Grunnlífeyrir skertur á ný vegna lífeyrissjóða! Björgvin Guðmundsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Í tillögum um endurskoðun almannatrygginga er gert ráð fyrir því, að grunnlífeyrir verði skertur á ný vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Lengi vel var samstaða um það, að ekki mætti hreyfa við grunnlífeyri almannatrygginga. Hann væri heilagur. Og þannig er þetta í Noregi. Þar fá allir grunnlífeyri án tillits til tekna. Á krepputímanum hér var talið nauðsynlegt vegna fjárhagserfiðleika að skerða grunnlífeyri. Félag eldri borgara í Rvk og LEB mótmæltu þessu og kröfðust þess, að þessi skerðing yrði afnumin. Við því var orðið 2013 eftir þingkosningarnar. Það er því furðulegt, að nú skuli strax eiga að byrja að skerða grunnlífeyri á ný vegna lífeyrissjóða. Ég tel tillögurnar um endurskoðun almannatrygginga meingallaðar. Stærsti gallinn er sá, að það er engin kjarabót fyrir lægst launuðu lífeyrisþegana, þá sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Þeir fá enga hækkun. Þó er það viðurkennt, að ekki sé unnt að lifa af hinum lága lífeyri. Annar stór galli er sá, að skerðingarhlutfallið, 45%, er alltof hátt eins og Landssamband eldri borgara hefur bent á. Í Noregi er engin skerðing og í Danmörku 30% eftir frítekjumark. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borgurum bréf fyrir síðustu kosningar og lofaði að afnema allar tekjutengingar almannatrygginga. Samkvæmt því átti að afnema alveg skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða. Það hefði legið beint við að efna þetta loforð við endurskoðun almannatrygginga. En þvert á móti er ný skerðing tekin upp á grunnlífeyri. Samkvæmt tillögum um TR eru öll frítekjumörk felld niður. Af því og háu skerðingarhlutfalli leiðir, að skerðing lífeyris aldraðra hjá TR vegna atvinnutekna eykst og erfiðara fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til. Skerðing vegna greiðslna úr lífeyrissjóði minnkar lítið þrátt fyrir loforð um að afnema hana alveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í tillögum um endurskoðun almannatrygginga er gert ráð fyrir því, að grunnlífeyrir verði skertur á ný vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Lengi vel var samstaða um það, að ekki mætti hreyfa við grunnlífeyri almannatrygginga. Hann væri heilagur. Og þannig er þetta í Noregi. Þar fá allir grunnlífeyri án tillits til tekna. Á krepputímanum hér var talið nauðsynlegt vegna fjárhagserfiðleika að skerða grunnlífeyri. Félag eldri borgara í Rvk og LEB mótmæltu þessu og kröfðust þess, að þessi skerðing yrði afnumin. Við því var orðið 2013 eftir þingkosningarnar. Það er því furðulegt, að nú skuli strax eiga að byrja að skerða grunnlífeyri á ný vegna lífeyrissjóða. Ég tel tillögurnar um endurskoðun almannatrygginga meingallaðar. Stærsti gallinn er sá, að það er engin kjarabót fyrir lægst launuðu lífeyrisþegana, þá sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Þeir fá enga hækkun. Þó er það viðurkennt, að ekki sé unnt að lifa af hinum lága lífeyri. Annar stór galli er sá, að skerðingarhlutfallið, 45%, er alltof hátt eins og Landssamband eldri borgara hefur bent á. Í Noregi er engin skerðing og í Danmörku 30% eftir frítekjumark. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borgurum bréf fyrir síðustu kosningar og lofaði að afnema allar tekjutengingar almannatrygginga. Samkvæmt því átti að afnema alveg skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða. Það hefði legið beint við að efna þetta loforð við endurskoðun almannatrygginga. En þvert á móti er ný skerðing tekin upp á grunnlífeyri. Samkvæmt tillögum um TR eru öll frítekjumörk felld niður. Af því og háu skerðingarhlutfalli leiðir, að skerðing lífeyris aldraðra hjá TR vegna atvinnutekna eykst og erfiðara fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til. Skerðing vegna greiðslna úr lífeyrissjóði minnkar lítið þrátt fyrir loforð um að afnema hana alveg.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun