Framtíðin er núna Stjórnarmaðurinn skrifar 30. mars 2016 09:00 Fjölmiðlun er í sífelldri mótun eftir því sem tækni og neysluháttum fleygir fram. Í því samhengi er algengt að heyra dómsdagsspár um örlög hefðbundinna fjölmiðlafyrirtækja. Oft halda spámennirnir því fram að fyrirtæki á borð við Netflix eða Spotify séu framtíðin. Þess vegna er áhugavert að rýna í tölur og afkomu þessara nýju afþreyingarrisa, en þegar það er gert er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að enn sem komið er hafi þeim ekki tekist að ramba á viðskiptamódel sem virkar. Tekjur sænsku tónlistarveitunnar Spotify námu þannig réttum 1,1 milljarði Bandaríkjadala á síðasta ári, þrátt fyrir það skilar félagið enn tapi sem nam réttum 200 milljónum dala árið 2014. Bandaríska þjónustan Pandora, sem er áþekk Spotify, áætlar tekjur sínar á þessu ári um 1,4 milljarða Bandaríkjadala, og að tapið verði sambærilegt og hjá Spotify. Apple niðurgreiðir tap af tónlistarveitu sinni úr sínum djúpu vösum. Sambærilega sögu er að segja af Netflix. Þrátt fyrir tekjur upp á rétta sjö milljarða Bandaríkjadala er EBIDTA hagnaður félagsins einungis 370 milljónir Bandaríkjadala. Það telst ekki mikið úr þessum mikla tekjustofni. Þrátt fyrir þetta er Netflix metið á 43 milljarða dollara, eða tæplega 85-falt EBIDTA næsta árs. Til samanburðar er Sky, stærsta sjónvarpsfyrirtæki Bretlands, metið á tæplega tífalt EBIDTA. Sky er með langa sögu af arðbærum rekstri, bætir stöðugt við sig viðskiptavinum, er með tvöfalt hærri tekjur en Netflix og tífalt EBIDTA. Hvar liggur verðmunurinn? Sennilega í væntingum um framtíðina. Ljóst er að fyrirtæki á borð við Netflix og Spotify þurfa að hækka verð umtalsvert enda vandséð að hægt sé að fjölga notendum endalaust. Þar liggur hundurinn sennilega grafinn, því hvað gera notendurnir ef verðið hækkar upp úr öllu valdi? Hvað sem því líður er ljóst að nýju afþreyingarrisarnir þurfa að réttlæta stjarnfræðilegt verðmatið fyrr eða síðar. Framtíðin er núna. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Fjölmiðlun er í sífelldri mótun eftir því sem tækni og neysluháttum fleygir fram. Í því samhengi er algengt að heyra dómsdagsspár um örlög hefðbundinna fjölmiðlafyrirtækja. Oft halda spámennirnir því fram að fyrirtæki á borð við Netflix eða Spotify séu framtíðin. Þess vegna er áhugavert að rýna í tölur og afkomu þessara nýju afþreyingarrisa, en þegar það er gert er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að enn sem komið er hafi þeim ekki tekist að ramba á viðskiptamódel sem virkar. Tekjur sænsku tónlistarveitunnar Spotify námu þannig réttum 1,1 milljarði Bandaríkjadala á síðasta ári, þrátt fyrir það skilar félagið enn tapi sem nam réttum 200 milljónum dala árið 2014. Bandaríska þjónustan Pandora, sem er áþekk Spotify, áætlar tekjur sínar á þessu ári um 1,4 milljarða Bandaríkjadala, og að tapið verði sambærilegt og hjá Spotify. Apple niðurgreiðir tap af tónlistarveitu sinni úr sínum djúpu vösum. Sambærilega sögu er að segja af Netflix. Þrátt fyrir tekjur upp á rétta sjö milljarða Bandaríkjadala er EBIDTA hagnaður félagsins einungis 370 milljónir Bandaríkjadala. Það telst ekki mikið úr þessum mikla tekjustofni. Þrátt fyrir þetta er Netflix metið á 43 milljarða dollara, eða tæplega 85-falt EBIDTA næsta árs. Til samanburðar er Sky, stærsta sjónvarpsfyrirtæki Bretlands, metið á tæplega tífalt EBIDTA. Sky er með langa sögu af arðbærum rekstri, bætir stöðugt við sig viðskiptavinum, er með tvöfalt hærri tekjur en Netflix og tífalt EBIDTA. Hvar liggur verðmunurinn? Sennilega í væntingum um framtíðina. Ljóst er að fyrirtæki á borð við Netflix og Spotify þurfa að hækka verð umtalsvert enda vandséð að hægt sé að fjölga notendum endalaust. Þar liggur hundurinn sennilega grafinn, því hvað gera notendurnir ef verðið hækkar upp úr öllu valdi? Hvað sem því líður er ljóst að nýju afþreyingarrisarnir þurfa að réttlæta stjarnfræðilegt verðmatið fyrr eða síðar. Framtíðin er núna.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira