ættir að gefa það upp að þá er einfaldlega mjög erfitt að gera það. Segjum sem svo að þú eigir félag á Cayman-eyjum, þetta félag á eitt hlutabréf í félagi á Bermúda og svo kemur jafnvel röð af félögum á eftir en þú ert í raun bara með einn endann á því. Það er því alltof mikið að fullyrða það að allt skattalegt hagræði sé horfið,“ segir Indriði.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hélt að eignarhaldsfélag sem hann átti hlut í væri skráð í Lúxemborg, en það var skráð á Seychelles-eyjum. Vísir/PjeturMenn rugli ekki saman Lúxemborg og aflandseyjum Fjármálaráðherra sagði í yfirlýsingu sinni um félagið sem tengdist honum og skráð var á Seychelles-eyjum að hann hefði haldið að félagið væri skráð í Lúxemborg. Fólk veltir því þar af leiðandi fyrir sér hvort að það sé eitthvað betra að eiga félag í Lúxemborg, sem oft er nefnt skattaskjól, heldur en í skjóli á borð við Seychelles-eyjar. Um þetta segir Indriði: „Menn mega ekki rugla Lúxemborg saman við aflandseyjar vegna þess að Lúxemborg er með almennt skattkerfi sem er ekki ósvipað því sem gengur og gerist hjá öðrum Evrópuríkjum. Síðan eru þeir með sérreglur fyrir ákveðna tegund af félögum sem eru háð alveg sérstökum skattlagningarreglum. Þessi félög eru í eigu einstaklinga eða félaga og þau mega ekki vera með neina starfsemi í Lúxemborg heldur mega þau bara vera með tekjur sem koma erlendis frá.“ Þessi félög séu nánast undanþegin skatti og það séu því þessi félög sem séu skattaskjól en ekki Lúxemborg í heild sinni. „Þannig að það að félag sé í Lúxemborg þarf ekki að þýða að það sé í skattaskjóli því það fer eftir því um hvers konar félag er að ræða. Þá hefur það líka komið slæmu orði á Lúxemborg að landið er notað sem milliliður þar sem peningum er komið þangað og þaðan til skattaparadísa.“
Panama-skjölin Seychelleseyjar Tengdar fréttir Brynjar hefði viljað að upplýsingar um Wintris hefðu legið fyrir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, afléttir þagnarbindinu sem samflokksmenn hafa verið í undanfarna daga um aflandseignir forsætisráðherrahjónanna. 29. mars 2016 16:28 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Brynjar hefði viljað að upplýsingar um Wintris hefðu legið fyrir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, afléttir þagnarbindinu sem samflokksmenn hafa verið í undanfarna daga um aflandseignir forsætisráðherrahjónanna. 29. mars 2016 16:28
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08
Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25
Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02