„Flokkurinn gaf ekki of mikið eftir“ Ólöf Skaftadóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 6. apríl 2016 23:22 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. vísir/vilhelm „Flokkurinn gaf ekki of mikið eftir. Við erum fyrst og fremst að hugsa um stóru hagsmunina, hagsmuni þjóðarinnar. Mikilvægu málin þar sem haftamál spila lykilhlutverk,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um niðurstöðu kvöldsins þar sem upplýst var að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir utanþingsráðherra. Ragnheiður segir mikilvægt að ríkisstjórnin nái að ljúka öllum sínum málum. „Það er einfaldlega þannig að það verður að gera allt til að koma þeim í höfn. Það er algjört rugl, sem maður hefur séð í umræðunni, að Seðlabankinn geti leitt það mál án aðkomu stjórnmálanna. Það á eftir að koma þingmál frá Bjarna innan tíðar til þess að loka þessu máli,“ segir hún.Hræðast ekki kosningar Aðspurð segir hún flokkinn ekki hafa gert neina sérstaka kröfu til forsætisráðuneytisins. „Sjálfstæðisflokkurinn tekur heildarhagsmuni fram yfir annað. Engum treysti ég betur en mínum formanni til að klára verkefni sín í ráðuneytinu sem hann hefur borið hitann og þungann af. Við gerðum enga kröfu um forsætisráðuneytið.“ Þá segir hún flokkinn ekki hræðast kosningar. „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað í hvað bestri aðstöðu til að ræsa út maskínu ef á þarf að halda. Þannig að það er ekki vegna þess að við hræðumst kosningar. Þetta er til þess að gefa okkur tíma til að klára þessi mikilvægu verkefni. Síðan komumst við til móts við þá kröfu eða ósk, sem fram hefur komið í kjölfarið á þessum atburðum öllum saman, að flýta kosningum,“ segir Ragnheiður Elín.Illugi GunnarssonVísir/Anton BrinkIllugi Gunnarsson, mennta og menningarmálaráðherra, segir flokksmenn almennt sátta. „Það var klappað fyrir Bjarna þegar hann stóð upp eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins,“ segir hann.Fjármálaráðuneytið sérstaklega mikilvægt Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við embætti forsætisráðuneytisins segist hann alltaf þeirrar skoðunar að flokkurinn eigi að vera í forystu. Hins vegar hafi verið lagt upp með það í upphafi samstarfs að Framsókn hefði forsætisráðuneytið, en Sjálfstæðisflokkurinn fjármála- og efnahagsráðuneytið. „Með fullri virðingu fyrir forsætisráðuneytinu, þá er fjármála- og efnahagsráðuneytið sérstaklega mikilvægt um þessar mundir. Bjarni er í lykilstöðu til þess að bæði leiða fram endanlega niðurstöðu í þessu gríðarlega mikla hagsmunamáli sem er afnám gjaldeyrishafta og eins að staða efnahagsmála haldi áfram að batna, það sé jafnvægi hér hjá þjóðinni. Ég held að það að Bjarni sé fjármála- og efnahagsráðherra sé mikilvægt,“ segir Illugi. Þá segir hann sinn flokk alltaf reiðubúinn til að ganga til kosninga. „Þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og svo Sigurðar Inga Jóhannssonar, situr auðvitað meginþorra kjörtímabilsins, og þegar kemur að kosningum held ég að ríkisstjórnarmeirihlutinn muni geta sýnt það að það hafi verið mikill árangur og við getum gengið til kosninga í krafti þess árangurs.“ Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
„Flokkurinn gaf ekki of mikið eftir. Við erum fyrst og fremst að hugsa um stóru hagsmunina, hagsmuni þjóðarinnar. Mikilvægu málin þar sem haftamál spila lykilhlutverk,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um niðurstöðu kvöldsins þar sem upplýst var að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir utanþingsráðherra. Ragnheiður segir mikilvægt að ríkisstjórnin nái að ljúka öllum sínum málum. „Það er einfaldlega þannig að það verður að gera allt til að koma þeim í höfn. Það er algjört rugl, sem maður hefur séð í umræðunni, að Seðlabankinn geti leitt það mál án aðkomu stjórnmálanna. Það á eftir að koma þingmál frá Bjarna innan tíðar til þess að loka þessu máli,“ segir hún.Hræðast ekki kosningar Aðspurð segir hún flokkinn ekki hafa gert neina sérstaka kröfu til forsætisráðuneytisins. „Sjálfstæðisflokkurinn tekur heildarhagsmuni fram yfir annað. Engum treysti ég betur en mínum formanni til að klára verkefni sín í ráðuneytinu sem hann hefur borið hitann og þungann af. Við gerðum enga kröfu um forsætisráðuneytið.“ Þá segir hún flokkinn ekki hræðast kosningar. „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað í hvað bestri aðstöðu til að ræsa út maskínu ef á þarf að halda. Þannig að það er ekki vegna þess að við hræðumst kosningar. Þetta er til þess að gefa okkur tíma til að klára þessi mikilvægu verkefni. Síðan komumst við til móts við þá kröfu eða ósk, sem fram hefur komið í kjölfarið á þessum atburðum öllum saman, að flýta kosningum,“ segir Ragnheiður Elín.Illugi GunnarssonVísir/Anton BrinkIllugi Gunnarsson, mennta og menningarmálaráðherra, segir flokksmenn almennt sátta. „Það var klappað fyrir Bjarna þegar hann stóð upp eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins,“ segir hann.Fjármálaráðuneytið sérstaklega mikilvægt Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við embætti forsætisráðuneytisins segist hann alltaf þeirrar skoðunar að flokkurinn eigi að vera í forystu. Hins vegar hafi verið lagt upp með það í upphafi samstarfs að Framsókn hefði forsætisráðuneytið, en Sjálfstæðisflokkurinn fjármála- og efnahagsráðuneytið. „Með fullri virðingu fyrir forsætisráðuneytinu, þá er fjármála- og efnahagsráðuneytið sérstaklega mikilvægt um þessar mundir. Bjarni er í lykilstöðu til þess að bæði leiða fram endanlega niðurstöðu í þessu gríðarlega mikla hagsmunamáli sem er afnám gjaldeyrishafta og eins að staða efnahagsmála haldi áfram að batna, það sé jafnvægi hér hjá þjóðinni. Ég held að það að Bjarni sé fjármála- og efnahagsráðherra sé mikilvægt,“ segir Illugi. Þá segir hann sinn flokk alltaf reiðubúinn til að ganga til kosninga. „Þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og svo Sigurðar Inga Jóhannssonar, situr auðvitað meginþorra kjörtímabilsins, og þegar kemur að kosningum held ég að ríkisstjórnarmeirihlutinn muni geta sýnt það að það hafi verið mikill árangur og við getum gengið til kosninga í krafti þess árangurs.“
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira