Bjarni á Alþingi í dag: „Tímarnir hafa aldrei verið eins bjartir og einmitt nú“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 11:49 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í umræðum um stefnuræðu nýs forsætisráðherra í dag að brýnt væri að þau mál ríkisstjórnarinnar sem langt væru komin fengju endanlega afgreiðslu á Alþingi. Nefndi hann sérstaklega losun fjármagnshafta sem er langt er á veg komin og sagði það ábyrgðarlaust að ætla að boða til kosninga strax þegar framundan væri útboð á aflandskrónum. Sagði hann að það myndi setja heildaráætlun um afnám hafta í „algjört uppnám.“ Þá nefndi fjármálaráðherra jafnframt að ekki hafi verið samstaða um haftamálið þegar áætlun þáverandi ríkisstjórnar var kynnt í lok síðasta árs. Sagði Bjarni að stjórnarandstaðan hefði ekki verið ánægð með málið þá en nú töluðu menn eins haftamálið skipti þinginu ekki upp í ólíka hópa.Með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni „Ríkisstjórnin er með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni vilji hún styðja við þær lausnir sem að er núna í fæðingu og munu birtast í frumvörpum innan nokkurra vikna,“ sagði Bjarni. Leiðarstef nýrrar ríkisstjórnar er að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og lækka skuldir ríkisins, að sögn Bjarna. Þá væri grundvallaratriði að tryggja að lífskjör almennings batni samhliða betri afkomu ríkissjóðs. Bjarni nefndi svo að kaupmáttur allra á Íslandi hefði batnað í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Tímarnir hafa aldrei verið eins bjartir og einmitt nú. Skuldir heimilanna hafa farið ört lækkandi. [...] Þær hafa lækkað hraðar á Íslandi undir þessari ríkisstjórn en annars staðar. Atvinnuástandið hefur verið með betra móti og verðbólga hefur verið lág,“ sagði Bjarni. Þá gerði hann einnig að umtalsefni skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sem hann sagði að hefði tekist vel upp.Fólk vill siðbót í stjórnmálum Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði leiðréttinguna, afnám hafta, lága verðbólgu og og lítið atvinnuleysi ekki hafa farið framhjá almenningi. „Hvers vegna voru þá stærstu mótmæli Íslandssögunnar hér á mánudaginn? Er það vegna þess að Ríkisútvarpið er svo illa innrætt? Er það vegna þess að fólk misskilur málið? Nei, það er vegna þess að fólk sá glitta í fyrirhrunsárin í pólitíkinni og fólkið sagði nei. Það vildi það ekki. Það voru viðhorfin, það voru svörin hjá ríkisstjórninni. [...] Það er einfaldlega ekki nóg að höfða til efnahagstölfræði til þess að sefa almenning. Fólk vill ekkert bara peninga og velmegun lengur, það vill siðbót í stjórnmálum,“ sagði Helgi Hrafn. Alþingi Tengdar fréttir „Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í umræðum um stefnuræðu nýs forsætisráðherra í dag að brýnt væri að þau mál ríkisstjórnarinnar sem langt væru komin fengju endanlega afgreiðslu á Alþingi. Nefndi hann sérstaklega losun fjármagnshafta sem er langt er á veg komin og sagði það ábyrgðarlaust að ætla að boða til kosninga strax þegar framundan væri útboð á aflandskrónum. Sagði hann að það myndi setja heildaráætlun um afnám hafta í „algjört uppnám.“ Þá nefndi fjármálaráðherra jafnframt að ekki hafi verið samstaða um haftamálið þegar áætlun þáverandi ríkisstjórnar var kynnt í lok síðasta árs. Sagði Bjarni að stjórnarandstaðan hefði ekki verið ánægð með málið þá en nú töluðu menn eins haftamálið skipti þinginu ekki upp í ólíka hópa.Með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni „Ríkisstjórnin er með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni vilji hún styðja við þær lausnir sem að er núna í fæðingu og munu birtast í frumvörpum innan nokkurra vikna,“ sagði Bjarni. Leiðarstef nýrrar ríkisstjórnar er að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og lækka skuldir ríkisins, að sögn Bjarna. Þá væri grundvallaratriði að tryggja að lífskjör almennings batni samhliða betri afkomu ríkissjóðs. Bjarni nefndi svo að kaupmáttur allra á Íslandi hefði batnað í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Tímarnir hafa aldrei verið eins bjartir og einmitt nú. Skuldir heimilanna hafa farið ört lækkandi. [...] Þær hafa lækkað hraðar á Íslandi undir þessari ríkisstjórn en annars staðar. Atvinnuástandið hefur verið með betra móti og verðbólga hefur verið lág,“ sagði Bjarni. Þá gerði hann einnig að umtalsefni skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sem hann sagði að hefði tekist vel upp.Fólk vill siðbót í stjórnmálum Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði leiðréttinguna, afnám hafta, lága verðbólgu og og lítið atvinnuleysi ekki hafa farið framhjá almenningi. „Hvers vegna voru þá stærstu mótmæli Íslandssögunnar hér á mánudaginn? Er það vegna þess að Ríkisútvarpið er svo illa innrætt? Er það vegna þess að fólk misskilur málið? Nei, það er vegna þess að fólk sá glitta í fyrirhrunsárin í pólitíkinni og fólkið sagði nei. Það vildi það ekki. Það voru viðhorfin, það voru svörin hjá ríkisstjórninni. [...] Það er einfaldlega ekki nóg að höfða til efnahagstölfræði til þess að sefa almenning. Fólk vill ekkert bara peninga og velmegun lengur, það vill siðbót í stjórnmálum,“ sagði Helgi Hrafn.
Alþingi Tengdar fréttir „Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
„Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59