Hannaði vatnsflösku úr vatni sem brotnar niður í náttúrunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2016 12:00 Vatnsflaskan brotnar niður á um sex dögum. Mynd/Ari Jónsson „Ég setti mér það markmið að búa til vatnsflösku úr vatni,“ segir Ari Jónsson nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Hann hefur hannað og útbúið flösku úr gelatíni, rauðþörungum og vatni sem brotnar niður í náttúrunni á nokkrum dögum. Flaskan er útkoman úr áfanga sem Ari sótti í Listaháskólanum sem nefnist Ferli skapandi hugsunar. Þar valdi Ari sér efni til þess að vinna með. „Ég valdi mér gelatín og agar sem unnið er úr rauðþörungum. Ég stúderaði þau og reyndi að finna veikleika og styrkleika þessara efni og hvernig þau vinna saman. Þannig reyndi ég að finna einhverja nýja vinkla á það hvernig hægt er að nota styrkleika þessara efna“, segir Ari. Úr varð flaskan sem er gerð þannig að agar er blandað í vatn og úr verður hlaup. Hlaupið er hitað og síðan kælt, Ari mótar svo form flöskunnar áður en hann tekur innan úr henni. Úr verður flaska sem brotnar niður á nokkrum dögum í umhverfinu líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan sem rúmlega fimm milljón manns hafa horft á. „Svo lengi sem að vatnið er í henni þá heldur hún forminu, þegar flaskan er tóm byrjar hún að brotna niður og það gerist á nokkrum dögum,“ segir Ari. This Water Bottle is Biodegradable And EdibleThis student created a biodegradable (and edible) water bottle to reduce plastic wastePosted by NowThis on Monday, 28 March 2016Unnið að því að koma flöskunni í framleiðsluÍ raun er flaskan einnig ætileg enda er hún gerð úr náttúrulegum efnum. Ari kynnti flöskuna á viðburði í kringum Hönnunarmars og hefur hún vakið talsverða athygli fyrir utan landsteinana. Er fjallað um hana í fjölmörgum miðlum erlendis. Ari segir að flaskan geti verið ákveðið mótsvar við gríðarlegri plastnotkun mannskeppnunnar en talið mögulegt að árið 2050 verði meira af plasti í sjónum en fiskur. Ari hefur hug á því að koma flöskunni í framleiðslu og hefur innlent fyrirtækinu sýnt verkefninu áhuga. „Það er eitthvað aðeins í kortunum en það er á algjöru byrjunarstigi.“ segir Ari. „Það veltur svolítið á því að ég finni lausnir við ýmsum vandamálum varðandi þetta,“ en Ari á meðal annars eftir að finna upp aðferð til þess að setja tappa á flöskuna.Í myndasafninu hér fyrir neðan má sjá hvernig flaskan brotnar niður. Ferlið tekur um sex daga.Mynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari Jónsson Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
„Ég setti mér það markmið að búa til vatnsflösku úr vatni,“ segir Ari Jónsson nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Hann hefur hannað og útbúið flösku úr gelatíni, rauðþörungum og vatni sem brotnar niður í náttúrunni á nokkrum dögum. Flaskan er útkoman úr áfanga sem Ari sótti í Listaháskólanum sem nefnist Ferli skapandi hugsunar. Þar valdi Ari sér efni til þess að vinna með. „Ég valdi mér gelatín og agar sem unnið er úr rauðþörungum. Ég stúderaði þau og reyndi að finna veikleika og styrkleika þessara efni og hvernig þau vinna saman. Þannig reyndi ég að finna einhverja nýja vinkla á það hvernig hægt er að nota styrkleika þessara efna“, segir Ari. Úr varð flaskan sem er gerð þannig að agar er blandað í vatn og úr verður hlaup. Hlaupið er hitað og síðan kælt, Ari mótar svo form flöskunnar áður en hann tekur innan úr henni. Úr verður flaska sem brotnar niður á nokkrum dögum í umhverfinu líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan sem rúmlega fimm milljón manns hafa horft á. „Svo lengi sem að vatnið er í henni þá heldur hún forminu, þegar flaskan er tóm byrjar hún að brotna niður og það gerist á nokkrum dögum,“ segir Ari. This Water Bottle is Biodegradable And EdibleThis student created a biodegradable (and edible) water bottle to reduce plastic wastePosted by NowThis on Monday, 28 March 2016Unnið að því að koma flöskunni í framleiðsluÍ raun er flaskan einnig ætileg enda er hún gerð úr náttúrulegum efnum. Ari kynnti flöskuna á viðburði í kringum Hönnunarmars og hefur hún vakið talsverða athygli fyrir utan landsteinana. Er fjallað um hana í fjölmörgum miðlum erlendis. Ari segir að flaskan geti verið ákveðið mótsvar við gríðarlegri plastnotkun mannskeppnunnar en talið mögulegt að árið 2050 verði meira af plasti í sjónum en fiskur. Ari hefur hug á því að koma flöskunni í framleiðslu og hefur innlent fyrirtækinu sýnt verkefninu áhuga. „Það er eitthvað aðeins í kortunum en það er á algjöru byrjunarstigi.“ segir Ari. „Það veltur svolítið á því að ég finni lausnir við ýmsum vandamálum varðandi þetta,“ en Ari á meðal annars eftir að finna upp aðferð til þess að setja tappa á flöskuna.Í myndasafninu hér fyrir neðan má sjá hvernig flaskan brotnar niður. Ferlið tekur um sex daga.Mynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari Jónsson
Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent