Gary Neville versti þjálfari í sögu Valencia Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 15:00 Gary Neville átti ekki sjö dagana sæla á Mestalla. vísir/getty Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var í gær formlega sagt upp störfum sem þjálfari spænska 1. deildar liðsins Valencia eins og greint var frá. Vefsíða enska blaðsins Daily Mail heldur því fram í morgun að Neville hafi verið rekinn fyrir landsleikjafríið en Englendingurinn hafi fengið að hafa hljótt um það til að trufla ekki lærisveina sína í enska landsliðinu þar sem hann er aðstoðarmaður Roy Hodgson. Fjögurra mánaða starfi Neville er allavega lokið á Mestalla-vellinum og kveður hann sem versti þjálfari Valencia frá upphafi ef miðað er við sigurhlutfall í deild. Neville, sem var orðinn lang vinsælasti og virtasti sparkspekingur Englands áður en hann tók við starfinu, vann aðeins þrjá af 16 leikjum sínum í deildinni, gerði fimm jafntefli og tapaði átta. Hann innbyrti fjórtán stig í heildina og fékk því 0,88 stig í leik. Pako Ayestaran, sem var aðstoðarþjálfari félagsins frá 2001 til 2004, mun stýra liðinu fram á sumar en hann tekur við Valencia í 14. sæti með 34 stig, sex stigum frá fallsæti. Gary Neville kom Valencia í undanúrslit spænska Konungsbikarsins þar sem liðið fékk vænan rassskell gegn Barcelona og þá féll liðið úr leik í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Neville has posted the lowest win rate of any Valencia Coach in La Liga history with a win rate of 18.8% #SSNHQ pic.twitter.com/xhWlEegnIy— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) March 30, 2016 Spænski boltinn Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var í gær formlega sagt upp störfum sem þjálfari spænska 1. deildar liðsins Valencia eins og greint var frá. Vefsíða enska blaðsins Daily Mail heldur því fram í morgun að Neville hafi verið rekinn fyrir landsleikjafríið en Englendingurinn hafi fengið að hafa hljótt um það til að trufla ekki lærisveina sína í enska landsliðinu þar sem hann er aðstoðarmaður Roy Hodgson. Fjögurra mánaða starfi Neville er allavega lokið á Mestalla-vellinum og kveður hann sem versti þjálfari Valencia frá upphafi ef miðað er við sigurhlutfall í deild. Neville, sem var orðinn lang vinsælasti og virtasti sparkspekingur Englands áður en hann tók við starfinu, vann aðeins þrjá af 16 leikjum sínum í deildinni, gerði fimm jafntefli og tapaði átta. Hann innbyrti fjórtán stig í heildina og fékk því 0,88 stig í leik. Pako Ayestaran, sem var aðstoðarþjálfari félagsins frá 2001 til 2004, mun stýra liðinu fram á sumar en hann tekur við Valencia í 14. sæti með 34 stig, sex stigum frá fallsæti. Gary Neville kom Valencia í undanúrslit spænska Konungsbikarsins þar sem liðið fékk vænan rassskell gegn Barcelona og þá féll liðið úr leik í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Neville has posted the lowest win rate of any Valencia Coach in La Liga history with a win rate of 18.8% #SSNHQ pic.twitter.com/xhWlEegnIy— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) March 30, 2016
Spænski boltinn Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira