Bjarni um vantraust: „Ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. apríl 2016 23:22 Forsætis- og fjármálaráðherra vísir/stöð 2 „Af öllu því sem hefur gerst í dag held ég að það séu minnstu fréttirnar hve lengi fudnur þingflokks Sjálfstæðisflokksins stóð,“ segir Bjarni Benediktsson í tíufréttum RÚV. Í kvöld var þess beðið um klukkan sjö að ný ríkisstjórn yrði kynnt til sögunnar. Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson létu hins vegar bíða eftir sér í um tvær klukkustundir í kjölfar þess að þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins dróst á langinn. Heimildir herma að einstaka stjórnarþingmenn séu óánægðir með þá niðurstöðu sem fékkst í málið og þá sérstaklega að forsætisráðherrastóllinn félli í skaut Sigurðar Inga Jóhannssonar. Bjarni blés á slíkar fullyrðingar. „Í upphafi þessa samstarfs sömdum við um ákveðna verkaskiptingu. Þá fékk Framsókn forsætisráðuneytið og við fjármálaráðuneytið. Við viljum ekki stokka upp í ráðuneytunum því nú gjörþekkir hver ráðherra sín mál í sínu ráðuneyti.“Ágætis veganesti að byrja á að fella vantraust Álit hafa einnig verið uppi um hvort að nauðsynlegt er að stjórnin sitji áfram til að afgreiða þau mál sem hún á eftir. Forsvarsmönnum hennar hefur verið tíðrætt um afnám hafta en fyrr í dag sagði Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að þau mál heyrðu algerlega undir Seðlabanka Íslands. „Það mál er undir minni forystu. Ég hef starfað að því með forsætis- og fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum þar sem ég sit í forsæti og stýri atburðarásinni,“ sagði Bjarni. Sem stendur væri málið í miðri á en framundan væri frumvarp og útboð á komandi vori sem væru nauðsynlegir liðir í afnámi þeirra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og verður því líklega kosið fyrir september eða snemma í þeim mánuði. Það veltur þó á því hvernig gengur að koma málum í gegnum þingið. „Það er aldrei létt verk að framkvæma lýðræðið. Við höfum ítrekað gengið að kjörborðinu frá 2007 til að efla traust til lykilstofnana. Við höfum nú skjótt og með afgerandi hætti brugðist við ákalli um að virkja lýðræðið.“ Fyrir þinginu liggur vantrauststillaga á hina nýju stjórn en Bjarni kvíðir henni ekki. „Það verður ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með. Það er alveg fyrirséð hvernig það fer. Við fögnum öllum tækifærum til að rifja upp það góða starf sem þessi stjórn hefur unnið,“ sagði fjármálaráðherra. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram á morgun Þrátt fyrir að ný stjórn hafi ekki tekið við er strax komin fram tillaga um vantraust. 6. apríl 2016 21:35 „Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum“ Sigurður Ingi Jóhannsson er hvergi banginn við að takast á við starf forsætisráðherra. 6. apríl 2016 22:45 Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
„Af öllu því sem hefur gerst í dag held ég að það séu minnstu fréttirnar hve lengi fudnur þingflokks Sjálfstæðisflokksins stóð,“ segir Bjarni Benediktsson í tíufréttum RÚV. Í kvöld var þess beðið um klukkan sjö að ný ríkisstjórn yrði kynnt til sögunnar. Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson létu hins vegar bíða eftir sér í um tvær klukkustundir í kjölfar þess að þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins dróst á langinn. Heimildir herma að einstaka stjórnarþingmenn séu óánægðir með þá niðurstöðu sem fékkst í málið og þá sérstaklega að forsætisráðherrastóllinn félli í skaut Sigurðar Inga Jóhannssonar. Bjarni blés á slíkar fullyrðingar. „Í upphafi þessa samstarfs sömdum við um ákveðna verkaskiptingu. Þá fékk Framsókn forsætisráðuneytið og við fjármálaráðuneytið. Við viljum ekki stokka upp í ráðuneytunum því nú gjörþekkir hver ráðherra sín mál í sínu ráðuneyti.“Ágætis veganesti að byrja á að fella vantraust Álit hafa einnig verið uppi um hvort að nauðsynlegt er að stjórnin sitji áfram til að afgreiða þau mál sem hún á eftir. Forsvarsmönnum hennar hefur verið tíðrætt um afnám hafta en fyrr í dag sagði Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að þau mál heyrðu algerlega undir Seðlabanka Íslands. „Það mál er undir minni forystu. Ég hef starfað að því með forsætis- og fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum þar sem ég sit í forsæti og stýri atburðarásinni,“ sagði Bjarni. Sem stendur væri málið í miðri á en framundan væri frumvarp og útboð á komandi vori sem væru nauðsynlegir liðir í afnámi þeirra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og verður því líklega kosið fyrir september eða snemma í þeim mánuði. Það veltur þó á því hvernig gengur að koma málum í gegnum þingið. „Það er aldrei létt verk að framkvæma lýðræðið. Við höfum ítrekað gengið að kjörborðinu frá 2007 til að efla traust til lykilstofnana. Við höfum nú skjótt og með afgerandi hætti brugðist við ákalli um að virkja lýðræðið.“ Fyrir þinginu liggur vantrauststillaga á hina nýju stjórn en Bjarni kvíðir henni ekki. „Það verður ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með. Það er alveg fyrirséð hvernig það fer. Við fögnum öllum tækifærum til að rifja upp það góða starf sem þessi stjórn hefur unnið,“ sagði fjármálaráðherra.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram á morgun Þrátt fyrir að ný stjórn hafi ekki tekið við er strax komin fram tillaga um vantraust. 6. apríl 2016 21:35 „Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum“ Sigurður Ingi Jóhannsson er hvergi banginn við að takast á við starf forsætisráðherra. 6. apríl 2016 22:45 Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Vantrauststillaga lögð fram á morgun Þrátt fyrir að ný stjórn hafi ekki tekið við er strax komin fram tillaga um vantraust. 6. apríl 2016 21:35
„Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum“ Sigurður Ingi Jóhannsson er hvergi banginn við að takast á við starf forsætisráðherra. 6. apríl 2016 22:45
Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25