Jæja-hópurinn fundaði með forseta Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 15:17 Jæja-hópurinn hefur staðið fyrir fjölmennum mótmælum á Austurvelli. Vísir/Facebook-síða Jæja-hópsins Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem standa fyrir mótmælum á Austurvelli í dag, funduðu með forseta Íslands í hádeginu í dag til að fara yfir stöðuna í stjórnmálum þessa dagana. Þetta segir á Facebook-síðu Jæja-hópsins í færslu sem birtist fyrir stundu. „Hópurinn reyndi að túlka vilja mótmælenda eftir bestu getu og miðla honum til forseta eins milliliðalaust og hægt er. Fundurinn varði í klukkustund og fór forseti yfir stöðuna eins og hún birtist honum og hópurinn kom sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir í færslunni. Hópurinn stóð fyrir einum fjölmennustu mótmælum sögunnar á mánudag þegar um tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, og í nágrenni hans, til þess að krefjast afsagnar forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Í kjölfarið sagði Sigmundur Davíð af sér en aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki láta af embætti. Fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli í dag. Hér má nálgast upplýsingar. „Hópurinn lagði áherslu á að yfirskrift og krafa mótmælanna sé „Kosningar strax” og að ráðamenn hafi hvorki svarað þeirri ósk almennings, né kröfunni um bætt siðferði og hvernig þeir hyggjast ná trausti þjóðarinnar á ný eftir atburði undanfarinna daga. Það er von hópsins að fundurinn, sem og aðrar aðgerðir hans og annara mótmælenda, verði til þess að lýðræðislegum kröfum þjóðarinnar verði mætt án tafar.“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði beiðni Sigmundar Davíðs um þingrof á mánudag og vakti það mikla athygli þjóðarinnar og fjölmiðla. Sagði hann ekki liggja skýrt fyrir hvort stuðningur til þess lægi fyrir hjá meirihluta þings.Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarna daga, funduðu með forseta Íslands...Posted by Jæja on Thursday, April 7, 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax. 7. apríl 2016 13:42 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem standa fyrir mótmælum á Austurvelli í dag, funduðu með forseta Íslands í hádeginu í dag til að fara yfir stöðuna í stjórnmálum þessa dagana. Þetta segir á Facebook-síðu Jæja-hópsins í færslu sem birtist fyrir stundu. „Hópurinn reyndi að túlka vilja mótmælenda eftir bestu getu og miðla honum til forseta eins milliliðalaust og hægt er. Fundurinn varði í klukkustund og fór forseti yfir stöðuna eins og hún birtist honum og hópurinn kom sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir í færslunni. Hópurinn stóð fyrir einum fjölmennustu mótmælum sögunnar á mánudag þegar um tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, og í nágrenni hans, til þess að krefjast afsagnar forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Í kjölfarið sagði Sigmundur Davíð af sér en aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki láta af embætti. Fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli í dag. Hér má nálgast upplýsingar. „Hópurinn lagði áherslu á að yfirskrift og krafa mótmælanna sé „Kosningar strax” og að ráðamenn hafi hvorki svarað þeirri ósk almennings, né kröfunni um bætt siðferði og hvernig þeir hyggjast ná trausti þjóðarinnar á ný eftir atburði undanfarinna daga. Það er von hópsins að fundurinn, sem og aðrar aðgerðir hans og annara mótmælenda, verði til þess að lýðræðislegum kröfum þjóðarinnar verði mætt án tafar.“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði beiðni Sigmundar Davíðs um þingrof á mánudag og vakti það mikla athygli þjóðarinnar og fjölmiðla. Sagði hann ekki liggja skýrt fyrir hvort stuðningur til þess lægi fyrir hjá meirihluta þings.Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarna daga, funduðu með forseta Íslands...Posted by Jæja on Thursday, April 7, 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax. 7. apríl 2016 13:42 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax. 7. apríl 2016 13:42
Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33