Framtíðin er núna Stjórnarmaðurinn skrifar 30. mars 2016 09:00 Fjölmiðlun er í sífelldri mótun eftir því sem tækni og neysluháttum fleygir fram. Í því samhengi er algengt að heyra dómsdagsspár um örlög hefðbundinna fjölmiðlafyrirtækja. Oft halda spámennirnir því fram að fyrirtæki á borð við Netflix eða Spotify séu framtíðin. Þess vegna er áhugavert að rýna í tölur og afkomu þessara nýju afþreyingarrisa, en þegar það er gert er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að enn sem komið er hafi þeim ekki tekist að ramba á viðskiptamódel sem virkar. Tekjur sænsku tónlistarveitunnar Spotify námu þannig réttum 1,1 milljarði Bandaríkjadala á síðasta ári, þrátt fyrir það skilar félagið enn tapi sem nam réttum 200 milljónum dala árið 2014. Bandaríska þjónustan Pandora, sem er áþekk Spotify, áætlar tekjur sínar á þessu ári um 1,4 milljarða Bandaríkjadala, og að tapið verði sambærilegt og hjá Spotify. Apple niðurgreiðir tap af tónlistarveitu sinni úr sínum djúpu vösum. Sambærilega sögu er að segja af Netflix. Þrátt fyrir tekjur upp á rétta sjö milljarða Bandaríkjadala er EBIDTA hagnaður félagsins einungis 370 milljónir Bandaríkjadala. Það telst ekki mikið úr þessum mikla tekjustofni. Þrátt fyrir þetta er Netflix metið á 43 milljarða dollara, eða tæplega 85-falt EBIDTA næsta árs. Til samanburðar er Sky, stærsta sjónvarpsfyrirtæki Bretlands, metið á tæplega tífalt EBIDTA. Sky er með langa sögu af arðbærum rekstri, bætir stöðugt við sig viðskiptavinum, er með tvöfalt hærri tekjur en Netflix og tífalt EBIDTA. Hvar liggur verðmunurinn? Sennilega í væntingum um framtíðina. Ljóst er að fyrirtæki á borð við Netflix og Spotify þurfa að hækka verð umtalsvert enda vandséð að hægt sé að fjölga notendum endalaust. Þar liggur hundurinn sennilega grafinn, því hvað gera notendurnir ef verðið hækkar upp úr öllu valdi? Hvað sem því líður er ljóst að nýju afþreyingarrisarnir þurfa að réttlæta stjarnfræðilegt verðmatið fyrr eða síðar. Framtíðin er núna. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Fjölmiðlun er í sífelldri mótun eftir því sem tækni og neysluháttum fleygir fram. Í því samhengi er algengt að heyra dómsdagsspár um örlög hefðbundinna fjölmiðlafyrirtækja. Oft halda spámennirnir því fram að fyrirtæki á borð við Netflix eða Spotify séu framtíðin. Þess vegna er áhugavert að rýna í tölur og afkomu þessara nýju afþreyingarrisa, en þegar það er gert er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að enn sem komið er hafi þeim ekki tekist að ramba á viðskiptamódel sem virkar. Tekjur sænsku tónlistarveitunnar Spotify námu þannig réttum 1,1 milljarði Bandaríkjadala á síðasta ári, þrátt fyrir það skilar félagið enn tapi sem nam réttum 200 milljónum dala árið 2014. Bandaríska þjónustan Pandora, sem er áþekk Spotify, áætlar tekjur sínar á þessu ári um 1,4 milljarða Bandaríkjadala, og að tapið verði sambærilegt og hjá Spotify. Apple niðurgreiðir tap af tónlistarveitu sinni úr sínum djúpu vösum. Sambærilega sögu er að segja af Netflix. Þrátt fyrir tekjur upp á rétta sjö milljarða Bandaríkjadala er EBIDTA hagnaður félagsins einungis 370 milljónir Bandaríkjadala. Það telst ekki mikið úr þessum mikla tekjustofni. Þrátt fyrir þetta er Netflix metið á 43 milljarða dollara, eða tæplega 85-falt EBIDTA næsta árs. Til samanburðar er Sky, stærsta sjónvarpsfyrirtæki Bretlands, metið á tæplega tífalt EBIDTA. Sky er með langa sögu af arðbærum rekstri, bætir stöðugt við sig viðskiptavinum, er með tvöfalt hærri tekjur en Netflix og tífalt EBIDTA. Hvar liggur verðmunurinn? Sennilega í væntingum um framtíðina. Ljóst er að fyrirtæki á borð við Netflix og Spotify þurfa að hækka verð umtalsvert enda vandséð að hægt sé að fjölga notendum endalaust. Þar liggur hundurinn sennilega grafinn, því hvað gera notendurnir ef verðið hækkar upp úr öllu valdi? Hvað sem því líður er ljóst að nýju afþreyingarrisarnir þurfa að réttlæta stjarnfræðilegt verðmatið fyrr eða síðar. Framtíðin er núna.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira