Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. apríl 2016 09:59 Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar. vísir/gva Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við í dag og verður undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi utanríkisráðherra, verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, en nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga verður að öðru leyti eins og ráðuneyti fráfarandi forsætisráðherra eftir því sem fréttastofa kemst næst. Búið er að boða til ríkisráðsfunda á Bessastöðum í dag, annars vegar klukkan 14 og hins vegar klukkan 15. Á þeim fyrri mun ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar láta af störfum og á þeim síðari mun ráðuneyti Sigurðar Inga taka við.Hver er Lilja Alfreðsdóttir? Nýr utanríkisráðherra er alþjóðahagfræðingur að mennt. Hún hefur undanfarin ár starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabanka Íslands. Þá var hún ráðin tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu, eða frá 2014 til 2015.Sjá einnig: Svipmynd Markaðarins af Lilju Alfreðsdóttur Lilja hefur unnið í Seðlabanka Íslands frá árinu 2001 og starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri frá 2005. Einnig starfaði hún hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington DC frá 2010 til 2013. Hún er með meistaragráðu frá Columbia University í alþjóðahagfræði og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún kom til starfa í forsætisráðuneytinu á grundvelli tímabundins vistaskiptasamnings við Seðlabanka Íslands og var í leyfi frá bankanum á meðan samningurinn varði.Sjá einnig: Heimsýn orðin hornkerling í Framsóknarflokknum Lilja er fædd 4.október 1973. Hún er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni, hagfræðingi í fjármálaráðuneytinu og eiga þau tvö börn. Hún hefur verið flokksbundinn framsóknarmaður um árabil og er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar fyrrum borgarfulltrúa flokksins og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hún er mikið félagsmálatröll, og sat meðal annars í stjórn Evrópusamtakanna, en ver frítíma sínum oftast í bústað í eigu fjölskyldunnar í Biskupstungum. Í svipmynd Markaðarins haustið 2014 þegar Lilja tók við sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu nefndi hún fjölskylduna sína, skokk og stangveiði sem áhugamál sín. Fimleikar komu einnig til tals og sú staðreynd að Lilja þjálfaði fimleika síðasta vetur. „Svo finnst mér mjög gaman að lesa bækur. Ég var einmitt að klára bókina Flash Boys eftir Michael Lewis sem fjallar um verðbréfaviðskipti á Wall Street.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Boðað til ríkisráðsfunda í dag Fundirnir verða klukkan 14 og 15. 7. apríl 2016 09:47 Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Lilja Alfreðsdóttir nýr ráðherra. Kosningar í haust. Nýtt vantraust frá stjórnarandstöðunni. Ósætti er innan stjórnarflokkanna um niðurstöðuna. Ekki var kosið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 7. apríl 2016 07:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við í dag og verður undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi utanríkisráðherra, verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, en nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga verður að öðru leyti eins og ráðuneyti fráfarandi forsætisráðherra eftir því sem fréttastofa kemst næst. Búið er að boða til ríkisráðsfunda á Bessastöðum í dag, annars vegar klukkan 14 og hins vegar klukkan 15. Á þeim fyrri mun ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar láta af störfum og á þeim síðari mun ráðuneyti Sigurðar Inga taka við.Hver er Lilja Alfreðsdóttir? Nýr utanríkisráðherra er alþjóðahagfræðingur að mennt. Hún hefur undanfarin ár starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabanka Íslands. Þá var hún ráðin tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu, eða frá 2014 til 2015.Sjá einnig: Svipmynd Markaðarins af Lilju Alfreðsdóttur Lilja hefur unnið í Seðlabanka Íslands frá árinu 2001 og starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri frá 2005. Einnig starfaði hún hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington DC frá 2010 til 2013. Hún er með meistaragráðu frá Columbia University í alþjóðahagfræði og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún kom til starfa í forsætisráðuneytinu á grundvelli tímabundins vistaskiptasamnings við Seðlabanka Íslands og var í leyfi frá bankanum á meðan samningurinn varði.Sjá einnig: Heimsýn orðin hornkerling í Framsóknarflokknum Lilja er fædd 4.október 1973. Hún er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni, hagfræðingi í fjármálaráðuneytinu og eiga þau tvö börn. Hún hefur verið flokksbundinn framsóknarmaður um árabil og er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar fyrrum borgarfulltrúa flokksins og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hún er mikið félagsmálatröll, og sat meðal annars í stjórn Evrópusamtakanna, en ver frítíma sínum oftast í bústað í eigu fjölskyldunnar í Biskupstungum. Í svipmynd Markaðarins haustið 2014 þegar Lilja tók við sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu nefndi hún fjölskylduna sína, skokk og stangveiði sem áhugamál sín. Fimleikar komu einnig til tals og sú staðreynd að Lilja þjálfaði fimleika síðasta vetur. „Svo finnst mér mjög gaman að lesa bækur. Ég var einmitt að klára bókina Flash Boys eftir Michael Lewis sem fjallar um verðbréfaviðskipti á Wall Street.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Boðað til ríkisráðsfunda í dag Fundirnir verða klukkan 14 og 15. 7. apríl 2016 09:47 Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Lilja Alfreðsdóttir nýr ráðherra. Kosningar í haust. Nýtt vantraust frá stjórnarandstöðunni. Ósætti er innan stjórnarflokkanna um niðurstöðuna. Ekki var kosið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 7. apríl 2016 07:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Lilja Alfreðsdóttir nýr ráðherra. Kosningar í haust. Nýtt vantraust frá stjórnarandstöðunni. Ósætti er innan stjórnarflokkanna um niðurstöðuna. Ekki var kosið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 7. apríl 2016 07:00