Eins og sprungin blaðra Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. apríl 2016 10:00 Það er hægara sagt en gert að ætla að skrifa um eitthvað annað en ástandið í þjóðfélaginu akkúrat núna. Ég held að það sé að minnsta kosti óhætt að segja að ég geti nú sett mig talsvert vel í fótspor og tilfinningalíf sprunginnar blöðru. Annars er eitt sem er alltaf hægt að tala um þegar manni dettur ekkert annað í hug og það er veðrið.Gluggaveður Ég er virkilega léleg í því að klæða mig eftir veðri. Vanhæfnin sætir auðvitað ákveðinni undrun sé litið til þess að ég hef verið búsett á þessu skeri síðan ég skaust í heiminn. Mér tekst samt alltaf á ótrúlegan hátt að meta aðstæður vitlaust og enda annað hvort alltof vel klædd eða alltof illa klædd. Sem veldur því að mér er ýmist ískalt eða ég er við það að skilja við sökum ofhitnunar. Vegna veðurfars er það reyndar yfirleitt þannig að ég er of illa klædd. Akkilesarhæll minn er gluggaveður og ég á svoleiðis í stökustu vandræðum með að klæða mig á morgnana. Síðustu daga hef ég vaknað í slíkum funhita og sólskini að það mætti halda að ég væri staðsett á ströndinni á Tortóla. Ég klæði mig svo nánast í samræmi við það og um leið og ég stíg út átta ég mig á því að eitthvað hefur misfarist. Helgin Annars er ég mjög spennt fyrir komandi helgi. Þá getur maður einbeitt sér hundrað prósent að því að fylgjast með fréttunum. Það er nefnilega búið að vera örlítið hamlandi að hafa þurft að sinna öðrum erindum í vikunni eins og til dæmis að vinna. Maður má bara ekki missa af neinu – þá skilur maður bara alls ekkert hvað er í gangi. Það er einmitt það sem kom fyrir mig í gær þegar ég fór út að borða með breskum vini mínum sem ég hef ekki séð í sex ár. Síðustu daga er maður auðvitað búinn að vera með puttann á púlsinum. Tuttugu tabs opna í tölvunni, sífellt að refresha Twitter og fylgjast með öllum aukafréttatímunum á rauntíma. Ég myndi því segja að ég hefði verið temmilega vel upplýst um gang mála og fór glöð í bragði út að borða. Ég var úr nettengingu í rúma tvo klukkutíma og þegar ég kom aftur heim skildi ég ekkert. Bara alls ekki neitt. En ég er allavega mjög glöð með helgina og er ekki með neitt planað og mun því haga mínum frídögum í samræmi við næstu fréttir. Vonandi klædd í samræmi við veður í þetta sinn. Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Kastað upp í matvöruverslun 1. apríl 2016 10:30 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
Það er hægara sagt en gert að ætla að skrifa um eitthvað annað en ástandið í þjóðfélaginu akkúrat núna. Ég held að það sé að minnsta kosti óhætt að segja að ég geti nú sett mig talsvert vel í fótspor og tilfinningalíf sprunginnar blöðru. Annars er eitt sem er alltaf hægt að tala um þegar manni dettur ekkert annað í hug og það er veðrið.Gluggaveður Ég er virkilega léleg í því að klæða mig eftir veðri. Vanhæfnin sætir auðvitað ákveðinni undrun sé litið til þess að ég hef verið búsett á þessu skeri síðan ég skaust í heiminn. Mér tekst samt alltaf á ótrúlegan hátt að meta aðstæður vitlaust og enda annað hvort alltof vel klædd eða alltof illa klædd. Sem veldur því að mér er ýmist ískalt eða ég er við það að skilja við sökum ofhitnunar. Vegna veðurfars er það reyndar yfirleitt þannig að ég er of illa klædd. Akkilesarhæll minn er gluggaveður og ég á svoleiðis í stökustu vandræðum með að klæða mig á morgnana. Síðustu daga hef ég vaknað í slíkum funhita og sólskini að það mætti halda að ég væri staðsett á ströndinni á Tortóla. Ég klæði mig svo nánast í samræmi við það og um leið og ég stíg út átta ég mig á því að eitthvað hefur misfarist. Helgin Annars er ég mjög spennt fyrir komandi helgi. Þá getur maður einbeitt sér hundrað prósent að því að fylgjast með fréttunum. Það er nefnilega búið að vera örlítið hamlandi að hafa þurft að sinna öðrum erindum í vikunni eins og til dæmis að vinna. Maður má bara ekki missa af neinu – þá skilur maður bara alls ekkert hvað er í gangi. Það er einmitt það sem kom fyrir mig í gær þegar ég fór út að borða með breskum vini mínum sem ég hef ekki séð í sex ár. Síðustu daga er maður auðvitað búinn að vera með puttann á púlsinum. Tuttugu tabs opna í tölvunni, sífellt að refresha Twitter og fylgjast með öllum aukafréttatímunum á rauntíma. Ég myndi því segja að ég hefði verið temmilega vel upplýst um gang mála og fór glöð í bragði út að borða. Ég var úr nettengingu í rúma tvo klukkutíma og þegar ég kom aftur heim skildi ég ekkert. Bara alls ekki neitt. En ég er allavega mjög glöð með helgina og er ekki með neitt planað og mun því haga mínum frídögum í samræmi við næstu fréttir. Vonandi klædd í samræmi við veður í þetta sinn.
Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Kastað upp í matvöruverslun 1. apríl 2016 10:30 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00
Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00
Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00
Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30
Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30