Gáfu leikmanni 4,6 milljarða án þess að hafa hitt hann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. mars 2016 12:45 Brock Osweiler hlær alla leið í bankann. vísir/getty NFL-liðið Houston Texans tók mikla áhættu er það samdi við leikstjórnandann Brock Osweiler og gaf honum risasamning. Samningurinn er til fjögurra ára og gæti fært Osweiler 9 milljarða króna. Hann er þó öruggur um að fá 4,6 milljarða. Sama hvernig gengur eða hvað hann spilar mikið. Þetta þótti mörgum ansi skrítið og kannski ekki síst í ljósi þess að þjálfari og eigandi liðsins þekkja Osweiler ekki neitt og töluðu ekki einu sinni við hann áður en hann skrifaði undir risasamninginn. Samkvæmt reglum NFL-deildarinnar þá mega leikmenn sem eru að losna undan samningi ekki tala við önnur félög. Aðeins umboðsmenn leikmanna mega tala við félögin í 52 klukkutíma glugga. Þessi regla er sett til þess að félagið sem leikmaðurinn er hjá standi betur að vígi við samningaborðið. Liðin þurfa því stundum að tefla djarft til þess að fá ákveðna leikmenn. Þjálfari Texans sagði hæ við Osweiler er hann heilsaði upp á Peyton Manning árið 2014. Þá var Osweiler varamaður Manning hjá Denver Broncos. Það eru einu samskipti félagsins við manninn sem það ætlar að færa að minnsta kosti 4,6 milljarða. Osweiler fékk tækifæri síðasta vetur er Manning meiddist og stóð sig ágætlega. Hvort hann hafi staðið sig nægilega vel til að fá 9 milljarða samning er svo annað mál. NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
NFL-liðið Houston Texans tók mikla áhættu er það samdi við leikstjórnandann Brock Osweiler og gaf honum risasamning. Samningurinn er til fjögurra ára og gæti fært Osweiler 9 milljarða króna. Hann er þó öruggur um að fá 4,6 milljarða. Sama hvernig gengur eða hvað hann spilar mikið. Þetta þótti mörgum ansi skrítið og kannski ekki síst í ljósi þess að þjálfari og eigandi liðsins þekkja Osweiler ekki neitt og töluðu ekki einu sinni við hann áður en hann skrifaði undir risasamninginn. Samkvæmt reglum NFL-deildarinnar þá mega leikmenn sem eru að losna undan samningi ekki tala við önnur félög. Aðeins umboðsmenn leikmanna mega tala við félögin í 52 klukkutíma glugga. Þessi regla er sett til þess að félagið sem leikmaðurinn er hjá standi betur að vígi við samningaborðið. Liðin þurfa því stundum að tefla djarft til þess að fá ákveðna leikmenn. Þjálfari Texans sagði hæ við Osweiler er hann heilsaði upp á Peyton Manning árið 2014. Þá var Osweiler varamaður Manning hjá Denver Broncos. Það eru einu samskipti félagsins við manninn sem það ætlar að færa að minnsta kosti 4,6 milljarða. Osweiler fékk tækifæri síðasta vetur er Manning meiddist og stóð sig ágætlega. Hvort hann hafi staðið sig nægilega vel til að fá 9 milljarða samning er svo annað mál.
NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira