Ný ríkisstjórn fram hjá miðstjórnum flokkanna Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 11:07 Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson kynna niðurstöðu viðræðna sinna. Þeir munu ekki ræða við Miðstjórnir flokka sinna vísir/vilhelm Flokksráð Sjálfstæðisflokks og miðstjórn Framsóknarflokks hafa ekki verið kallaðar saman vegna nýrrar ríkisstjórnarmyndunar þrátt fyrir að lög beggja flokka gera beinlínis ráð fyrir því. Ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á að taka við völdum í landinu klukkan þrjú í dag. Þorfinnur Björnsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, staðfestir að miðstjórn flokksins hafi ekki verið kölluð saman. Í lögum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir að miðstjórn eða flokksráð flokkanna þurfi að koma saman til að samþykkja aðild sína að ríkisstjórn, málefnasamning og þá hefur venjan verið sú að ráðherralistar flokkanna liggi fyrir á fundunum til samþykktar. Í lögum Sjálfstæðisflokksins er talað um flokksráð flokksins en Framsóknarflokkurinn kallar stofnunina miðstjórn. Síðustu dagar hafa verið róstursamir í íslenskum stjórnmálum. Á einum sólarhring náðu Bjarni Benediktsson og Sigðurður Ingi Jóhannsson saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar á grunni þess samstarfs sem verið hefur milli flokkanna frá kosningum árið 2013. Í lögum Framsóknarflokksins segir að miðstjórn flokksins fari með umboð hans á milli flokksþinga og ákvarði um þátttöku flokksins í ríkisstjórn. „Málefnasamning um ríkisstjórnarsamstarf skal leggja fyrir miðstjórn,“ segir í lögum framsóknarflokksins. Í miðstjórn Framsóknarflokksins eiga sæti um 200 fulltrúar Sömu sögu er að segja af lögum Sjálfstæðisflokksins. Úr skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins er að finna reglur um flokksráð í 10. grein reglanna. „Flokksráð markar stjórnmálastefnu flokksins og afstöðu til einstakra mála, ef ekki liggja fyrir ályktanir landsfundar. Tillögu um þátttöku Sjálfstæðisflokksins í myndun ríkisstjórnar ber að leggja fyrir flokksráð sem tekur ákvörðun um ríkisstjórnaraðild flokksins.“Vigdís Hauksdóttir vildi ekki tjá sig á þessu stigi málsins hvort miðstjórn þyrfti að vera kölluð saman.vísir/VilhelmRíkisstjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, meta það sem svo að ekki þurfi að leggja nýja ríkisstjórn fyrir miðstjórnir flokkanna því málefnin byggi á stjórnarsáttmála sem samþykktur var 2013. Hinsvegar er ljóst að ný ríkisstjórn verður til í dag undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar; hans fyrsta ráðuneyti. Forystumenn beggja stjórnarflokkanna gera sér grein fyrir að óeining er meðal flokksmanna með hinar ýmsu ákvarðanir sem teknar hafa verið á síðustu dögum. Þingmenn hafa sagst vera ósáttir við niðurstöðuna og að allir kostir í stöðunni væru slæmir. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði ekki gert sér grein fyrir þessari stöðu þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún vildi ekki tjá sig um þessa stöðu og hvort þurfi að kalla saman miðstjórn flokksins. Hún vildi kynna sér málið. Sagði hún rétt að formaður og varaformaður flokksins myndu svara þessum vangaveltum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, benti á þetta á Facebook síðu sinni í dag og hafa spunnist nokkrar umræður um þetta. Nefnir hann að hann hafi skrifað ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrrum formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra þjóðarinnar. ég skrifaði einu sinni ævisögu Steingríms Hermannssonar sem var farsæll formaður Framsóknarflokksins - og rámaði þess...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, April 7, 2016 Panama-skjölin Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Flokksráð Sjálfstæðisflokks og miðstjórn Framsóknarflokks hafa ekki verið kallaðar saman vegna nýrrar ríkisstjórnarmyndunar þrátt fyrir að lög beggja flokka gera beinlínis ráð fyrir því. Ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á að taka við völdum í landinu klukkan þrjú í dag. Þorfinnur Björnsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, staðfestir að miðstjórn flokksins hafi ekki verið kölluð saman. Í lögum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir að miðstjórn eða flokksráð flokkanna þurfi að koma saman til að samþykkja aðild sína að ríkisstjórn, málefnasamning og þá hefur venjan verið sú að ráðherralistar flokkanna liggi fyrir á fundunum til samþykktar. Í lögum Sjálfstæðisflokksins er talað um flokksráð flokksins en Framsóknarflokkurinn kallar stofnunina miðstjórn. Síðustu dagar hafa verið róstursamir í íslenskum stjórnmálum. Á einum sólarhring náðu Bjarni Benediktsson og Sigðurður Ingi Jóhannsson saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar á grunni þess samstarfs sem verið hefur milli flokkanna frá kosningum árið 2013. Í lögum Framsóknarflokksins segir að miðstjórn flokksins fari með umboð hans á milli flokksþinga og ákvarði um þátttöku flokksins í ríkisstjórn. „Málefnasamning um ríkisstjórnarsamstarf skal leggja fyrir miðstjórn,“ segir í lögum framsóknarflokksins. Í miðstjórn Framsóknarflokksins eiga sæti um 200 fulltrúar Sömu sögu er að segja af lögum Sjálfstæðisflokksins. Úr skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins er að finna reglur um flokksráð í 10. grein reglanna. „Flokksráð markar stjórnmálastefnu flokksins og afstöðu til einstakra mála, ef ekki liggja fyrir ályktanir landsfundar. Tillögu um þátttöku Sjálfstæðisflokksins í myndun ríkisstjórnar ber að leggja fyrir flokksráð sem tekur ákvörðun um ríkisstjórnaraðild flokksins.“Vigdís Hauksdóttir vildi ekki tjá sig á þessu stigi málsins hvort miðstjórn þyrfti að vera kölluð saman.vísir/VilhelmRíkisstjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, meta það sem svo að ekki þurfi að leggja nýja ríkisstjórn fyrir miðstjórnir flokkanna því málefnin byggi á stjórnarsáttmála sem samþykktur var 2013. Hinsvegar er ljóst að ný ríkisstjórn verður til í dag undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar; hans fyrsta ráðuneyti. Forystumenn beggja stjórnarflokkanna gera sér grein fyrir að óeining er meðal flokksmanna með hinar ýmsu ákvarðanir sem teknar hafa verið á síðustu dögum. Þingmenn hafa sagst vera ósáttir við niðurstöðuna og að allir kostir í stöðunni væru slæmir. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði ekki gert sér grein fyrir þessari stöðu þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún vildi ekki tjá sig um þessa stöðu og hvort þurfi að kalla saman miðstjórn flokksins. Hún vildi kynna sér málið. Sagði hún rétt að formaður og varaformaður flokksins myndu svara þessum vangaveltum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, benti á þetta á Facebook síðu sinni í dag og hafa spunnist nokkrar umræður um þetta. Nefnir hann að hann hafi skrifað ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrrum formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra þjóðarinnar. ég skrifaði einu sinni ævisögu Steingríms Hermannssonar sem var farsæll formaður Framsóknarflokksins - og rámaði þess...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, April 7, 2016
Panama-skjölin Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira