Jæja-hópurinn fundaði með forseta Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 15:17 Jæja-hópurinn hefur staðið fyrir fjölmennum mótmælum á Austurvelli. Vísir/Facebook-síða Jæja-hópsins Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem standa fyrir mótmælum á Austurvelli í dag, funduðu með forseta Íslands í hádeginu í dag til að fara yfir stöðuna í stjórnmálum þessa dagana. Þetta segir á Facebook-síðu Jæja-hópsins í færslu sem birtist fyrir stundu. „Hópurinn reyndi að túlka vilja mótmælenda eftir bestu getu og miðla honum til forseta eins milliliðalaust og hægt er. Fundurinn varði í klukkustund og fór forseti yfir stöðuna eins og hún birtist honum og hópurinn kom sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir í færslunni. Hópurinn stóð fyrir einum fjölmennustu mótmælum sögunnar á mánudag þegar um tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, og í nágrenni hans, til þess að krefjast afsagnar forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Í kjölfarið sagði Sigmundur Davíð af sér en aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki láta af embætti. Fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli í dag. Hér má nálgast upplýsingar. „Hópurinn lagði áherslu á að yfirskrift og krafa mótmælanna sé „Kosningar strax” og að ráðamenn hafi hvorki svarað þeirri ósk almennings, né kröfunni um bætt siðferði og hvernig þeir hyggjast ná trausti þjóðarinnar á ný eftir atburði undanfarinna daga. Það er von hópsins að fundurinn, sem og aðrar aðgerðir hans og annara mótmælenda, verði til þess að lýðræðislegum kröfum þjóðarinnar verði mætt án tafar.“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði beiðni Sigmundar Davíðs um þingrof á mánudag og vakti það mikla athygli þjóðarinnar og fjölmiðla. Sagði hann ekki liggja skýrt fyrir hvort stuðningur til þess lægi fyrir hjá meirihluta þings.Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarna daga, funduðu með forseta Íslands...Posted by Jæja on Thursday, April 7, 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax. 7. apríl 2016 13:42 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem standa fyrir mótmælum á Austurvelli í dag, funduðu með forseta Íslands í hádeginu í dag til að fara yfir stöðuna í stjórnmálum þessa dagana. Þetta segir á Facebook-síðu Jæja-hópsins í færslu sem birtist fyrir stundu. „Hópurinn reyndi að túlka vilja mótmælenda eftir bestu getu og miðla honum til forseta eins milliliðalaust og hægt er. Fundurinn varði í klukkustund og fór forseti yfir stöðuna eins og hún birtist honum og hópurinn kom sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir í færslunni. Hópurinn stóð fyrir einum fjölmennustu mótmælum sögunnar á mánudag þegar um tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, og í nágrenni hans, til þess að krefjast afsagnar forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Í kjölfarið sagði Sigmundur Davíð af sér en aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki láta af embætti. Fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli í dag. Hér má nálgast upplýsingar. „Hópurinn lagði áherslu á að yfirskrift og krafa mótmælanna sé „Kosningar strax” og að ráðamenn hafi hvorki svarað þeirri ósk almennings, né kröfunni um bætt siðferði og hvernig þeir hyggjast ná trausti þjóðarinnar á ný eftir atburði undanfarinna daga. Það er von hópsins að fundurinn, sem og aðrar aðgerðir hans og annara mótmælenda, verði til þess að lýðræðislegum kröfum þjóðarinnar verði mætt án tafar.“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði beiðni Sigmundar Davíðs um þingrof á mánudag og vakti það mikla athygli þjóðarinnar og fjölmiðla. Sagði hann ekki liggja skýrt fyrir hvort stuðningur til þess lægi fyrir hjá meirihluta þings.Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarna daga, funduðu með forseta Íslands...Posted by Jæja on Thursday, April 7, 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax. 7. apríl 2016 13:42 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax. 7. apríl 2016 13:42
Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33