„Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 10:59 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar í morgun. vísir/anton brink Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun en eins og greint hefur verið frá mun ríkisstjórn hans byggja á stefnuyfirlýsingu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því í maí 2013. Í máli hans kom fram að leiðarljósið í þeirri yfirlýsingu hafi meðal annars bættur hagur heimilanna og að efnahagsmál í breiðum skilning væru lykilmál nýrrar ríkisstjórnar. Nefndi hann í því samhengi losun fjármagnshafta, efnahagslegan stöðugleika og húsnæðis-og heilbrigðismál. Sigurður Ingi rakti jafnframt árangur síðustu ríkisstjórnar og nefndi sérstaklega skuldaleiðréttinguna og áætlun um losun hafta, en hann sagði að vel hefði tekist til við úrlausn þessara mála. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að síðustu dagar hefðu verið óvenjulegir en það þyrfti að horfa fram á veginn og „læra af þessum málum,“ eins og hann komst að orði.Við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi ða það væru tvær þjóðir í landinu Eins og gefur að skilja voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sérstaklega hrifnir af stefnuræðu forsætisráðherra. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi að það væru tvær þjóðir í landinu; önnur sem ætti peninga í útlöndum og gæti fjárfest þar og hin, „sauðsvartur almúginn,“ sem væri ekki í sömu stöðu. Þá sagði Katrín að það myndi ekki skapa neina ró og festu „að skipta bara um nokkra stóla og ekki breyta neinu og [segja] að það sé í lagi að geyma peninga í skattaskjólum á meðan maður greiðir af því skatt. Þetta er ekki nóg.“Wild Boys og nágrannar sem væru búnir að hringja á lögguna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, líkti ríkisstjórninni síðan við partý sem hefði staðið of lengi. „Þessi ríkisstjórn er eins og partý sem hefur staðið of lengi. Því átti að ljúka á miðnætti en er ennþá í gangi þegar klukkan er orðin þrjú. Nágrannarnir eru búnir að hringja á lögguna og einstaka gestir í partýinu eru meira að segja byrjaðir að hugsa sér til hreyfings,“ sagði Katrín og vísaði í orð tveggja stjórnarþingmanna í fjölmiðlum, þeirra Unnar Brá Konráðsdóttur og Höskulds Þórhallssonar. Unnur Brá sagði í Kastljós í gær að allir ráðherrar sem tengjast aflandsfélögum eigi að segja af sér og þá vill Höskuldur að Sigmundur Davíð segi af sér þingmennsku. Katrín sagði alla vita að partýið væri búið en samt héldi partýhaldarinn áfram. „Hann heldur áfram að spila Wild Boys og ætlar að selja nokkra banka eftir því sem mér heyrist á hæstvirtum forsætisráðherra og afnema verðtryggingu. [...] Þó að ég óski hæstvirtum forsætisráðherra til hamingju þá á hann fyrir höndum gríðarlega erfitt verkefni,“ sagði Katrín. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Lyklaskipti ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir tóku við lyklum í morgun. 8. apríl 2016 09:42 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun en eins og greint hefur verið frá mun ríkisstjórn hans byggja á stefnuyfirlýsingu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því í maí 2013. Í máli hans kom fram að leiðarljósið í þeirri yfirlýsingu hafi meðal annars bættur hagur heimilanna og að efnahagsmál í breiðum skilning væru lykilmál nýrrar ríkisstjórnar. Nefndi hann í því samhengi losun fjármagnshafta, efnahagslegan stöðugleika og húsnæðis-og heilbrigðismál. Sigurður Ingi rakti jafnframt árangur síðustu ríkisstjórnar og nefndi sérstaklega skuldaleiðréttinguna og áætlun um losun hafta, en hann sagði að vel hefði tekist til við úrlausn þessara mála. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að síðustu dagar hefðu verið óvenjulegir en það þyrfti að horfa fram á veginn og „læra af þessum málum,“ eins og hann komst að orði.Við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi ða það væru tvær þjóðir í landinu Eins og gefur að skilja voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sérstaklega hrifnir af stefnuræðu forsætisráðherra. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi að það væru tvær þjóðir í landinu; önnur sem ætti peninga í útlöndum og gæti fjárfest þar og hin, „sauðsvartur almúginn,“ sem væri ekki í sömu stöðu. Þá sagði Katrín að það myndi ekki skapa neina ró og festu „að skipta bara um nokkra stóla og ekki breyta neinu og [segja] að það sé í lagi að geyma peninga í skattaskjólum á meðan maður greiðir af því skatt. Þetta er ekki nóg.“Wild Boys og nágrannar sem væru búnir að hringja á lögguna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, líkti ríkisstjórninni síðan við partý sem hefði staðið of lengi. „Þessi ríkisstjórn er eins og partý sem hefur staðið of lengi. Því átti að ljúka á miðnætti en er ennþá í gangi þegar klukkan er orðin þrjú. Nágrannarnir eru búnir að hringja á lögguna og einstaka gestir í partýinu eru meira að segja byrjaðir að hugsa sér til hreyfings,“ sagði Katrín og vísaði í orð tveggja stjórnarþingmanna í fjölmiðlum, þeirra Unnar Brá Konráðsdóttur og Höskulds Þórhallssonar. Unnur Brá sagði í Kastljós í gær að allir ráðherrar sem tengjast aflandsfélögum eigi að segja af sér og þá vill Höskuldur að Sigmundur Davíð segi af sér þingmennsku. Katrín sagði alla vita að partýið væri búið en samt héldi partýhaldarinn áfram. „Hann heldur áfram að spila Wild Boys og ætlar að selja nokkra banka eftir því sem mér heyrist á hæstvirtum forsætisráðherra og afnema verðtryggingu. [...] Þó að ég óski hæstvirtum forsætisráðherra til hamingju þá á hann fyrir höndum gríðarlega erfitt verkefni,“ sagði Katrín.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Lyklaskipti ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir tóku við lyklum í morgun. 8. apríl 2016 09:42 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Lyklaskipti ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir tóku við lyklum í morgun. 8. apríl 2016 09:42