Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2016 22:55 Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, á tali við fjölmiðla skömmu áður en rann upp fyrir honum ljós. Höskuldur Þórhallsson stal að margra mati senunni þegar hann varð að nokkurs konar sjálfskipuðum upplýsingafulltrúa stjórnarflokkanna. Hann tilkynnti fjölmiðlafólki á Alþingi að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir væri ráðherraefni, á undan áætlun. Höskuldur hefur húmor fyrir uppákomunni og útskýrir aðdraganda hennar á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Eftir langan fund í þingflokknum biðum við á meðan Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð færu fram til að svara blaðamönnum,“ segir Höskuldur. „Ég brá mér afsíðis í hliðarherbergi til að tala í símann. Þegar ég kláraði samtölin sem tóku all langan tíma var ég á leið heim og gekk í flasið á blaðamönnum.“Sjá einnig:Kynntur sem formaður aðeins of snemma Blaðamenn höfðu beðið lengi eftir tíðindum af fundinum en skömmu áður hafði Sigmundur Davíð svo gott sem tilkynnt að Sigurður Ingi tæki við af honum, án þess að segja það berum orðum. „Það hvarflaði ekki að mér annað en að oddvitarnir væru þegar búnir að svara blaðamönnum um niðurstöðu dagsins,“ segir Höskuldur. Það höfðu þeir hins vegar ekki gert. „Þetta var ferlegt - ég viðurkenni það - en svona er þetta - ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar „blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Höskuldur sá sem studdi ekki tillögu Sigmundar Taldi að hún myndi ekki leysa vandann. 6. apríl 2016 22:18 Twitter logar: „Erlendir blaðamenn eru að drepast úr hlátri“ Útspil stjórnarflokkanna fer misvel ofan í landsmenn. 6. apríl 2016 21:24 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson stal að margra mati senunni þegar hann varð að nokkurs konar sjálfskipuðum upplýsingafulltrúa stjórnarflokkanna. Hann tilkynnti fjölmiðlafólki á Alþingi að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir væri ráðherraefni, á undan áætlun. Höskuldur hefur húmor fyrir uppákomunni og útskýrir aðdraganda hennar á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Eftir langan fund í þingflokknum biðum við á meðan Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð færu fram til að svara blaðamönnum,“ segir Höskuldur. „Ég brá mér afsíðis í hliðarherbergi til að tala í símann. Þegar ég kláraði samtölin sem tóku all langan tíma var ég á leið heim og gekk í flasið á blaðamönnum.“Sjá einnig:Kynntur sem formaður aðeins of snemma Blaðamenn höfðu beðið lengi eftir tíðindum af fundinum en skömmu áður hafði Sigmundur Davíð svo gott sem tilkynnt að Sigurður Ingi tæki við af honum, án þess að segja það berum orðum. „Það hvarflaði ekki að mér annað en að oddvitarnir væru þegar búnir að svara blaðamönnum um niðurstöðu dagsins,“ segir Höskuldur. Það höfðu þeir hins vegar ekki gert. „Þetta var ferlegt - ég viðurkenni það - en svona er þetta - ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar „blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Höskuldur sá sem studdi ekki tillögu Sigmundar Taldi að hún myndi ekki leysa vandann. 6. apríl 2016 22:18 Twitter logar: „Erlendir blaðamenn eru að drepast úr hlátri“ Útspil stjórnarflokkanna fer misvel ofan í landsmenn. 6. apríl 2016 21:24 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00
Höskuldur sá sem studdi ekki tillögu Sigmundar Taldi að hún myndi ekki leysa vandann. 6. apríl 2016 22:18
Twitter logar: „Erlendir blaðamenn eru að drepast úr hlátri“ Útspil stjórnarflokkanna fer misvel ofan í landsmenn. 6. apríl 2016 21:24